Geir ekki beðinn um að beita sér í Icesave Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. mars 2012 12:12 Geir Haarde ásamt Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra . mynd/ gva. Aldrei kom til greina hjá samráðshópi um fjármálastöðugleika að fá atbeina Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til þess að hvetja Landsbankann til þess að flytja Icesave reikningana úr útibúi bankans yfir í dótturfélag hans í Bretlandi. Þetta sagði Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, í vitnaleiðslum fyrir Landsdómi í dag. Baldur sagði að um mitt ár 2008 hefði samráðshópurinn verið búinn að gera sér grein fyrir því að innlánasöfnun Landsbankans með Icesave reikningunum væri óheppileg. Engu að síður væri staðreyndin sú að samkvæmt reglum um EES samstarfið hefði þessi innlánasöfnun verið heimil. Samráðshópurinn hvatti Fjármálaeftirlitið til þess að ræða áhyggjur hópsins af innlánasöfnuninni við forsvarsmenn bankanna og var það gert. Komið hefur fram í vitnaleiðslunum að snemma á árinu 2008 var unnið að því í samstarfi Landsbankans, breska fjármálaeftirlitsins og íslenska fjármálaeftirlitsins að koma Icesave inn í dótturfélagið, en síðar þegar á árið leið hafi breska fjármálaeftirlitið dregið lappirnar í þeirri vinnu. Eins og fram hefur komið er eitt af ákæruefnunum gegn Geir þannig að hann er sakaður um að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Landsbanka Íslands í Bretlandi yfir í dótturfélag og að stuðla að framgangi þess með virkri aðkomu ríkisvaldsins. Vitnaleiðslum yfir Baldri Guðlaugssyni er nú lokið. Landsdómur Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Aldrei kom til greina hjá samráðshópi um fjármálastöðugleika að fá atbeina Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til þess að hvetja Landsbankann til þess að flytja Icesave reikningana úr útibúi bankans yfir í dótturfélag hans í Bretlandi. Þetta sagði Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, í vitnaleiðslum fyrir Landsdómi í dag. Baldur sagði að um mitt ár 2008 hefði samráðshópurinn verið búinn að gera sér grein fyrir því að innlánasöfnun Landsbankans með Icesave reikningunum væri óheppileg. Engu að síður væri staðreyndin sú að samkvæmt reglum um EES samstarfið hefði þessi innlánasöfnun verið heimil. Samráðshópurinn hvatti Fjármálaeftirlitið til þess að ræða áhyggjur hópsins af innlánasöfnuninni við forsvarsmenn bankanna og var það gert. Komið hefur fram í vitnaleiðslunum að snemma á árinu 2008 var unnið að því í samstarfi Landsbankans, breska fjármálaeftirlitsins og íslenska fjármálaeftirlitsins að koma Icesave inn í dótturfélagið, en síðar þegar á árið leið hafi breska fjármálaeftirlitið dregið lappirnar í þeirri vinnu. Eins og fram hefur komið er eitt af ákæruefnunum gegn Geir þannig að hann er sakaður um að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Landsbanka Íslands í Bretlandi yfir í dótturfélag og að stuðla að framgangi þess með virkri aðkomu ríkisvaldsins. Vitnaleiðslum yfir Baldri Guðlaugssyni er nú lokið.
Landsdómur Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira