Dýrmætar heimildir að myndast í Landsdómsmálinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. mars 2012 18:44 Hafi einhvern tímann verið ástæða til að nýta undanþágur til að senda beint úr dómssal þá er það í Landsdómsmálinu. Þetta segir sagnfræðingur en dýrmætar heimildir eru að myndast sem öruggara er að geta stuðst við milliliðalaust. Landsdómur hafnaði í morgun beiðni fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis um leyfi til að senda réttarhöldin yfir Geir H. Haarde út í beinni útsendingu. Þrátt fyrir að óheimilt sé samkvæmt lögum að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi í sakamáli þá geta dómarar veitt undanþágur frá banninu ef sérstaklega stendur á. „Manni finnst að hafi einhvern tímann verið ástæða til þess að nýta þær þá sé það nú, ekki síst í ljósi þess að bæði saksóknari og sakborningur hafa sagt að það sé þeim að meinalausu að það sé útvarpað og sjónvarpað og áhuginn er slíkur," Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. Aðeins 70 áhorfendur mega vera í dómsal og þurftu nokkrir frá að bíða eftir að komast inn í salinn eða frá að hverfa í dag. Vitnaleiðslurnar í Landsdómi eru teknar upp. Þær verða þó ekki aðgengilegar almenningi næstu áratugina. Guðni segir að til að átta sig á eðli og umfangi efnahagshrunsins þá séu við réttarhöldin að myndast dýrmætar heimildir til frekari rannsókna. „Það væri miklu öruggara að geta stuðst við frásagnir þeirra sem þarna eru leiddir eru upp í vitnastúku án milliliða," segir Guðni. Innanríkisráðherra gerir ekki athugasemdir við að ekki sé leyft að sjónvarpa úr dómssal. „Aðalmálið er að þessi réttarhöld fari eðlilega fram og að af þeim sé fréttaflutningur og að þau séu opin að því leyti en að öðru leyti tekur Landsdómur ákvörðun um hvernig staðið er að þessum málum," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. Landsdómur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Hafi einhvern tímann verið ástæða til að nýta undanþágur til að senda beint úr dómssal þá er það í Landsdómsmálinu. Þetta segir sagnfræðingur en dýrmætar heimildir eru að myndast sem öruggara er að geta stuðst við milliliðalaust. Landsdómur hafnaði í morgun beiðni fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis um leyfi til að senda réttarhöldin yfir Geir H. Haarde út í beinni útsendingu. Þrátt fyrir að óheimilt sé samkvæmt lögum að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi í sakamáli þá geta dómarar veitt undanþágur frá banninu ef sérstaklega stendur á. „Manni finnst að hafi einhvern tímann verið ástæða til þess að nýta þær þá sé það nú, ekki síst í ljósi þess að bæði saksóknari og sakborningur hafa sagt að það sé þeim að meinalausu að það sé útvarpað og sjónvarpað og áhuginn er slíkur," Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. Aðeins 70 áhorfendur mega vera í dómsal og þurftu nokkrir frá að bíða eftir að komast inn í salinn eða frá að hverfa í dag. Vitnaleiðslurnar í Landsdómi eru teknar upp. Þær verða þó ekki aðgengilegar almenningi næstu áratugina. Guðni segir að til að átta sig á eðli og umfangi efnahagshrunsins þá séu við réttarhöldin að myndast dýrmætar heimildir til frekari rannsókna. „Það væri miklu öruggara að geta stuðst við frásagnir þeirra sem þarna eru leiddir eru upp í vitnastúku án milliliða," segir Guðni. Innanríkisráðherra gerir ekki athugasemdir við að ekki sé leyft að sjónvarpa úr dómssal. „Aðalmálið er að þessi réttarhöld fari eðlilega fram og að af þeim sé fréttaflutningur og að þau séu opin að því leyti en að öðru leyti tekur Landsdómur ákvörðun um hvernig staðið er að þessum málum," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Landsdómur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira