Um 43 prósenta minni laxveiði 19. júlí 2012 15:42 Lax þreyttur í Hólmahyl í Hrútafjarðará. Mynd / Svavar Laxveiðin í síðustu viku var 43 prósentum lakari en á sama tímabili í fyrra. Núna var veiðin 1.952 laxar samanborið við 3.415 í fyrra. Vikuveiðin var sem sagt 1.463 löxum lakari en í fyrra. Þetta kemur fram í pistli Þorsteins Þorsteinssonar, frá Skálpastöðum í Lundareykjardal, á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is. Um þennan samdrátt í veiðinni segir Þorsteinn: "Þarna er þó nokkur munur á, og ef ekki bregður fljótlega til batnaðar sýnist stefna í slakara veiðisumar en verið hefur nokkur síðustu árin. Þó er of snemmt að slá nokkru föstu um það. Menn binda vonir við að spáð er vaxandi úrkomu á næstunni," segir Þorsteinn á angling.is. "Þetta sumarið áttu fyrstu heimtur að berast frá hrygningunni miklu haustið 2008, og síðan áfram næstu tvö árin. Við skulum vona að þau seiði, sem ætlað var að myndu skila sér sem smálax í sumar, hafi ákveðið að dvelja lengur í sjó og mæti sem stórlaxar á næsta ári."[email protected] Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði
Laxveiðin í síðustu viku var 43 prósentum lakari en á sama tímabili í fyrra. Núna var veiðin 1.952 laxar samanborið við 3.415 í fyrra. Vikuveiðin var sem sagt 1.463 löxum lakari en í fyrra. Þetta kemur fram í pistli Þorsteins Þorsteinssonar, frá Skálpastöðum í Lundareykjardal, á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is. Um þennan samdrátt í veiðinni segir Þorsteinn: "Þarna er þó nokkur munur á, og ef ekki bregður fljótlega til batnaðar sýnist stefna í slakara veiðisumar en verið hefur nokkur síðustu árin. Þó er of snemmt að slá nokkru föstu um það. Menn binda vonir við að spáð er vaxandi úrkomu á næstunni," segir Þorsteinn á angling.is. "Þetta sumarið áttu fyrstu heimtur að berast frá hrygningunni miklu haustið 2008, og síðan áfram næstu tvö árin. Við skulum vona að þau seiði, sem ætlað var að myndu skila sér sem smálax í sumar, hafi ákveðið að dvelja lengur í sjó og mæti sem stórlaxar á næsta ári."[email protected]
Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði