Fróði og Sigurður með óvæntan sigur í A-flokki 1. júlí 2012 00:00 Mynd / Eiðfaxi Fróði frá Staðartungu og Sigurður Sigurðarson komu flestum á óvart og höfðu sigur í stórkostlegum lokaúrslitum A-flokks gæðinga á Landsmóti hestamanna í Víðidal. Aðeins örfáar kommur skildu að hina glæsilegu gæðinga. Sýning á tölti var jöfn enda hlutu þrír hestar sömu einkunn. Hæstur var þó Fláki sem fékk 8,92 og voru áhorfendur heyranlega á sama máli og dómarar því þeir fögnuðu einkunn hans vel. Gæðingarnir voru nokkuð jafnir á brokki, Stakkur frá Halldórsstöðum átti góðan sprett og hlaut hæstu einkunn keppenda 8,78 á meðan Fláki hlaut lægstu einkunn 8,50. Fláki og Stakkur brokkuðu samhliða og var greinilega nokkur keppni á milli gæðinganna. Mikil spenna lá í loftinu þegar gæðingarnir þeystu tvo spretti á skeiði og landsmótsgestir fögnuðu ákaft góðum sprettum. Þar var Lotta frá Hellu í nokkru uppáhaldi hjá áhorfendum. Skeiðaði hún taktfast og örugglega og hlaut 9,12 í einkunn fyrir vikið og enduðu þau í fjórða sæti. Sigurður Sigurðarson var í miklu stuði á Fróða frá Staðartungu og hefur ekki látið „tapið" í B-flokki hafa áhrif á keppnisgleði sína. Hlutu þeir glæsilega 8,82 fyrir tölt og fóru mikinn á skeiðinu. Þeir uppskáru 9,16 fyrir glæsispretti, voru hæstir allra keppenda og sigruðu nokkuð óvænt.Keppandi/ tölt/brokk/skeið/vilji/fegurð í reið/lokaeinkunn 1. Fróði frá Staðartungu og Sigurður Sigurðarson: 8,82 - 8,60 - 9,16 - 9,00 - 8,96 = 8,92 2. Fláki frá Blesastöðum 1A og Þórður Þorgeirsson: 8,92 - 8,50 - 8,92 - 8,84 - 9,02 = 8,88 3. Stakkur frá Halldórsstöðum og Sigurbjörn Bárðarson: 8,62 - 8,78 - 9,08 - 8,98 - 8,78 = 8,86 4. Lotta frá Hellu og Hans Þór Hilmarsson: 8,54 - 8,60 - 9,12 - 8,90 - 8,64 = 8,78 5. Grunnur frá Grund II og Sigursteinn Sumarliðason: 8,62 -8,76 - 8,78 - 8,72 - 8,80 = 8,73 6. Hringur frá Fossi og Sigurður Vignir Matthíasson: 8,64 - 8,70 - 8,80 - 8,72 - 8,70 =8,71 7. Hnokki frá Þúfum og Mette Mannseth: 8,56 - 8,64 - 8,54 - 8,56 - 8,58 = 8,57 8. Sálmur frá Halakoti og Atli Guðmundsson: 8,62 - 8,30 - 8,42 - 8,46 -8,46 = 8,47 Hestar Scroll-Landsmot Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira
Fróði frá Staðartungu og Sigurður Sigurðarson komu flestum á óvart og höfðu sigur í stórkostlegum lokaúrslitum A-flokks gæðinga á Landsmóti hestamanna í Víðidal. Aðeins örfáar kommur skildu að hina glæsilegu gæðinga. Sýning á tölti var jöfn enda hlutu þrír hestar sömu einkunn. Hæstur var þó Fláki sem fékk 8,92 og voru áhorfendur heyranlega á sama máli og dómarar því þeir fögnuðu einkunn hans vel. Gæðingarnir voru nokkuð jafnir á brokki, Stakkur frá Halldórsstöðum átti góðan sprett og hlaut hæstu einkunn keppenda 8,78 á meðan Fláki hlaut lægstu einkunn 8,50. Fláki og Stakkur brokkuðu samhliða og var greinilega nokkur keppni á milli gæðinganna. Mikil spenna lá í loftinu þegar gæðingarnir þeystu tvo spretti á skeiði og landsmótsgestir fögnuðu ákaft góðum sprettum. Þar var Lotta frá Hellu í nokkru uppáhaldi hjá áhorfendum. Skeiðaði hún taktfast og örugglega og hlaut 9,12 í einkunn fyrir vikið og enduðu þau í fjórða sæti. Sigurður Sigurðarson var í miklu stuði á Fróða frá Staðartungu og hefur ekki látið „tapið" í B-flokki hafa áhrif á keppnisgleði sína. Hlutu þeir glæsilega 8,82 fyrir tölt og fóru mikinn á skeiðinu. Þeir uppskáru 9,16 fyrir glæsispretti, voru hæstir allra keppenda og sigruðu nokkuð óvænt.Keppandi/ tölt/brokk/skeið/vilji/fegurð í reið/lokaeinkunn 1. Fróði frá Staðartungu og Sigurður Sigurðarson: 8,82 - 8,60 - 9,16 - 9,00 - 8,96 = 8,92 2. Fláki frá Blesastöðum 1A og Þórður Þorgeirsson: 8,92 - 8,50 - 8,92 - 8,84 - 9,02 = 8,88 3. Stakkur frá Halldórsstöðum og Sigurbjörn Bárðarson: 8,62 - 8,78 - 9,08 - 8,98 - 8,78 = 8,86 4. Lotta frá Hellu og Hans Þór Hilmarsson: 8,54 - 8,60 - 9,12 - 8,90 - 8,64 = 8,78 5. Grunnur frá Grund II og Sigursteinn Sumarliðason: 8,62 -8,76 - 8,78 - 8,72 - 8,80 = 8,73 6. Hringur frá Fossi og Sigurður Vignir Matthíasson: 8,64 - 8,70 - 8,80 - 8,72 - 8,70 =8,71 7. Hnokki frá Þúfum og Mette Mannseth: 8,56 - 8,64 - 8,54 - 8,56 - 8,58 = 8,57 8. Sálmur frá Halakoti og Atli Guðmundsson: 8,62 - 8,30 - 8,42 - 8,46 -8,46 = 8,47
Hestar Scroll-Landsmot Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira