Jakob Jóhann: Ríó 2016 er lokkandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 28. júlí 2012 08:00 Jakob Jóhann Sveinsson. Mynd/Valli Vísir kynnir til sögunnar íslenska íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Jakob Jóhann Sveinsson þarf þó varla kynningu enda að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum. „Mér finnst reyndar stutt síðan ég keppti í Sydney en það eru víst tólf ár síðan. Tíminn líður bara svona hratt," sagði hann glaðbeittur. „En þetta er alltaf nokkuð svipað. Sundlaugin er nærri því alveg eins og í Sydney og Peking en þetta var aðeins öðruvísi í Aþenu - þar var allt nokkurn veginn hálflklárað." „Þorpið er svo mjög flott og óhætt að segja að Bretarnir séu að standast Kínverjunum snúning - sem kom mér skemmtilega á óvart." Það er búið að vera mikið flakk á íslenska sundfólkinu sem hefur verið við keppni og æfingar víða í Evrópu. „Síðan í maí höfum við farið til Englands, Frakklands, Spánar og Ungverjalands. En þetta er það sem manni finnst skemmtilegast að gera og þetta er því draumalífið." Jakob Jóhann hefur verið okkar sterkasti bringusundskappi um árabil en hans bestu tímar eru flestir frá 2009. Hann útilokar ekki að geta bætt Íslandsmetin sín nú. „Ég held að ég verði í mínu besta formi hér á leikunum - allavega á þessu tímabili. Það er búið að ganga á ýmsu í ár - ég meiddist í febrúar, var rændur á Spáni og missti vin minn rétt fyrir EM í Ungverjalandi," segir hann. „En núna hefur maður náð að slappa aðeins af. Það er búið að ganga á ýmsu en ég hef trú á að þetta sé allt saman að snúast mér í hag. Ég var mjög nálægt því í fyrra að bæta mína bestu tíma en gerði ákveðin mistök í sundinu. Ef ég næ að laga það allt þá er ég í fínum málum." Jakob Jóhann komst fyrst inn í 100 m bringusundið og hefur því einbeitt sér að því. „Ég bjóst aldrei við að komast inn í 200 m bringsundið," sagði hann. „En ég fékk boð í það líka og sá enga ástæðu til að afþakka það. Ég mun keppa í 100 m fyrst og svo verður það bara skemmtun fyrir mig að keppa í 200 metrunum." „Ég hef alltaf náð mínu besta fram á síðasta móti ársins og ég held að þetta verði svipað núna. Hvað framhaldið varðar er allt óákveðið. Fyrst ætla ég að taka frí og sjá svo til." Hann viðurkennir þó að það freisti hans að keppa einnig í Ríó eftir fjögur ár. „Það væri gaman og hafa margir hvatt mig til þess. Ég er með Ólympíuhringina fimm tattúveraða á handlegginn og með ártölin í hverjum hring. Það væri gaman að fylla allra hringina."Jakob Jóhann Sveinsson 30 ára úr Sundfélaginu ÆgiÓL-greinar: 100 m bringusund: 28. júlí 200 m bringusund: 31. júlí Sund Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira
Vísir kynnir til sögunnar íslenska íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Jakob Jóhann Sveinsson þarf þó varla kynningu enda að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum. „Mér finnst reyndar stutt síðan ég keppti í Sydney en það eru víst tólf ár síðan. Tíminn líður bara svona hratt," sagði hann glaðbeittur. „En þetta er alltaf nokkuð svipað. Sundlaugin er nærri því alveg eins og í Sydney og Peking en þetta var aðeins öðruvísi í Aþenu - þar var allt nokkurn veginn hálflklárað." „Þorpið er svo mjög flott og óhætt að segja að Bretarnir séu að standast Kínverjunum snúning - sem kom mér skemmtilega á óvart." Það er búið að vera mikið flakk á íslenska sundfólkinu sem hefur verið við keppni og æfingar víða í Evrópu. „Síðan í maí höfum við farið til Englands, Frakklands, Spánar og Ungverjalands. En þetta er það sem manni finnst skemmtilegast að gera og þetta er því draumalífið." Jakob Jóhann hefur verið okkar sterkasti bringusundskappi um árabil en hans bestu tímar eru flestir frá 2009. Hann útilokar ekki að geta bætt Íslandsmetin sín nú. „Ég held að ég verði í mínu besta formi hér á leikunum - allavega á þessu tímabili. Það er búið að ganga á ýmsu í ár - ég meiddist í febrúar, var rændur á Spáni og missti vin minn rétt fyrir EM í Ungverjalandi," segir hann. „En núna hefur maður náð að slappa aðeins af. Það er búið að ganga á ýmsu en ég hef trú á að þetta sé allt saman að snúast mér í hag. Ég var mjög nálægt því í fyrra að bæta mína bestu tíma en gerði ákveðin mistök í sundinu. Ef ég næ að laga það allt þá er ég í fínum málum." Jakob Jóhann komst fyrst inn í 100 m bringusundið og hefur því einbeitt sér að því. „Ég bjóst aldrei við að komast inn í 200 m bringsundið," sagði hann. „En ég fékk boð í það líka og sá enga ástæðu til að afþakka það. Ég mun keppa í 100 m fyrst og svo verður það bara skemmtun fyrir mig að keppa í 200 metrunum." „Ég hef alltaf náð mínu besta fram á síðasta móti ársins og ég held að þetta verði svipað núna. Hvað framhaldið varðar er allt óákveðið. Fyrst ætla ég að taka frí og sjá svo til." Hann viðurkennir þó að það freisti hans að keppa einnig í Ríó eftir fjögur ár. „Það væri gaman og hafa margir hvatt mig til þess. Ég er með Ólympíuhringina fimm tattúveraða á handlegginn og með ártölin í hverjum hring. Það væri gaman að fylla allra hringina."Jakob Jóhann Sveinsson 30 ára úr Sundfélaginu ÆgiÓL-greinar: 100 m bringusund: 28. júlí 200 m bringusund: 31. júlí
Sund Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira