Sigurður: Hávaxtastefna Seðlabankans ein meginástæða hrunsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. mars 2012 11:59 Sigurður Einarsson skaut föstum skotum að Seðlabankanum þegar hann bar vitni í dag. mynd/ gva. Það eru fjórar ástæður fyrir því að Kaupþing varð eins illa úti í hruninu og raun bar vitni. Þetta sagði Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, fyrir Landsdómi í dag. Sigurður nefndi i fyrsta lagi hina alþjóðlegu kreppu sem reið yfir. „Þetta er versta kreppa sem hefur komið í um 100 ár. Ég held að það sé langsótt að telja að fyrrverandi forsætisráðherra eða einhver bankastjóri hafi getað gert eitthvað í því," sagði Sigurður. Sigurður sagði að önnur ástæðan væri „gegndalaus hávaxtastefna Seðlabankans sem hafi neytt almenning og fyrirtæki út í lántökur erlendis," eins og hann orðaði það. Peningamagn í umferð hafi aukist mjög mikið. „Það getur ekki farið öðruvísi en svo að að gengi gjaldmiðilsins hrynur," sagði Sigurður. Sigurður sagði að þetta væru tvær meginástæður þess að svo fór sem fór. Þriðja ástæðan hafi verið neyðarlögin þar sem kröfuhöfum var mismunað og lögum verið breytt. Í fjórða lagi hafi það verið yfirtaka breskra yfirvalda á Singer & Friedlander. Með þeirri yfirtöku hafi Kaupþing orðið tæknilega gjaldþrota. Skýrslutakan yfir Sigurði hófst um hálftólf. Það fækkaði dálítið í salnum eftir að Ingibjörg, sem var fyrst til að gefa skýrslu í dag, yfirgaf salinn. Langflestir stjórnmálamennirnir sem voru hér í Þjóðmenningarhúsinu eru farnir. Í staðinn komu fulltrúar frá sérstökum saksóknara sem eru að rannsaka efnahagsbrot sem Sigurður Einarsson og aðrir stjórnendur Kaupþings eru grunaðir um að vera viðriðnir. Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Það eru fjórar ástæður fyrir því að Kaupþing varð eins illa úti í hruninu og raun bar vitni. Þetta sagði Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, fyrir Landsdómi í dag. Sigurður nefndi i fyrsta lagi hina alþjóðlegu kreppu sem reið yfir. „Þetta er versta kreppa sem hefur komið í um 100 ár. Ég held að það sé langsótt að telja að fyrrverandi forsætisráðherra eða einhver bankastjóri hafi getað gert eitthvað í því," sagði Sigurður. Sigurður sagði að önnur ástæðan væri „gegndalaus hávaxtastefna Seðlabankans sem hafi neytt almenning og fyrirtæki út í lántökur erlendis," eins og hann orðaði það. Peningamagn í umferð hafi aukist mjög mikið. „Það getur ekki farið öðruvísi en svo að að gengi gjaldmiðilsins hrynur," sagði Sigurður. Sigurður sagði að þetta væru tvær meginástæður þess að svo fór sem fór. Þriðja ástæðan hafi verið neyðarlögin þar sem kröfuhöfum var mismunað og lögum verið breytt. Í fjórða lagi hafi það verið yfirtaka breskra yfirvalda á Singer & Friedlander. Með þeirri yfirtöku hafi Kaupþing orðið tæknilega gjaldþrota. Skýrslutakan yfir Sigurði hófst um hálftólf. Það fækkaði dálítið í salnum eftir að Ingibjörg, sem var fyrst til að gefa skýrslu í dag, yfirgaf salinn. Langflestir stjórnmálamennirnir sem voru hér í Þjóðmenningarhúsinu eru farnir. Í staðinn komu fulltrúar frá sérstökum saksóknara sem eru að rannsaka efnahagsbrot sem Sigurður Einarsson og aðrir stjórnendur Kaupþings eru grunaðir um að vera viðriðnir.
Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira