Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United var ánægður með úrslitin en ekki spilamennskuna í 2-0 útisigri liðsins á Ajax í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í Amsterdam í kvöld.
„Ég er mjög ánægður með þessar lokatölur. Þetta var venjuleg frammistaða og við náðum aldrei að komast á eitthvert flug í þessum leik. Við spiluðum ekki vel og náðum engum takti í okkar leik," sagði Sir Alex Ferguson gagnrýninn.
„Það var ekkert tempó í leik okkar í fyrri hálfleiknum en við bættum leik okkar í þeim seinni. Þetta var engin frábær frammistaða en hún dugði," sagði Ferguson.
„Seinna markið gefur okkur góða möguleika á því að komast áfram í seinni leiknum á Old Trafford," sagði Ferguson.
Sir Alex Ferguson: Ánægður með þessar lokatölur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn




Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn
