Forsetaefnin fjalla um stór pólitísk málefni 9. júní 2012 13:04 Forsetaefnin lýstu skoðun sinni á því hvort forseti ætti að taka afstöðu til stórra pólitískra mála í Fréttablaðinu í dag. Spurt var: Á forseti að lýsa yfir afstöðu sinni til stórra pólitískra deilumála á borð við umsókn um aðild að Evrópusambandinu?Andrea Ólafsdóttir segir forseta eiga að standa vörðum vilja þjóðar Mál sem hafin eru yfir flokkadrætti og ríkur þverpólitískur meirihlutavilji er fyrir (70 til 100 prósent) eru að mínu mati ekki umdeild en eru þó oft þannig úr garði gerð að miklir hagsmunir liggja hjá minnihlutanum sem stendur gegn breytingum sem meirihlutinn vill að nái fram að ganga. Í slíkum meirihlutamálum sem geta varðað ríka almannahagsmuni, tiltekt í sérhagsmunalöggjöf eða varðandi fullveldi þjóðar á forseti að standa vörð um að lýðræðislegur vilji þjóðarinnar nái fram að ganga. Hann getur tekið þannig afstöðu með þjóðinni án þess að blanda sér í dægurþras flokkspólitíkur.Ari Traustis vill straumlínulaga samræðu Hvaða mál eru á borð við aðildina að Evrópusambandinu og hver eru í öðrum eða þriðja flokki? Aðeins val á máli til að taka afstöðu í, með eða á móti, setur hugmyndum um deilumálaforseta skorður. Eins og fram kemur hér að ofan verður forseti (kjörinn með 35 prósent atkvæða?) að vinna traust og trúnað sem flestra er ekki kusu hann og halda trúnaði hinna. Hann talar ekki eins og Framsóknarmaður í einu máli, Vinstri grænn í öðru og sem maður úr enn einum flokki í því þriðja. Hann er sá sem laðar fram uppbyggilega samræðu, tínir fram rök með og móti, „straumlínu lagar" umræðu, hlustar á lausnir og segir frá þeim eða leggur sínar hugmyndir fram án skilyrða. Þannig getur hann verið öflugur í samfélagsumræðu um Evrópusambandið og aðstoðað við að ná fram upplýstri afstöðu til alls sem að því lýtur; hvort sem aðildarsamningur verður til eða ekki.Hannes Bjarnason segir forseta þurfa að leggja öllspilin á borðið Að mínu mati á forseti að lýsa eigin afstöðu til pólitískra deilumála. Enn og aftur vitandi um það að hann getur ekki, og má ekki beita sér í þessum málum. Að segja sína skoðun á hlutunum er mikilvægt því það snýst um gegnsæi. Þegar forseti hefur látið skoðun sína í ljós veit þjóðin hvar hún hefur forseta sinn. Það aftur leiðir til þess að forseti getur verið opinn, fólk veit hvar það hefur forsetann og getur treyst því að hann sé heiðarlegur og segi hlutina eins og þeir blasa við honum. Ef forseti leitast við að sætta misleita hópa verður að ríkja gegnsæi og viðkomandi aðilar verða að geta treyst því að forsetinn hafi engra dulda hagsmuna að gæta. Það að lýsa skoðun sinni snýst einmitt um það að leggja öll spil á borðið og vera heiðarlegur í sjálfum sér og um sínar skoðanir.Herdís Þorgeirsdóttir vill að forseti reyni að skýra heildarmyndina Sé embætti forseta Íslands skipað einstaklingi sem hefur þekkingu, innsæi, burði og dómgreind og hefur hag þjóðarinnar eingöngu að leiðarljósi er ekki útilokað að hann komi að umræðu um stór pólitísk deilumál. Hvernig getur hann verið málsvari þjóðarinnar ef hann tekur ekki afstöðu? Það verður hins vegar að vera öllum ljóst að hann er engum hagsmunum háður öðrum en þjóðarinnar þegar hann talar. Enda á hann að tala af yfirvegun og þekkingu og í þeim tilgangi að reyna að skýra heildarmyndina.Ólafur Ragnar Grímsson segir eðlilegt að forseti tjái hug sinn Þótt forseti taki ekki þátt í daglegum umræðum eða átökum á vettvangi Alþingis og stjórnmála geta verið sett á dagskrá einstæð stórmál, líkt og breytingar á stjórnskipun lýðveldisins og aðild að Evrópusambandinu og eðlilegt að forseti tjái þjóðinni hug sinn í slíkum málum sem haft geta afgerandi áhrif á framtíð Íslendinga í áratugi og jafnvel aldir.Þóra Arnórsdóttir vill að forsetinn sameini en sundri ekki Nei, ég tel að forsetinn eigi að vera til sameiningar í landinu, ekki til að sundra. Forsetaembættið væri á rangri leið ef það tæki þátt í pólitískum deilumálum á borð við aðild að Evrópusambandinu, virkjun Kárahnjúka eða kjör öryrkja svo örfá umdeild mál séu nefnd. Hvað aðildarumsóknina varðar þá er það alveg skýrt að þjóðin mun hafa lokaorðið í hreinni og beinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Forsetaefnin lýstu skoðun sinni á því hvort forseti ætti að taka afstöðu til stórra pólitískra mála í Fréttablaðinu í dag. Spurt var: Á forseti að lýsa yfir afstöðu sinni til stórra pólitískra deilumála á borð við umsókn um aðild að Evrópusambandinu?Andrea Ólafsdóttir segir forseta eiga að standa vörðum vilja þjóðar Mál sem hafin eru yfir flokkadrætti og ríkur þverpólitískur meirihlutavilji er fyrir (70 til 100 prósent) eru að mínu mati ekki umdeild en eru þó oft þannig úr garði gerð að miklir hagsmunir liggja hjá minnihlutanum sem stendur gegn breytingum sem meirihlutinn vill að nái fram að ganga. Í slíkum meirihlutamálum sem geta varðað ríka almannahagsmuni, tiltekt í sérhagsmunalöggjöf eða varðandi fullveldi þjóðar á forseti að standa vörð um að lýðræðislegur vilji þjóðarinnar nái fram að ganga. Hann getur tekið þannig afstöðu með þjóðinni án þess að blanda sér í dægurþras flokkspólitíkur.Ari Traustis vill straumlínulaga samræðu Hvaða mál eru á borð við aðildina að Evrópusambandinu og hver eru í öðrum eða þriðja flokki? Aðeins val á máli til að taka afstöðu í, með eða á móti, setur hugmyndum um deilumálaforseta skorður. Eins og fram kemur hér að ofan verður forseti (kjörinn með 35 prósent atkvæða?) að vinna traust og trúnað sem flestra er ekki kusu hann og halda trúnaði hinna. Hann talar ekki eins og Framsóknarmaður í einu máli, Vinstri grænn í öðru og sem maður úr enn einum flokki í því þriðja. Hann er sá sem laðar fram uppbyggilega samræðu, tínir fram rök með og móti, „straumlínu lagar" umræðu, hlustar á lausnir og segir frá þeim eða leggur sínar hugmyndir fram án skilyrða. Þannig getur hann verið öflugur í samfélagsumræðu um Evrópusambandið og aðstoðað við að ná fram upplýstri afstöðu til alls sem að því lýtur; hvort sem aðildarsamningur verður til eða ekki.Hannes Bjarnason segir forseta þurfa að leggja öllspilin á borðið Að mínu mati á forseti að lýsa eigin afstöðu til pólitískra deilumála. Enn og aftur vitandi um það að hann getur ekki, og má ekki beita sér í þessum málum. Að segja sína skoðun á hlutunum er mikilvægt því það snýst um gegnsæi. Þegar forseti hefur látið skoðun sína í ljós veit þjóðin hvar hún hefur forseta sinn. Það aftur leiðir til þess að forseti getur verið opinn, fólk veit hvar það hefur forsetann og getur treyst því að hann sé heiðarlegur og segi hlutina eins og þeir blasa við honum. Ef forseti leitast við að sætta misleita hópa verður að ríkja gegnsæi og viðkomandi aðilar verða að geta treyst því að forsetinn hafi engra dulda hagsmuna að gæta. Það að lýsa skoðun sinni snýst einmitt um það að leggja öll spil á borðið og vera heiðarlegur í sjálfum sér og um sínar skoðanir.Herdís Þorgeirsdóttir vill að forseti reyni að skýra heildarmyndina Sé embætti forseta Íslands skipað einstaklingi sem hefur þekkingu, innsæi, burði og dómgreind og hefur hag þjóðarinnar eingöngu að leiðarljósi er ekki útilokað að hann komi að umræðu um stór pólitísk deilumál. Hvernig getur hann verið málsvari þjóðarinnar ef hann tekur ekki afstöðu? Það verður hins vegar að vera öllum ljóst að hann er engum hagsmunum háður öðrum en þjóðarinnar þegar hann talar. Enda á hann að tala af yfirvegun og þekkingu og í þeim tilgangi að reyna að skýra heildarmyndina.Ólafur Ragnar Grímsson segir eðlilegt að forseti tjái hug sinn Þótt forseti taki ekki þátt í daglegum umræðum eða átökum á vettvangi Alþingis og stjórnmála geta verið sett á dagskrá einstæð stórmál, líkt og breytingar á stjórnskipun lýðveldisins og aðild að Evrópusambandinu og eðlilegt að forseti tjái þjóðinni hug sinn í slíkum málum sem haft geta afgerandi áhrif á framtíð Íslendinga í áratugi og jafnvel aldir.Þóra Arnórsdóttir vill að forsetinn sameini en sundri ekki Nei, ég tel að forsetinn eigi að vera til sameiningar í landinu, ekki til að sundra. Forsetaembættið væri á rangri leið ef það tæki þátt í pólitískum deilumálum á borð við aðild að Evrópusambandinu, virkjun Kárahnjúka eða kjör öryrkja svo örfá umdeild mál séu nefnd. Hvað aðildarumsóknina varðar þá er það alveg skýrt að þjóðin mun hafa lokaorðið í hreinni og beinni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira