Elliðaárnar yfir 600 laxa Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. júlí 2012 11:15 Elliðaárnar hafa verið einstaklega gjöfular í sumar þórr örlítið hafa hægt á veiðinni eftir miðjan júlí. Mynd / Vilhelm Veiðin í Elliðaánum fór yfir 600 laxa á morgunvaktinni í gær. Dálítið hefur hægt á veiðinni síðari hluta júlímánaðar eftir frábært gengi fram að því. Sjö laxar veiddust á morgunvaktinni í gær og aðeins tíu laxar daginn þar á undan. Veiðin á sunndaginn var hins vegar 23 laxar og 14 laxar voru skráðir á laugardaginn. Föstudagurinn í síðustu viku gaf 22 laxa. Uppistaðan í veiðinni í Elliðaánum er smálax, allt niður í þrjú pund en algeng stærð er 4 til 5 pund. Samkvæmt skoðun á veiðibókinni dagana 16. til 24. júlí virðist veiðast jöfnum höndum á maðk og flugu. Stangveiði Mest lesið Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði
Veiðin í Elliðaánum fór yfir 600 laxa á morgunvaktinni í gær. Dálítið hefur hægt á veiðinni síðari hluta júlímánaðar eftir frábært gengi fram að því. Sjö laxar veiddust á morgunvaktinni í gær og aðeins tíu laxar daginn þar á undan. Veiðin á sunndaginn var hins vegar 23 laxar og 14 laxar voru skráðir á laugardaginn. Föstudagurinn í síðustu viku gaf 22 laxa. Uppistaðan í veiðinni í Elliðaánum er smálax, allt niður í þrjú pund en algeng stærð er 4 til 5 pund. Samkvæmt skoðun á veiðibókinni dagana 16. til 24. júlí virðist veiðast jöfnum höndum á maðk og flugu.
Stangveiði Mest lesið Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði