Útdráttur úr ávörpum forsetaefnanna BBI skrifar 30. maí 2012 22:43 Forsetaframbjóðendur komu saman í Iðnó í kvöld og ræddu stöðu forsetans og hlutverk miðað við hið nýja stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs. Hver frambjóðandi var með stutta framsöguræðu í þrjár til fjórar mínútur og svo var opnað fyrir spurningar úr sal. Í framsöguræðu sinni sagði Andrea Ólafsdóttir mikilvægt að forsetinn veitti þinginu aðhald. Hún sagði að þó rómantískt væri að ímynda sér hlutverk forsetans sem ópólitískt væri svo einfaldlega ekki. Forsetinn væri hluti af stjórnskipan landsins. Þegar gjá myndast milli þings og þjóðar gæti forsetinn verið mikilvægt pólitískt afl. Ari Trausti lagði áherslu að forsetinn væri trúnaðarmaður þjóðarinnar og lýðræðislegur eftirlitsmaður stjórnarskrárinnar. Hann væri hvorki málpípa eins flokks né í stríði við þing og þjóð. Forsetinn væri ekki Hrói höttur heldur maður orðsins. Ástþór Magnússon taldi að fyrsta verk forseta ætti að vera að efna til friðarfundar til að ná sátt meðal þingmanna. Hann gagnrýndi fjölmiðla landsins mjög í ávarpi sínu og sagði þá ráðskast með lýðræðið. Hann taldi að forseti ætti að halda námskeið fyrir starfsmenn fjölmiðla í lýðræði og loks lýsti hann því yfir að Þóra Arnórsdóttir væri fjölmiðlagæs sem matreidd væri ofan í þjóðina. Hannes Bjarnason sagði að forsetinn ætti að vera fulltrúi sátta í samfélaginu og gera sitt til að sætta stríðandi hópa í samfélaginu. Hann taldi forsetann ekki eiga að vera pólitískan. Hann hóf ávarp sitt á því að kynna sig og rökstuddi það með því að hann væri minnst þekktur allra frambjóðendanna. Herdís Þorgeirsdóttir hafði áhyggjur af þeim sterku fjármálaöflum sem hafa áhrif á stjórnmálin almennt og taldi mikið áhyggjuefni að þau væru stöðugt að eflast. Vegna þessara afla fannst henni flókið mál að tala um stjórnarskrárfrumvarpið og stjórnskipan landsins. Engu að síður fór hún vel yfir frumvarp Stjórnlagaráðs. Ólafur Ragnar Grímson sagði í ávarpi sínu að megin meinsemd íslenskrar stjórnskipunar, sem leiddi til hrunsins, ekki hafa falist í stjórnarskránni heldur ósiðum stjórnmálamanna og því flokkakerfi sem myndast hefur á Íslandi síðustu ár. Núverandi stjórnarskrá Íslands telur hann hafa staðist þá eldraun sem hrunið var með sóma en engu að síður fannst Ólafi ýmsar athyglisverðar hugmyndir koma fram í nýja frumvarpi Stjórnlagaráðs. Þóra Arnórsdóttir fjallaði ítarlega um þær breytingar sem tillögur stjórnlagaráðs munu hafa á forsetaembættið. Eftir sem áður taldi hún vægi forsetans haldast svipað þó hlutverkið tæki ákveðnum breytingum. Hún sagði að málskotsréttur forsetans væri efnislega óbreyttur í nýju stjórnarskránni en taldi ólíklegt að forsetinn myndi beita honum, enda væri hann hugsaður sem neyðarúrræði. Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Forsetaframbjóðendur komu saman í Iðnó í kvöld og ræddu stöðu forsetans og hlutverk miðað við hið nýja stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs. Hver frambjóðandi var með stutta framsöguræðu í þrjár til fjórar mínútur og svo var opnað fyrir spurningar úr sal. Í framsöguræðu sinni sagði Andrea Ólafsdóttir mikilvægt að forsetinn veitti þinginu aðhald. Hún sagði að þó rómantískt væri að ímynda sér hlutverk forsetans sem ópólitískt væri svo einfaldlega ekki. Forsetinn væri hluti af stjórnskipan landsins. Þegar gjá myndast milli þings og þjóðar gæti forsetinn verið mikilvægt pólitískt afl. Ari Trausti lagði áherslu að forsetinn væri trúnaðarmaður þjóðarinnar og lýðræðislegur eftirlitsmaður stjórnarskrárinnar. Hann væri hvorki málpípa eins flokks né í stríði við þing og þjóð. Forsetinn væri ekki Hrói höttur heldur maður orðsins. Ástþór Magnússon taldi að fyrsta verk forseta ætti að vera að efna til friðarfundar til að ná sátt meðal þingmanna. Hann gagnrýndi fjölmiðla landsins mjög í ávarpi sínu og sagði þá ráðskast með lýðræðið. Hann taldi að forseti ætti að halda námskeið fyrir starfsmenn fjölmiðla í lýðræði og loks lýsti hann því yfir að Þóra Arnórsdóttir væri fjölmiðlagæs sem matreidd væri ofan í þjóðina. Hannes Bjarnason sagði að forsetinn ætti að vera fulltrúi sátta í samfélaginu og gera sitt til að sætta stríðandi hópa í samfélaginu. Hann taldi forsetann ekki eiga að vera pólitískan. Hann hóf ávarp sitt á því að kynna sig og rökstuddi það með því að hann væri minnst þekktur allra frambjóðendanna. Herdís Þorgeirsdóttir hafði áhyggjur af þeim sterku fjármálaöflum sem hafa áhrif á stjórnmálin almennt og taldi mikið áhyggjuefni að þau væru stöðugt að eflast. Vegna þessara afla fannst henni flókið mál að tala um stjórnarskrárfrumvarpið og stjórnskipan landsins. Engu að síður fór hún vel yfir frumvarp Stjórnlagaráðs. Ólafur Ragnar Grímson sagði í ávarpi sínu að megin meinsemd íslenskrar stjórnskipunar, sem leiddi til hrunsins, ekki hafa falist í stjórnarskránni heldur ósiðum stjórnmálamanna og því flokkakerfi sem myndast hefur á Íslandi síðustu ár. Núverandi stjórnarskrá Íslands telur hann hafa staðist þá eldraun sem hrunið var með sóma en engu að síður fannst Ólafi ýmsar athyglisverðar hugmyndir koma fram í nýja frumvarpi Stjórnlagaráðs. Þóra Arnórsdóttir fjallaði ítarlega um þær breytingar sem tillögur stjórnlagaráðs munu hafa á forsetaembættið. Eftir sem áður taldi hún vægi forsetans haldast svipað þó hlutverkið tæki ákveðnum breytingum. Hún sagði að málskotsréttur forsetans væri efnislega óbreyttur í nýju stjórnarskránni en taldi ólíklegt að forsetinn myndi beita honum, enda væri hann hugsaður sem neyðarúrræði.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira