Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Trausti Hafliðason skrifar 21. júní 2012 06:00 Halla Bergþóra og Sveinbjörg Björnsdætur með lax sem þær veiddu neðan Æðarfossa í Laxá í Aðaldal í gærmorgun. Mynd / Jón Helgi Björnsson Átta laxar veiddust á sólríkum opnunardegi í Laxá í Aðaldal í gær. Fjórir komu á morgunvaktinni og fjórir á kvöldvaktinni. Jón Helgi Björnsson, á Laxamýri, sagði í samtali við Veiðivísi í gærkvöldi að fiskarnir hefðu verið fallegir, vel haldnir, feitir og flestir ef ekki allir lúsugir. Á morgunvaktinni var þó nokkuð líf, því auk þess að landa fjórum löxum settu veiðimenn í nokkra til viðbótar sem sluppu. "Systir mín setti í risafisk," segir Jón Helgi. "Þetta var ríflega 20 punda lax sem tók í Kistuhyl. Hann dró okkur á bátnum eins og þorska um allan hylinn en rétt þegar komið var að löndun slapp hann. Þeir eru mættir greinilega þessir stóru." Róbert Brink, ráðsmaður í veiðiheimilinu Vökuholti, sagði menn mjög sátta eftir daginn. Laxarnir á kvöldvaktinni hefðu allir komið á svæði þrjú en þar fyrir utan hafi svo sem ekki mikið verið að gerast um kvöldið. "Þetta var einkar sólríkur dagur og við myndum alveg þiggja smá dumbung og rigningu. Ekki vegna þess að vatnið á ánni sé eitthvað slæmt, það er alltaf gott, heldur er það bara betra veiðiveður," sagði Róbert. [email protected] Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði
Átta laxar veiddust á sólríkum opnunardegi í Laxá í Aðaldal í gær. Fjórir komu á morgunvaktinni og fjórir á kvöldvaktinni. Jón Helgi Björnsson, á Laxamýri, sagði í samtali við Veiðivísi í gærkvöldi að fiskarnir hefðu verið fallegir, vel haldnir, feitir og flestir ef ekki allir lúsugir. Á morgunvaktinni var þó nokkuð líf, því auk þess að landa fjórum löxum settu veiðimenn í nokkra til viðbótar sem sluppu. "Systir mín setti í risafisk," segir Jón Helgi. "Þetta var ríflega 20 punda lax sem tók í Kistuhyl. Hann dró okkur á bátnum eins og þorska um allan hylinn en rétt þegar komið var að löndun slapp hann. Þeir eru mættir greinilega þessir stóru." Róbert Brink, ráðsmaður í veiðiheimilinu Vökuholti, sagði menn mjög sátta eftir daginn. Laxarnir á kvöldvaktinni hefðu allir komið á svæði þrjú en þar fyrir utan hafi svo sem ekki mikið verið að gerast um kvöldið. "Þetta var einkar sólríkur dagur og við myndum alveg þiggja smá dumbung og rigningu. Ekki vegna þess að vatnið á ánni sé eitthvað slæmt, það er alltaf gott, heldur er það bara betra veiðiveður," sagði Róbert. [email protected]
Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði