Sex Íslandsmet féllu í Laugardalnum í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2012 19:36 Sarah Blake Bateman bætti Íslandsmet í tveimur greinum í dag. Mynd/Vilhelm Mikið var um að vera á lokadegi Íslandsmeistaramótsins í sundi í 50 m laug sem lauk í Laugardalslauginni í dag. Sex Íslandsmet voru sett í dag. Sarah Blake Bateman setti tvo met, bæði í stuttum vegalengdum. Fyrst í 50 m baksundi kvenna og svo í 50 m flugsundi kvenna en hvorug grein er reyndar keppnisgrein á Ólympíuleikum. Sarah Blake synti 50 m baksundið á sléttum 29 sekúndum og bætti þar með met Ingibjargar Kristínar Jónsdóttur um sjö hundraðshluta úr sekúndu. Ingibjörg varð önnur í greininni. Hún kom svo í mark á 27,32 sekúndum í 50 m flugsundi og bætti þar með met Bryndísar Rúnar Hansen um 0,09 sekúndur. Bryndís Rún keppti í sömu grein og varð önnur á 27,54 sekúndum. Anton Sveinn McKee stórbætti svo eigið Íslandsmet í 400 m fjórsundi. Hann synti á 4:23,64 sekúndum og bætti tveggja vikna gamalt Íslandsmet sitt um tæpar þrjár sekúndur. Árangurinn dugði honum til að ná OST-lágmarki (gamla B-lágmarkið) í greininni en það dugir þó ekki til að tryggja honum sjálfkrafa þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir bætti svo Íslandsmetið í 400 m fjórsundi kvenna er hún synti á 4:57,46 mínútum og bætti gamla metið um tæpar þrjár sekúndur. Varð hún fyrst íslenskra kvenna til að synda undir fimm mínútum í greininni. Boðssundssveit Ægis stórbætti svo Íslandsmetið í 4x100 m fjórsundi kvenna. Nýja metið er 4:18,19 sekúndur og bæting upp á ríflega átta sekúndur en gamla metið átti sveit Ægis sjálf og var það sett fyrir þremur árum síðan. Í sveit Ægis voru Eygló Ósk Gústafsdóttir, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman og Sigrún Brá Sverrisdóttir. Sveit SH setti svo nýtt Íslandsmet í 4x100 m skriðsundi karla en SH átti einnig gamla metið. Tíminn í dag var 3:33,08 mínútur. Sveitina skipuðu Aron Örn Stefánsson, Orri Freyr Guðmundsson, Árni Guðnason og Kolbeinn Hrafnkelsson. Sund Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Sjá meira
Mikið var um að vera á lokadegi Íslandsmeistaramótsins í sundi í 50 m laug sem lauk í Laugardalslauginni í dag. Sex Íslandsmet voru sett í dag. Sarah Blake Bateman setti tvo met, bæði í stuttum vegalengdum. Fyrst í 50 m baksundi kvenna og svo í 50 m flugsundi kvenna en hvorug grein er reyndar keppnisgrein á Ólympíuleikum. Sarah Blake synti 50 m baksundið á sléttum 29 sekúndum og bætti þar með met Ingibjargar Kristínar Jónsdóttur um sjö hundraðshluta úr sekúndu. Ingibjörg varð önnur í greininni. Hún kom svo í mark á 27,32 sekúndum í 50 m flugsundi og bætti þar með met Bryndísar Rúnar Hansen um 0,09 sekúndur. Bryndís Rún keppti í sömu grein og varð önnur á 27,54 sekúndum. Anton Sveinn McKee stórbætti svo eigið Íslandsmet í 400 m fjórsundi. Hann synti á 4:23,64 sekúndum og bætti tveggja vikna gamalt Íslandsmet sitt um tæpar þrjár sekúndur. Árangurinn dugði honum til að ná OST-lágmarki (gamla B-lágmarkið) í greininni en það dugir þó ekki til að tryggja honum sjálfkrafa þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir bætti svo Íslandsmetið í 400 m fjórsundi kvenna er hún synti á 4:57,46 mínútum og bætti gamla metið um tæpar þrjár sekúndur. Varð hún fyrst íslenskra kvenna til að synda undir fimm mínútum í greininni. Boðssundssveit Ægis stórbætti svo Íslandsmetið í 4x100 m fjórsundi kvenna. Nýja metið er 4:18,19 sekúndur og bæting upp á ríflega átta sekúndur en gamla metið átti sveit Ægis sjálf og var það sett fyrir þremur árum síðan. Í sveit Ægis voru Eygló Ósk Gústafsdóttir, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman og Sigrún Brá Sverrisdóttir. Sveit SH setti svo nýtt Íslandsmet í 4x100 m skriðsundi karla en SH átti einnig gamla metið. Tíminn í dag var 3:33,08 mínútur. Sveitina skipuðu Aron Örn Stefánsson, Orri Freyr Guðmundsson, Árni Guðnason og Kolbeinn Hrafnkelsson.
Sund Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Sjá meira