Teitur: Ég treysti ekki Keflvíkingum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. apríl 2012 16:21 Teitur Örlygsson. "Ég er svekktur út í Keflvíkinga fyrst þeir komu með yfirlýsingu og gáfu okkur færi á að gera eitthvað sjálfir í málinu sem við og gerðum," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann missti Fannar Helgason í tveggja leikja bann í kjölfar þess að Keflavík kærði olnbogaskot Fannars í leik gegn Keflavík á dögunum. Teitur er alls ekki sáttur við bannið og hann er þess utan engan veginn sáttur við Keflvíkinga sem hann segist ekki treysta. "Ég íhugaði að setja Fannar í eins leiks bann en ákvað að sleppa því þar sem ég treysti ekki Keflvíkingum. Ég held að þeir hafi samt kært. Ég treysti þessu fólki ekki," sagði Teitur ákveðinn en hann segist hafa orðið fyrir ýmsu áreiti frá fólki úr Keflavík upp á síðkastið. "Ég hef verið að fá alls konar rugl frá Keflvíkingum inn á innhólfið mitt á Facebook. Sem betur fer eru þeir menn varla skrifandi þannig að ég skil ekki það sem þeir eru senda. Þar er samt verið að segja álit sitt og segja mér fyrir verkum. Ætli þeir verði ekki farnir að kalla kerfin fyrir mig fljótlega." Þó svo Teitur sé sár út í Keflvíkinga þá viðurkennir hann að bannið sem slíkt komi sér ekki á óvart. "Það eru gríðarleg vonbrigði að missa manninn í bann. Ég sá þetta alveg í kortunum samt. Ég get viðurkennt það," sagði Teitur en honum finnst ekki vera neitt samræmi í því að dæma Fannar í tveggja leikja bann á meðan Magnús Gunnarsson slapp við leikbann fyrir olnbogaskot sem Stjarnan kærði. "Það var ásetningsbrot hjá Magnúsi og enginn slagur um boltann eða slíkt þar sem menn hanga hver í öðrum. Dómurinn dæmdi ásetning þar en samt sýknudómur. Svo er slagur um boltann og kæra út af því og tveggja leikja bann. Ég fatta þetta ekki alveg. "Í reglunum er talað um tjón og þegar Magnús gefur Marvin olnbogaskot er ásetningur og tjón upp á fleiri hundruð þúsund krónur. Það var ekki einu sinni sprungin vör þar sem Fannar á að hafa brotið af sér. Samt afsökunarbeiðni frá honum opinber og persónuleg. Við tókum líka fyrirliðabandið af honum en það breytti engu fyrir Keflvíkinga." Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fannar Freyr í tveggja leikja bann Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Hann missir því af leiknum gegn Grindavík í kvöld. 13. apríl 2012 15:34 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
"Ég er svekktur út í Keflvíkinga fyrst þeir komu með yfirlýsingu og gáfu okkur færi á að gera eitthvað sjálfir í málinu sem við og gerðum," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann missti Fannar Helgason í tveggja leikja bann í kjölfar þess að Keflavík kærði olnbogaskot Fannars í leik gegn Keflavík á dögunum. Teitur er alls ekki sáttur við bannið og hann er þess utan engan veginn sáttur við Keflvíkinga sem hann segist ekki treysta. "Ég íhugaði að setja Fannar í eins leiks bann en ákvað að sleppa því þar sem ég treysti ekki Keflvíkingum. Ég held að þeir hafi samt kært. Ég treysti þessu fólki ekki," sagði Teitur ákveðinn en hann segist hafa orðið fyrir ýmsu áreiti frá fólki úr Keflavík upp á síðkastið. "Ég hef verið að fá alls konar rugl frá Keflvíkingum inn á innhólfið mitt á Facebook. Sem betur fer eru þeir menn varla skrifandi þannig að ég skil ekki það sem þeir eru senda. Þar er samt verið að segja álit sitt og segja mér fyrir verkum. Ætli þeir verði ekki farnir að kalla kerfin fyrir mig fljótlega." Þó svo Teitur sé sár út í Keflvíkinga þá viðurkennir hann að bannið sem slíkt komi sér ekki á óvart. "Það eru gríðarleg vonbrigði að missa manninn í bann. Ég sá þetta alveg í kortunum samt. Ég get viðurkennt það," sagði Teitur en honum finnst ekki vera neitt samræmi í því að dæma Fannar í tveggja leikja bann á meðan Magnús Gunnarsson slapp við leikbann fyrir olnbogaskot sem Stjarnan kærði. "Það var ásetningsbrot hjá Magnúsi og enginn slagur um boltann eða slíkt þar sem menn hanga hver í öðrum. Dómurinn dæmdi ásetning þar en samt sýknudómur. Svo er slagur um boltann og kæra út af því og tveggja leikja bann. Ég fatta þetta ekki alveg. "Í reglunum er talað um tjón og þegar Magnús gefur Marvin olnbogaskot er ásetningur og tjón upp á fleiri hundruð þúsund krónur. Það var ekki einu sinni sprungin vör þar sem Fannar á að hafa brotið af sér. Samt afsökunarbeiðni frá honum opinber og persónuleg. Við tókum líka fyrirliðabandið af honum en það breytti engu fyrir Keflvíkinga."
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fannar Freyr í tveggja leikja bann Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Hann missir því af leiknum gegn Grindavík í kvöld. 13. apríl 2012 15:34 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Fannar Freyr í tveggja leikja bann Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Hann missir því af leiknum gegn Grindavík í kvöld. 13. apríl 2012 15:34
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins