Þriggja laxa opnun í Laugardalsá 19. júní 2012 20:58 það eru lausir dagar í Laugardalsá fyrir þá sem vilja veiða í friði vestfirska dala. Mynd/Laxá Þrír laxar veiddust í opnun Laugardalsár í Ísafjarðardjúpi á föstudaginn, en veitt er á tvær stangir fram til mánaðarmóta. Tveir laxar voru um 10 pundin og komu úr Skáfossi og við Neðri-Brú en sá þriðji var öllu minni og kom úr Grímhólshyl, en að auki kom slatti af silungi á land. Opnanir í Laugardalsá gefa jafnan einhverja laxa og var þetta engin undantekning frá þeirri reglu – áin er í góðu vatni og er nokkuð líkleg til stórræða í sumar, er mat leigutakans. Veiði í Laugardalsá er jöfn og góð en veitt er á þrjár stangir mest, en 18 merktir veiðistaðir eru á sex kílómetra veiðanlegum kafla í ánni Veiði síðustu ára: Veiði 2003: 350 laxarVeiði 2004: 557 laxarVeiði 2005: 397 laxarVeiði 2006: 302 laxarVeiði 2008: 415 laxarVeiði 2009: 501 laxarVeiði 2010: 548 laxar [email protected] Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði
Þrír laxar veiddust í opnun Laugardalsár í Ísafjarðardjúpi á föstudaginn, en veitt er á tvær stangir fram til mánaðarmóta. Tveir laxar voru um 10 pundin og komu úr Skáfossi og við Neðri-Brú en sá þriðji var öllu minni og kom úr Grímhólshyl, en að auki kom slatti af silungi á land. Opnanir í Laugardalsá gefa jafnan einhverja laxa og var þetta engin undantekning frá þeirri reglu – áin er í góðu vatni og er nokkuð líkleg til stórræða í sumar, er mat leigutakans. Veiði í Laugardalsá er jöfn og góð en veitt er á þrjár stangir mest, en 18 merktir veiðistaðir eru á sex kílómetra veiðanlegum kafla í ánni Veiði síðustu ára: Veiði 2003: 350 laxarVeiði 2004: 557 laxarVeiði 2005: 397 laxarVeiði 2006: 302 laxarVeiði 2008: 415 laxarVeiði 2009: 501 laxarVeiði 2010: 548 laxar [email protected]
Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði