Manchester City komst auðveldlega áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA í kvöld eftir 4-0 sigur á Porto á heimavelli og 6-1 samanlagðan sigur.
Porto er ríkjandi meistari í Evrópudeildinni en liðið átti frábæru gengi að fagna á síðasta tímabili er það lék undir Andre Villas-Boas, núverandi stjóra Chelsea. En Porto-menn áttu ekki séns í kvöld.
Sergio Agüero gaf tóninn strax eftir nítján sekúndur en þá kom hann City yfir. Nigel de Jong komst í veg fyrir sendingu úr vörn Porto og náði Yaya Toure að gefa boltann inn fyrir vörnina á Agüero. Hann komst einn gegn markverðinum og skoraði örugglega.
Agüero lagði svo upp næsta mark City fyrir Edin Dzeko en Rolando, leikmaður Porto, var rekinn af velli fyrir að mótmæla því að markið hafi fengið að standa. Fékk hann þá sitt annað gula spjald í leiknum.
Þeir David Silva og varamaðurinn David Pizarro innsigluðu svo sigurinn með tveimur mörkum undir lok leiksins. Heimamenn fóru á kostum og sýndu allar sínar bestu hliðar.
Það er ljóst að Roberto Mancini, stjóri City, ætlar sér alla leið í þessari keppni eftir vonbrigðin með að hafa mistekist að komast áfram úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
City fór létt með Evrópumeistara Porto
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið






Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn

Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn


