Fórnarlömb Breiviks lýstu hryllingnum í Útey Jóhanna Margrét Gísladóttir. skrifar 14. maí 2012 12:04 Anders Behring Breivik mynd/AFP Tilfinningaþrungin stund var í dómsal í Osló í dag þegar fórnarlömb sem særðust í árás Anders Behring Brevik í Útey lýstu því hvernig þau komust lífs af. Réttarhöldin yfir Breivik hafa staðið yfir í tæpan mánuð. Í dag báru eftirlifandi fórnarlömb voðaverkanna vitni og lýstu því hvernig þeim tókst, mörgum á undraverðan hátt, að komast í burtu frá fjöldamorðingjanum. Ein rúmlega tvítug stúlka átti erfitt með að halda aftur tárunum þegar hún lýst því hvernig hún flúði í gegnum tjaldbúðir ungmennanna, stökk í vatnið og synti eins hratt og hún gat. Hún segist hafa séð Breivik á ströndinni og hugsað með sér að hún vildi frekar drukkna í vatninu en að vera skotin af honum. Henni tókst að synda sex hundruð metra í ísköldu vatninu yfir á meginlandið en það var þá sem hún áttaði sig á því að hún hafði verið skotin í handlegginn. Önnur stúlka óskaði eftir því að Breivík væri fjarlægður úr réttarsalnum á meðan hún bæri vitni, hún gæti ekki horfst í augu við manninn sem reyndi að drepa hana. Hún lýsti því hvernig henni tókst að fjarlægja byssukúlu úr skotsári á læri sínu og lagðist síðan til sunds til að komast í burtu en fékk astmakast og var nær drukknuð í vatninu. Hún sagði fyrir réttinum í dag að þau sem voru á eyjunni hafi sigrað og Breivik tapað þar sem norsk ungmenni kunni að synda. Þriðja vitnið var drengur sem varð fyrir skoti í öxlina sem gerði gat á lunga hans, hann faldi sig undir trjám og þakti með mold til að reyna að fela sig, þar hafi hann beðið þar til lögreglan kom til hjálpar. Búist er við að réttarhöldin yfir Breivik geti staðið í tíu vikur. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Tilfinningaþrungin stund var í dómsal í Osló í dag þegar fórnarlömb sem særðust í árás Anders Behring Brevik í Útey lýstu því hvernig þau komust lífs af. Réttarhöldin yfir Breivik hafa staðið yfir í tæpan mánuð. Í dag báru eftirlifandi fórnarlömb voðaverkanna vitni og lýstu því hvernig þeim tókst, mörgum á undraverðan hátt, að komast í burtu frá fjöldamorðingjanum. Ein rúmlega tvítug stúlka átti erfitt með að halda aftur tárunum þegar hún lýst því hvernig hún flúði í gegnum tjaldbúðir ungmennanna, stökk í vatnið og synti eins hratt og hún gat. Hún segist hafa séð Breivik á ströndinni og hugsað með sér að hún vildi frekar drukkna í vatninu en að vera skotin af honum. Henni tókst að synda sex hundruð metra í ísköldu vatninu yfir á meginlandið en það var þá sem hún áttaði sig á því að hún hafði verið skotin í handlegginn. Önnur stúlka óskaði eftir því að Breivík væri fjarlægður úr réttarsalnum á meðan hún bæri vitni, hún gæti ekki horfst í augu við manninn sem reyndi að drepa hana. Hún lýsti því hvernig henni tókst að fjarlægja byssukúlu úr skotsári á læri sínu og lagðist síðan til sunds til að komast í burtu en fékk astmakast og var nær drukknuð í vatninu. Hún sagði fyrir réttinum í dag að þau sem voru á eyjunni hafi sigrað og Breivik tapað þar sem norsk ungmenni kunni að synda. Þriðja vitnið var drengur sem varð fyrir skoti í öxlina sem gerði gat á lunga hans, hann faldi sig undir trjám og þakti með mold til að reyna að fela sig, þar hafi hann beðið þar til lögreglan kom til hjálpar. Búist er við að réttarhöldin yfir Breivik geti staðið í tíu vikur.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira