Veiddu 9,5 tonn a sjóstöng - einn pínulítill marhnútur 23. júlí 2012 14:30 Smábátar í Ólafsvíkurhöfn. Sjóstangaveiði nýtur töluverða vinsælda og reglulega eru haldin mót víða um land þar sem fólk keppist um að draga sem mestan og fjölbreyttastan afla að landi. Um helgina var haldið Opið sjóstangaveiðimót í Ólafsvík á vegum Sjóstangaveiðifélags Snæfellsnes. Alls tóku 33 keppendur þátt í mótinu. Róið var á tíu bátum og alls veiddust tíu tegundir fiska og vó heildaraflinn 9,5 tonn að því er fram kemur á vef Skessuhorns. Einar Ingi Einarsson var aflahæstur með 711 kíló en Einar ingi veiddi einni flesta fiska eða 289 stykki. Jón Sævar Sigurðsson veiddi flestar tegudnri eða átta. Aflahæsta konan var Svala Júlía Ólafsdóttir með 460 kíló og 179 fiska. "Flestir bátarnir fóru vestur fyrir nes, út af Svörtuloftum og jafnvel lengra. Þar fengust stærstu fiskarnir. Allt að 18-20 kílóa þorskar," segir Guðni Gíslason, ritar Sjóstangveiðifélags Snæfellsness í samtali við Skessuhorn. "Á mótinu veiddist ekki nema einn pínulítill marhnútur og makríllinn var öðru hvoru að gera vart við sig. Sumir fengu mikið af makríl og aðrir ekki neinn, jafnvel á sama báti. Svona mót eru alltaf mikil keppni, því á opnu mótunum safnar maður stigum í Íslandsmeistarakeppninni." Frekar upplýsingar um sjóstangaveiði er hægt að nálgast á vef Landssambands sjóstangaveiðifélaga.[email protected] Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði
Sjóstangaveiði nýtur töluverða vinsælda og reglulega eru haldin mót víða um land þar sem fólk keppist um að draga sem mestan og fjölbreyttastan afla að landi. Um helgina var haldið Opið sjóstangaveiðimót í Ólafsvík á vegum Sjóstangaveiðifélags Snæfellsnes. Alls tóku 33 keppendur þátt í mótinu. Róið var á tíu bátum og alls veiddust tíu tegundir fiska og vó heildaraflinn 9,5 tonn að því er fram kemur á vef Skessuhorns. Einar Ingi Einarsson var aflahæstur með 711 kíló en Einar ingi veiddi einni flesta fiska eða 289 stykki. Jón Sævar Sigurðsson veiddi flestar tegudnri eða átta. Aflahæsta konan var Svala Júlía Ólafsdóttir með 460 kíló og 179 fiska. "Flestir bátarnir fóru vestur fyrir nes, út af Svörtuloftum og jafnvel lengra. Þar fengust stærstu fiskarnir. Allt að 18-20 kílóa þorskar," segir Guðni Gíslason, ritar Sjóstangveiðifélags Snæfellsness í samtali við Skessuhorn. "Á mótinu veiddist ekki nema einn pínulítill marhnútur og makríllinn var öðru hvoru að gera vart við sig. Sumir fengu mikið af makríl og aðrir ekki neinn, jafnvel á sama báti. Svona mót eru alltaf mikil keppni, því á opnu mótunum safnar maður stigum í Íslandsmeistarakeppninni." Frekar upplýsingar um sjóstangaveiði er hægt að nálgast á vef Landssambands sjóstangaveiðifélaga.[email protected]
Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði