Tóku Icesave-vandann mjög alvarlega Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. mars 2012 12:03 Björgvin G. Sigurðsson segir að Icesave vandanum hafi verið tekið af mjög mikilli alvöru. mynd/ gva. Íslensk stjórnvöld tóku Icesave-vandann mjög alvarlega, af því að hann ógnaði stöðugleika á viðkvæmum tímum," sagði Björgvin G. Sigurðsson í vitnaleiðslum fyrir Landsdómi nú skömmu fyrir hádegið. Hann sagði að vandinn hefði oft verið ræddur. Í huga Geirs Haarde hafi aldrei komið til greina að Ísland tæki á sig ábyrgð á reikningum sem íslensk yfirvöld tóku engan þátt í að stofna. „Ég veit ekki hvernig í veröldinni Darling datt í hug að 300 þúsund manna þjóð ætti að taka á sig mörg hundruð milljarða skuldir," sagði Björgvin um viðbrögð Alistairs Darling þáverandi fjármálaráðherra Breta. Íslensk yfirvöld áttu fund með Darling til að ræða vandann vegna reikninganna. Björgvin G. Sigurðsson segir að markvisst hafi verið unnið að því að koma Icesave reikningum Landsbankans í dótturfélög á árinu 2008. Málið hafi verið sett í ákveðinn farveg, en þegar leið á árið virtist sem áhugi breska fjármálaeftirlitsins á þessu verkefni hafi dvínað. Þetta hafi meðal annars lýst sér í því að breska fjármálaeftirlitið gerði algerlega óraunhæfar kröfur um það eigið fé sem Landsbankinn átti að flytja inn í breska dótturfélagið. „Það var ekki tilefnislaust markmið," sagði Björgvin þegar Sigríður Friðjónsdóttir spurði hann hvort þeir hafi talið hættu á ferðum vegna þess hve lítið væri í íslenska innistæðutryggingasjóðnum. Hann sagði þó að það hefði ekki verið séríslenskt vandamál hve lítið hefði verið í sjóðnum. Þetta hefði líka átt við í Bretlandi. Björgvin sagði að það hefði fyrst og fremst verið vegna ágreinings breska fjármálaeftirlitsins, íslenska fjármálaeftirlitsins og Landsbankans að ekki hafi tekist að koma Icesave inn í dótturfélag Landsbankans á Bretlandi áður en yfir lauk. Landsdómur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Íslensk stjórnvöld tóku Icesave-vandann mjög alvarlega, af því að hann ógnaði stöðugleika á viðkvæmum tímum," sagði Björgvin G. Sigurðsson í vitnaleiðslum fyrir Landsdómi nú skömmu fyrir hádegið. Hann sagði að vandinn hefði oft verið ræddur. Í huga Geirs Haarde hafi aldrei komið til greina að Ísland tæki á sig ábyrgð á reikningum sem íslensk yfirvöld tóku engan þátt í að stofna. „Ég veit ekki hvernig í veröldinni Darling datt í hug að 300 þúsund manna þjóð ætti að taka á sig mörg hundruð milljarða skuldir," sagði Björgvin um viðbrögð Alistairs Darling þáverandi fjármálaráðherra Breta. Íslensk yfirvöld áttu fund með Darling til að ræða vandann vegna reikninganna. Björgvin G. Sigurðsson segir að markvisst hafi verið unnið að því að koma Icesave reikningum Landsbankans í dótturfélög á árinu 2008. Málið hafi verið sett í ákveðinn farveg, en þegar leið á árið virtist sem áhugi breska fjármálaeftirlitsins á þessu verkefni hafi dvínað. Þetta hafi meðal annars lýst sér í því að breska fjármálaeftirlitið gerði algerlega óraunhæfar kröfur um það eigið fé sem Landsbankinn átti að flytja inn í breska dótturfélagið. „Það var ekki tilefnislaust markmið," sagði Björgvin þegar Sigríður Friðjónsdóttir spurði hann hvort þeir hafi talið hættu á ferðum vegna þess hve lítið væri í íslenska innistæðutryggingasjóðnum. Hann sagði þó að það hefði ekki verið séríslenskt vandamál hve lítið hefði verið í sjóðnum. Þetta hefði líka átt við í Bretlandi. Björgvin sagði að það hefði fyrst og fremst verið vegna ágreinings breska fjármálaeftirlitsins, íslenska fjármálaeftirlitsins og Landsbankans að ekki hafi tekist að koma Icesave inn í dótturfélag Landsbankans á Bretlandi áður en yfir lauk.
Landsdómur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira