Ekki einfalt að skila undirskriftum - listarnir stundum ógildir Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 21. maí 2012 18:53 Það er ekki einfalt að skila inn meðmælendalistum vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður segir það hafa komið fyrir að listi frambjóðanda sé ógildur. Það er ekki einfalt að skila inn meðmælendalistum vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður segir það hafa komið fyrir að listi frambjóðanda sé ógildur. Í dag eru 40 dagar til forsetakosninga og áttu frambjóðendur að skila síðustu meðmælendalistunum til yfirkjörstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Frambjóðendurnir sjö sendu flestir umboðsmenn fyrir sig að skila listunum. Á meðan fréttastofa var á staðnum komu fulltrúar Herdísar Þorgeirsdóttur, Ólafs Ragnars, Þóru Arnórsdóttur og Ara Trausta en Andrea J Ólafsdóttir og Ástþór Magnússon voru búin að koma sínum listum til skila. Hannes Bjarnason kom svo síðar í dag. Skila þarf inn bæði frumriti af undirskriftunum og excel skjali á minnislykli og þar sem mörg kjördæmi eru á sama svæðinu og kannski meðmælendur frá mismunandi kjördæmum á sama undirskriftablaði þá getur þetta orðið ansi flókið. „Það er ákveðið hámark og lágmark sem má vera. Hámarkið er 3000 í heildina og 1500 lágmark, þannig að þetta þarf að fara yfir og síðan þarf að sjá hvort það sé meðmælandi sem hefur mælt með fleiri en á einum lista," segir Katrín Theódórsdóttir, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður. Þegar búið er að keyra listana saman við þjóðskrá og ganga úr skugga um að allt sé í lagi gefur yfirkjörstjórnin út vottorð um meðmælendur. Í flestum kjördæmum verða vottorðin gefin út á morgun en í Reykjavík á miðvikudaginn. „Það hefur komið fyrir að frambjóðendur hafa ekki getað boðið fram vegna þess að það er ágalli á þessu," segir Katrín. En hafa frambjóðendur einhvern frest til að laga það? „Þegar framboðsfrestur rennur út 25. maí þá hafa menn smá tíma til að bæta úr ef það eru smávægilegir gallar." Forsetakosningar 2012 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira
Það er ekki einfalt að skila inn meðmælendalistum vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður segir það hafa komið fyrir að listi frambjóðanda sé ógildur. Í dag eru 40 dagar til forsetakosninga og áttu frambjóðendur að skila síðustu meðmælendalistunum til yfirkjörstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Frambjóðendurnir sjö sendu flestir umboðsmenn fyrir sig að skila listunum. Á meðan fréttastofa var á staðnum komu fulltrúar Herdísar Þorgeirsdóttur, Ólafs Ragnars, Þóru Arnórsdóttur og Ara Trausta en Andrea J Ólafsdóttir og Ástþór Magnússon voru búin að koma sínum listum til skila. Hannes Bjarnason kom svo síðar í dag. Skila þarf inn bæði frumriti af undirskriftunum og excel skjali á minnislykli og þar sem mörg kjördæmi eru á sama svæðinu og kannski meðmælendur frá mismunandi kjördæmum á sama undirskriftablaði þá getur þetta orðið ansi flókið. „Það er ákveðið hámark og lágmark sem má vera. Hámarkið er 3000 í heildina og 1500 lágmark, þannig að þetta þarf að fara yfir og síðan þarf að sjá hvort það sé meðmælandi sem hefur mælt með fleiri en á einum lista," segir Katrín Theódórsdóttir, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður. Þegar búið er að keyra listana saman við þjóðskrá og ganga úr skugga um að allt sé í lagi gefur yfirkjörstjórnin út vottorð um meðmælendur. Í flestum kjördæmum verða vottorðin gefin út á morgun en í Reykjavík á miðvikudaginn. „Það hefur komið fyrir að frambjóðendur hafa ekki getað boðið fram vegna þess að það er ágalli á þessu," segir Katrín. En hafa frambjóðendur einhvern frest til að laga það? „Þegar framboðsfrestur rennur út 25. maí þá hafa menn smá tíma til að bæta úr ef það eru smávægilegir gallar."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira