Forsetaefnin fjalla um málskotsréttinn 9. júní 2012 13:01 Forsetaefnin lýstu skoðunum sínum á málskotsréttinn í 26. gr. stjórnarskrárinnar í Fréttablaðinu í dag. Spurt var: Hver er afstaða þín til beitingar málskotsréttar forseta samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar?Andrea Ólafsdóttir sagði málskotsréttinn vald fólksins Málskotsrétturinn er í raun ekki forsetans, heldur í raun vald fólksins til að synja eða hafna lögum þar sem forsetinn er eingöngu milliliður. Ég tel hann eiga við í stórum málum er varða ríka almannahagsmuni eða fullveldi þjóðar. Ég mun kalla saman þjóðfund til þess að eiga samvinnu um það hvernig þjóðin sjálf sér fyrir sér að nota embættið og valdheimildir sem því tilheyra. Þannig myndi slembivalinn þjóðfundur móta viðmiðunarreglur og gefa mér skilaboð um það með hvaða hætti ég eigi að beita mér. Má þar til dæmis nefna 26. greinina um viðmið um málskotsrétt forsetans og 25. greinina um að forseti geti látið leggja fram frumvarp til laga (ef kæmu upp þannig aðstæður að fólkið vildi nota þennan rétt) - en jafnframt þarf að ræða aðrar greinar stjórnarskrárinnar.Ari Trausti segir málskotsréttinn vera neyðarhemil Þessi réttur er óskoraður og ekki er gert ráð fyrir að forseti víki, hafni þjóðin málskoti; ekki fremur en að ríkisstjórn víki og Alþingi sé rofið ef meirihluti samþykkir málskotið (það er hafni lagafrumvarpi). Því var hótað áður og fyrr en ekki nú lengur og er það gott því ella væri verið að svipta almenning þessu tækifæri enda hefur svona hótun komið í veg fyrir að réttinum sé beitt. Ég tel hann neyðarhemil lýðræðisins og myndi beita honum að vel yfirlögðu ráði og ráðgjöf, allt eftir málefni, meðferð þings á frumvarpi og könnun eða mati á afstöðu meirihluta kjósenda.Hannes Bjarnason mun aðeins beita réttinum ef lýðræði er ógnað Málskotsréttinum á aðeins að beita í ýtrustu neyð og ef forseta finnst lýðræði ógnað. Ef ég, sem forseti lýðveldisins, teldi lýðræði landsins ógnað á einhvern hátt mundi ég beita þessu ákvæði í stjórnarskránni. Að sjálfsögðu að ígrunduðu máli vitandi það að neitun mun alltaf fela í sér þá áhættu að sundra þjóðinni. Málskotsrétturinn er öflugt verkfæri sem varlega skal meðhöndla!Herdís Þorgeirsdóttir segir lýðræðið vera grundvallarregluna Varðandi heimild forseta að vísa málum í þjóðaratkvæði mótast afstaða mín af því að stjórnarskrána beri að skýra út frá lýðræðinu sem er grundvallarregla. Ef um mikilvæg, umdeild mál er að ræða þar sem ákvörðun er jafnvel óafturkræf verður að líta til þess að frumuppspretta ríkisvaldsins er sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar. Í ljósi þess að nú liggja fyrir tillögur um breytingar á stjórnarskrá má geta þess að forseti hefur samkvæmt 26. gr. rétt til að skjóta frambúðargildi stjórnskipunarlaga undir þjóðardóm þótt frumvarpið hafi verið samþykkt í almennum kosningum milli þinga sem hafa málið til meðferðar. Málskotsrétturinn krefst þess að sá forseti Íslands búi yfir góðri dómgreind, þekkingu, innsæi og ábyrgð og hafi burði til að beita þessum rétti ef þörf krefur.Ólafur Ragnar Grímsson segir málskotsréttinn fela í sér lýðræðislegan rétt þjóðarinnar Það er lýðræðislegur réttur þjóðarinnar samkvæmt stjórnarskránni að fá í sínar hendur stórmál ef hún er ósátt við niðurstöður Alþingis. Málskotsrétturinn er trygging þjóðarinnar fyrir slíkum rétti og hún mótar því sjálf þær aðstæður og röksemdir sem mestu skipta.Þóra Arnórsdóttir segir aðeins eiga að nota málskotsréttinn í ýtrustu neyð Völdin sem felast í 26. greininni eru auðvitað umtalsverð. Þetta vald má þó ekki umgangast af neinni léttúð. Í þingræðisríki er það vald sem ekki verður beitt nema í ýtrustu neyð. Ég tel að það myndi verða til bóta ef einhvers konar lög um þjóðaratkvæðagreiðslur yrðu samþykkt og stjórnarskránni breytt til samræmis þar sem þörf krefur. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Sjá meira
Forsetaefnin lýstu skoðunum sínum á málskotsréttinn í 26. gr. stjórnarskrárinnar í Fréttablaðinu í dag. Spurt var: Hver er afstaða þín til beitingar málskotsréttar forseta samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar?Andrea Ólafsdóttir sagði málskotsréttinn vald fólksins Málskotsrétturinn er í raun ekki forsetans, heldur í raun vald fólksins til að synja eða hafna lögum þar sem forsetinn er eingöngu milliliður. Ég tel hann eiga við í stórum málum er varða ríka almannahagsmuni eða fullveldi þjóðar. Ég mun kalla saman þjóðfund til þess að eiga samvinnu um það hvernig þjóðin sjálf sér fyrir sér að nota embættið og valdheimildir sem því tilheyra. Þannig myndi slembivalinn þjóðfundur móta viðmiðunarreglur og gefa mér skilaboð um það með hvaða hætti ég eigi að beita mér. Má þar til dæmis nefna 26. greinina um viðmið um málskotsrétt forsetans og 25. greinina um að forseti geti látið leggja fram frumvarp til laga (ef kæmu upp þannig aðstæður að fólkið vildi nota þennan rétt) - en jafnframt þarf að ræða aðrar greinar stjórnarskrárinnar.Ari Trausti segir málskotsréttinn vera neyðarhemil Þessi réttur er óskoraður og ekki er gert ráð fyrir að forseti víki, hafni þjóðin málskoti; ekki fremur en að ríkisstjórn víki og Alþingi sé rofið ef meirihluti samþykkir málskotið (það er hafni lagafrumvarpi). Því var hótað áður og fyrr en ekki nú lengur og er það gott því ella væri verið að svipta almenning þessu tækifæri enda hefur svona hótun komið í veg fyrir að réttinum sé beitt. Ég tel hann neyðarhemil lýðræðisins og myndi beita honum að vel yfirlögðu ráði og ráðgjöf, allt eftir málefni, meðferð þings á frumvarpi og könnun eða mati á afstöðu meirihluta kjósenda.Hannes Bjarnason mun aðeins beita réttinum ef lýðræði er ógnað Málskotsréttinum á aðeins að beita í ýtrustu neyð og ef forseta finnst lýðræði ógnað. Ef ég, sem forseti lýðveldisins, teldi lýðræði landsins ógnað á einhvern hátt mundi ég beita þessu ákvæði í stjórnarskránni. Að sjálfsögðu að ígrunduðu máli vitandi það að neitun mun alltaf fela í sér þá áhættu að sundra þjóðinni. Málskotsrétturinn er öflugt verkfæri sem varlega skal meðhöndla!Herdís Þorgeirsdóttir segir lýðræðið vera grundvallarregluna Varðandi heimild forseta að vísa málum í þjóðaratkvæði mótast afstaða mín af því að stjórnarskrána beri að skýra út frá lýðræðinu sem er grundvallarregla. Ef um mikilvæg, umdeild mál er að ræða þar sem ákvörðun er jafnvel óafturkræf verður að líta til þess að frumuppspretta ríkisvaldsins er sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar. Í ljósi þess að nú liggja fyrir tillögur um breytingar á stjórnarskrá má geta þess að forseti hefur samkvæmt 26. gr. rétt til að skjóta frambúðargildi stjórnskipunarlaga undir þjóðardóm þótt frumvarpið hafi verið samþykkt í almennum kosningum milli þinga sem hafa málið til meðferðar. Málskotsrétturinn krefst þess að sá forseti Íslands búi yfir góðri dómgreind, þekkingu, innsæi og ábyrgð og hafi burði til að beita þessum rétti ef þörf krefur.Ólafur Ragnar Grímsson segir málskotsréttinn fela í sér lýðræðislegan rétt þjóðarinnar Það er lýðræðislegur réttur þjóðarinnar samkvæmt stjórnarskránni að fá í sínar hendur stórmál ef hún er ósátt við niðurstöður Alþingis. Málskotsrétturinn er trygging þjóðarinnar fyrir slíkum rétti og hún mótar því sjálf þær aðstæður og röksemdir sem mestu skipta.Þóra Arnórsdóttir segir aðeins eiga að nota málskotsréttinn í ýtrustu neyð Völdin sem felast í 26. greininni eru auðvitað umtalsverð. Þetta vald má þó ekki umgangast af neinni léttúð. Í þingræðisríki er það vald sem ekki verður beitt nema í ýtrustu neyð. Ég tel að það myndi verða til bóta ef einhvers konar lög um þjóðaratkvæðagreiðslur yrðu samþykkt og stjórnarskránni breytt til samræmis þar sem þörf krefur.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Sjá meira