Kosningamiðstöð forsetaframboðs Þóru Arnórsdóttur verður opnuð í gömlu Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg á annan í Hvítasunnu, mánudaginn 28. maí.
Á opnunardaginn verður opið hús frá klukkan 16 til 20. Þá mun Þóra flytja ávarp klukkan 17:00 þar sem hún mun fara yfir stefnumál sín og baráttuna framundan.
Þá mun Guðrún Pétursdóttir tala fyrir hönd stuðningsmanna og Valgeir Guðjónsson og Tómas R. Einarsson sjá um tónlistarflutning.

