Óvenju góður júní í Hítará 1. júlí 2012 16:20 Á vef SVFR segir að óvenju mikið hafi verið að stórlaxi í afla veiðimanna við Hítará undanfarna daga. Mynd / Bjarni Júlíusson Veiðin í júní að aðalsvæðinu í Hítará á Mýrum var óvenju góð. Ríflega 50 laxar hafa komið á land og mun það vera ein allra besta júní-veiði frá því skráningar hófust að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Veitt er á fjórar stangir í Hítará og tveggja daga holl sem lauk veiði í hádeginu í gær landaði 12 löxum. Veiðimennirnir misstu auk þess marga. Þetta er ansi merkilegt því Veiðivísir hefur fregnir af öðrum hópi veiðimanna sem var í ánni í síðustu viku. Veiðin hjá þeim var einkar dræm þrátt fyrir að laxinn hafi legið í margföldum röðum í nokkrum hyljum. Það er því greinilega nóg af fiski í ánni. Á vef SVFR segir að óvenju mikið hafi verið að stórlaxi í afla veiðimanna við Hítará undanfarna daga. Þá er talið víst að töluvert sé komið af laxi í Grjótá og Tálma, því hópur veiðimanna horfði á göngur yfirgefa Langadrátt og renna sér upp hliðarárnar ofan við ármótin. [email protected] Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði 19 laxa dagur í Hrútafjarðará Veiði Gæsaveiði hefst á landinu í dag Veiði
Veiðin í júní að aðalsvæðinu í Hítará á Mýrum var óvenju góð. Ríflega 50 laxar hafa komið á land og mun það vera ein allra besta júní-veiði frá því skráningar hófust að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Veitt er á fjórar stangir í Hítará og tveggja daga holl sem lauk veiði í hádeginu í gær landaði 12 löxum. Veiðimennirnir misstu auk þess marga. Þetta er ansi merkilegt því Veiðivísir hefur fregnir af öðrum hópi veiðimanna sem var í ánni í síðustu viku. Veiðin hjá þeim var einkar dræm þrátt fyrir að laxinn hafi legið í margföldum röðum í nokkrum hyljum. Það er því greinilega nóg af fiski í ánni. Á vef SVFR segir að óvenju mikið hafi verið að stórlaxi í afla veiðimanna við Hítará undanfarna daga. Þá er talið víst að töluvert sé komið af laxi í Grjótá og Tálma, því hópur veiðimanna horfði á göngur yfirgefa Langadrátt og renna sér upp hliðarárnar ofan við ármótin. [email protected]
Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði 19 laxa dagur í Hrútafjarðará Veiði Gæsaveiði hefst á landinu í dag Veiði