Forsetaframboð kostar um 30 milljónir Erla Hlynsdóttir skrifar 9. mars 2012 18:38 Kostnaður við að bjóða sig fram til forseta Íslands hleypur á tugum milljóna króna. Almannatengill segir suma af þeim sem renna hýru auga til embættisins líklega ekki gera sér grein fyrir þessum kostnaði. Þá eru stafsetningavillur á Facebook ekki í boði fyrir frambjóðendur. Þau sem helst eru orðuð við framboð gegn sitjandi forseta eru, í stafrófsröð Ari Trausti Guðmundsson, Elín Hirst, Stefán Jón Hafstein og Þóra Arnórsdóttir Þegar hafa þeir Ástþór Magnússon og Jón Lárusson tilkynnt um framboð. „Til að fara í svona alvöru framboð til forseta Íslands þarf mjög mikið til. Mun meira heldur almenningur gerir sér grein fyrir og mun meira heldur en kannski sumir af þeim frambjóðendum sem eru að velta þessu fyrir sér gera sér grein fyrir," segir Andrés Jónsson, almannatengill. Fréttastofa fékk Andrés til að áætla kostnað við framboð. Til að feta leiðina að Bessastöðum þarf í fyrsta lagi að dekka launakostnað, um átta milljónir. Við framboð starfa meðal annars kosningastjóri, umsjónarmaður sjálfboðaliða og almannatengill. Þá eru það auglýsingar, ellefu og hálf milljón. Þetta er kostnaður við framleiðslu og birtingu í öllum helstu miðlum. Skrifstofukostnaður nemur hálfri annarri milljón. Þetta er húsaleiga, sími, ræsting og fleira. Ýmiss annar kostnaður nemur rúmum sex milljónum. Það er meðal annars fundakostnaður, eldsneyti og hárgreiðsla. Alls eru þetta tuttuguogsjö milljónir sem má áætla að kosta þurfi til ef fólk stefnir á það af fullri alvöru að fella sitjandi forseta. Andrés telur sig síður en svo ofmeta kostnaðinn og segir engan komast af með bara tíu milljónir. „Nei, tíu milljónir duga hvergi nærri til. Ég held að á bilinu tuttugu til þrjátíu milljónir sé bara það sem þarf til," segir Andrés. Og ókeypis miðlar á borð við Facebook gera stöðuna ekkert endilega betri. „Það er ekki í boði að forsetaefni geri stafsetningavillar í „statusum" á Facebook. Og það þarf bara að borga fólki við að aðstoða við alla svona hluti." Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Kostnaður við að bjóða sig fram til forseta Íslands hleypur á tugum milljóna króna. Almannatengill segir suma af þeim sem renna hýru auga til embættisins líklega ekki gera sér grein fyrir þessum kostnaði. Þá eru stafsetningavillur á Facebook ekki í boði fyrir frambjóðendur. Þau sem helst eru orðuð við framboð gegn sitjandi forseta eru, í stafrófsröð Ari Trausti Guðmundsson, Elín Hirst, Stefán Jón Hafstein og Þóra Arnórsdóttir Þegar hafa þeir Ástþór Magnússon og Jón Lárusson tilkynnt um framboð. „Til að fara í svona alvöru framboð til forseta Íslands þarf mjög mikið til. Mun meira heldur almenningur gerir sér grein fyrir og mun meira heldur en kannski sumir af þeim frambjóðendum sem eru að velta þessu fyrir sér gera sér grein fyrir," segir Andrés Jónsson, almannatengill. Fréttastofa fékk Andrés til að áætla kostnað við framboð. Til að feta leiðina að Bessastöðum þarf í fyrsta lagi að dekka launakostnað, um átta milljónir. Við framboð starfa meðal annars kosningastjóri, umsjónarmaður sjálfboðaliða og almannatengill. Þá eru það auglýsingar, ellefu og hálf milljón. Þetta er kostnaður við framleiðslu og birtingu í öllum helstu miðlum. Skrifstofukostnaður nemur hálfri annarri milljón. Þetta er húsaleiga, sími, ræsting og fleira. Ýmiss annar kostnaður nemur rúmum sex milljónum. Það er meðal annars fundakostnaður, eldsneyti og hárgreiðsla. Alls eru þetta tuttuguogsjö milljónir sem má áætla að kosta þurfi til ef fólk stefnir á það af fullri alvöru að fella sitjandi forseta. Andrés telur sig síður en svo ofmeta kostnaðinn og segir engan komast af með bara tíu milljónir. „Nei, tíu milljónir duga hvergi nærri til. Ég held að á bilinu tuttugu til þrjátíu milljónir sé bara það sem þarf til," segir Andrés. Og ókeypis miðlar á borð við Facebook gera stöðuna ekkert endilega betri. „Það er ekki í boði að forsetaefni geri stafsetningavillar í „statusum" á Facebook. Og það þarf bara að borga fólki við að aðstoða við alla svona hluti."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira