Segir að neyðarlán frá Seðlabanka hafi enn verið í Kaupþingi við fall 14. mars 2012 14:50 Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka, fullyrðir að 500 milljóna evra neyðarlán sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett, hafi verið í bankanum við fall hans tveimur dögum síðar. Hann vill ekki tjá sig um 170 milljóna evra lán til félagsins Lindsor Holdings sem veitt var á sama tíma, en það er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Útlit er fyrir að tugir milljarða króna af skattfé almennings séu nú glataðir vegna þessarar lánveitingar til Kaupþings banka m.a vegna þess að veðandlagið sem tryggði lánið, danski bankinn FIH Erhversbank, var ekki jafn traustur og verðmætur og menn töldu þegar lánið var veitt. Með láninu til Kaupþings tók Seðlabankinn allsherjarverð í FIH Erhversbank en við sölu danska bankans var gerður samningur sem m.a gengur út á væntingar um að tiltekið verðmæti fáist fyrir skargripafyrirtækið Pandóru, sem var í eigu FIH, en útlit er fyrir að þessi samningur hafi ekki verið mjög hagstæður fyrir Seðlabanka Íslands. Sjá nánar hér. Kaupþing lánaði Lindsor Holdings 171 milljón evra, jafnvirði um 28 milljarða króna hinn 6. október 2008. Lánið var veitt sama dag og Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 500 milljóna evra neyðarlán. Lánið til Lindsor, sem var aldrei borið undir lánanefnd Kaupþings banka, var notað til að kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum þess banka og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar. Með öðrum orðum þá var lánið sem veitt var af gjaldeyrisforða Seðlabankans notað til að kaupa skuldabréf og þar með bjarga völdum starfsmönnum Kaupþings. Að lokinni skýrslutöku í Landsdómi á mánudag spurði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Sigurð Einarsson út í 500 milljóna evra neyðarlánið frá Seðlabankanum og hvert peningarnir hafi farið. „Peningarnir voru ennþá í bankanum þegar hann féll," sagði Sigurður. Hann kinkaði jafnframt kolli þegar hann var spurður aftur hvort Kaupþing hafi átt „500 milljónir evra í cash" þegar bankinn féll, en vildi ekki tjá sig um lánnveitinguna til Lindsor Holdings. Sjá má viðtalið í heild sinni í myndskeiði fyrir ofan eða með því að smella hér. Landsdómur Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka, fullyrðir að 500 milljóna evra neyðarlán sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett, hafi verið í bankanum við fall hans tveimur dögum síðar. Hann vill ekki tjá sig um 170 milljóna evra lán til félagsins Lindsor Holdings sem veitt var á sama tíma, en það er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Útlit er fyrir að tugir milljarða króna af skattfé almennings séu nú glataðir vegna þessarar lánveitingar til Kaupþings banka m.a vegna þess að veðandlagið sem tryggði lánið, danski bankinn FIH Erhversbank, var ekki jafn traustur og verðmætur og menn töldu þegar lánið var veitt. Með láninu til Kaupþings tók Seðlabankinn allsherjarverð í FIH Erhversbank en við sölu danska bankans var gerður samningur sem m.a gengur út á væntingar um að tiltekið verðmæti fáist fyrir skargripafyrirtækið Pandóru, sem var í eigu FIH, en útlit er fyrir að þessi samningur hafi ekki verið mjög hagstæður fyrir Seðlabanka Íslands. Sjá nánar hér. Kaupþing lánaði Lindsor Holdings 171 milljón evra, jafnvirði um 28 milljarða króna hinn 6. október 2008. Lánið var veitt sama dag og Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 500 milljóna evra neyðarlán. Lánið til Lindsor, sem var aldrei borið undir lánanefnd Kaupþings banka, var notað til að kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum þess banka og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar. Með öðrum orðum þá var lánið sem veitt var af gjaldeyrisforða Seðlabankans notað til að kaupa skuldabréf og þar með bjarga völdum starfsmönnum Kaupþings. Að lokinni skýrslutöku í Landsdómi á mánudag spurði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Sigurð Einarsson út í 500 milljóna evra neyðarlánið frá Seðlabankanum og hvert peningarnir hafi farið. „Peningarnir voru ennþá í bankanum þegar hann féll," sagði Sigurður. Hann kinkaði jafnframt kolli þegar hann var spurður aftur hvort Kaupþing hafi átt „500 milljónir evra í cash" þegar bankinn féll, en vildi ekki tjá sig um lánnveitinguna til Lindsor Holdings. Sjá má viðtalið í heild sinni í myndskeiði fyrir ofan eða með því að smella hér.
Landsdómur Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira