Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! 20. júlí 2012 11:12 Hrygnan var merkt í laxastiganum í Lagarfljóti í fyrra en veiddist þann 16. júlí í Réttarhyl í Breiðdalsá. Mynd/Strengir Merkilegur lax veiddist nýlega í Réttarhyl í Breiðdalsá en þar kom á land 76 sentímetra hrygna með útvarpsmerki innvortis. Bráðabirgðaniðurstöður benda til að þessi lax hafi verið merktur í laxastiganum í Lagarfljóti 21. september 2011. Þar með hefur hann farið aftur til sjávar og gengið svo í Breiðdalsá. Það má bæta því við að laxinn lítur út fyrir að vera úr gönguseiðasleppingu og hugsanlega úr sleppingu í Jöklu eða Breiðdalsá en verið að kíkja inn í Lagarfljótið er hann náðist og var merktur. Elstu menn í Breiðdalnum muna ekki eftir ánum svo vatnslitlum í júlí eins og verið hefur undanfarna daga. Einn daginn rigndi reyndar smávegis og þá var sett í 8 - 9 laxa og landað 5 löxum, en annars hefur þetta verið mjög rólegt. All höfðu veiðst 69 laxar í gærkvöldi en meðalþyndin er helst til að gleðja menn en hún er rúm 10 pund, samkvæmt veiðibók Breiðdalsár á vef Strengja. Það hefur verið skelfilega lítið vatn í Hrútafjarðará, en í dag rignir þó á svæðinu og þá kemur eflaust kippur í veiðina loksins þar. En góð bleikjuveiði hefur bjargað miklu í Hrútu og þá úr neðsta veiðistaðnum Dumbafljóti. Úr Jöklusvæðinu reytist alltaf eitthvað af laxi upp flesta daga, þá helst úr Kaldá og upp í Steinboga í Jöklu sjálfri. Kaldá heldur alltaf góðu vatni, en meira að segja Jökla er komin niður í 10-12 rúmmetra á sekúntu sem er ekki mikið fyrir það fljót og rigning væri líka vel þegin þar á bæ. Það horfir vel með helgina því spár eru með mjög ákveðna rigningu í kortunum og verður væntanlega spennandi vika framundan í flestum laxveiðiám landsins. [email protected] Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði
Merkilegur lax veiddist nýlega í Réttarhyl í Breiðdalsá en þar kom á land 76 sentímetra hrygna með útvarpsmerki innvortis. Bráðabirgðaniðurstöður benda til að þessi lax hafi verið merktur í laxastiganum í Lagarfljóti 21. september 2011. Þar með hefur hann farið aftur til sjávar og gengið svo í Breiðdalsá. Það má bæta því við að laxinn lítur út fyrir að vera úr gönguseiðasleppingu og hugsanlega úr sleppingu í Jöklu eða Breiðdalsá en verið að kíkja inn í Lagarfljótið er hann náðist og var merktur. Elstu menn í Breiðdalnum muna ekki eftir ánum svo vatnslitlum í júlí eins og verið hefur undanfarna daga. Einn daginn rigndi reyndar smávegis og þá var sett í 8 - 9 laxa og landað 5 löxum, en annars hefur þetta verið mjög rólegt. All höfðu veiðst 69 laxar í gærkvöldi en meðalþyndin er helst til að gleðja menn en hún er rúm 10 pund, samkvæmt veiðibók Breiðdalsár á vef Strengja. Það hefur verið skelfilega lítið vatn í Hrútafjarðará, en í dag rignir þó á svæðinu og þá kemur eflaust kippur í veiðina loksins þar. En góð bleikjuveiði hefur bjargað miklu í Hrútu og þá úr neðsta veiðistaðnum Dumbafljóti. Úr Jöklusvæðinu reytist alltaf eitthvað af laxi upp flesta daga, þá helst úr Kaldá og upp í Steinboga í Jöklu sjálfri. Kaldá heldur alltaf góðu vatni, en meira að segja Jökla er komin niður í 10-12 rúmmetra á sekúntu sem er ekki mikið fyrir það fljót og rigning væri líka vel þegin þar á bæ. Það horfir vel með helgina því spár eru með mjög ákveðna rigningu í kortunum og verður væntanlega spennandi vika framundan í flestum laxveiðiám landsins. [email protected]
Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði