Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Trausti Hafliðason skrifar 6. júní 2012 23:25 Frá opnunadeginum við Blöndu. Lax-á Fjórir laxar veiddust á seinni vaktinni í Blöndu í dag og komu þeir allir á milli klukkan átta og tíu í kvöld. Í morgun veiddust 4 laxar og í gær komu 10 á land. Alls hafa því veiðst 18 laxar fyrstu tvo dagana, sem verður að teljast mjög gott. Þorsteinn Hafþórsson, sem er öllum hnútum kunnugur í Blöndu, segir að það hafi verið mjög kalt fyrir norðan í dag, aðeins um fjögurra stiga hiti. Hann segir að veiðimenn hafi séð þó nokkuð af fiski á Spítalanum, sem er veiðistaður rétt fyrir ofan veiðisvæði I. Stefán Páll Ágústsson, hjá Lax-á, sagði Veiðivísi að stærsti laxinn á morgunvaktinni hefði verið 15 pund og veiðimenn hafi misst nokkra laxa. Opnunarhollið lýkur veiði í fyrramálið eins og í Norðurá. Norðurá er því með 24 laxa fyrir síðustu vakt en Blanda 18. [email protected] Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Hrun í smálaxastofninum er ekki einsdæmi á Íslandi Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði
Fjórir laxar veiddust á seinni vaktinni í Blöndu í dag og komu þeir allir á milli klukkan átta og tíu í kvöld. Í morgun veiddust 4 laxar og í gær komu 10 á land. Alls hafa því veiðst 18 laxar fyrstu tvo dagana, sem verður að teljast mjög gott. Þorsteinn Hafþórsson, sem er öllum hnútum kunnugur í Blöndu, segir að það hafi verið mjög kalt fyrir norðan í dag, aðeins um fjögurra stiga hiti. Hann segir að veiðimenn hafi séð þó nokkuð af fiski á Spítalanum, sem er veiðistaður rétt fyrir ofan veiðisvæði I. Stefán Páll Ágústsson, hjá Lax-á, sagði Veiðivísi að stærsti laxinn á morgunvaktinni hefði verið 15 pund og veiðimenn hafi misst nokkra laxa. Opnunarhollið lýkur veiði í fyrramálið eins og í Norðurá. Norðurá er því með 24 laxa fyrir síðustu vakt en Blanda 18. [email protected]
Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Hrun í smálaxastofninum er ekki einsdæmi á Íslandi Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði