Byrjaði með aðeins 30 pund í vasanum en er milljarðamæringur í dag 14. ágúst 2012 15:33 Malcolm Walker, stofnandi og eigandi Iceland Foods, segir að einfaldleiki sé lykillinn að velgengni fyrirtækisins. Walker byrjaði aðeins með 30 pund í vasanum og eina búð í bænum Oswestry á Englandi, skammt frá velsku landamærunum. Í dag er hann milljarðamæringur og á sinn eigin bát. Walker, sem er afslappaður alþýðumaður í grunninn, er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu, en í viðtalinu fer hann yfir víðan völl, allt frá frosinni matvöru til vandans á evrusvæðinu. Velgengni og vöxtur Iceland búðanna er ævintýri líkastur, en lífsskoðun Walkers er einföld. Lítil yfirbygging og einfaldleiki. Í lok dags skipti bara eitt máli, hvort meira hafi komið í kassann en hafi farið út. Þess vegna trúi hann ekki á langtíma rekstraráætlanir.Frosin matvæli aðeins þriðjungur af sölu, þvert á það sem allir halda „Þetta er þróun. Það hefur breyst í gegnum tíðina. Það eru 42 ár síðan ég stofnaði fyrirtækið og þetta var allt öðruvísi rekstur þá. En þetta snýst um að vera vakandi og breytast eftir því sem markaðurinn breytist. Við höfum aldrei verið með neina áætlun. Þegar við þurfum að afla fjár fyrir einhverju hjá bönkunum þarf maður að koma með fimm ára áætlun. En hún breytist á hverjum mánudagsmorgni, eftir því hvernig sala síðustu viku var. En staða okkar núna er þannig, og hefur verið það síðustu fimm eða sex ár, að við erum ekki frystimiðstöð við seljum ekki bara frosnar vörur. Allir halda það, en það er bara þriðjungur af sölu okkar," segir Malcolm Walker. „Frosinn matur er það sem við hugsum um, það sem við auglýsum, hann er ástæða þess að við erum til. En tveir þriðju af sölunni hjá okkur er ófrosin vara." Walker fer í viðtalinu yfir aðdraganda þess að hann snéri aftur til Iceland árið 2005 en áður hafði Baugur eignast fjórðungshlut í fyrirtækinu. „Baugur kom inn og keypti 25% og þegar ég sá verðgildið halda áfram að lækka hafði ég samband við Jón Ásgeir. Ég hitti hann á skrifstofu hans í London. Skrýtinn náungi. Sítt hár, leðurjakki. Ekki venjulegur breskur kaupsýslumaður. En okkur kom mjög vel saman," segir Walker. Walker segir að samskiptin við Landsbankinn hafi gengið ágætlega eftir gjaldþrot Baugs, en Landsbankinn átti 67 prósenta hlut í Iceland Foods. Það sem er merkilegt er að hann segist eiginlega aldrei hafa hitt Lárentsínus Kristjánsson hjá skilanefnd Landsbankans. Öll samskipti hafi farið í gegnum Baldvin Valtýsson, „Badda." Viðtalið í heild sinni má finna hér. Klinkið Tengdar fréttir "Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru" "Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru," segir Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods, en hann er í viðtali í nýjasta þættinum af Klinkinu. 13. ágúst 2012 13:57 Malcolm Walker: Greiði fyrir Baugsfeðga Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt. 12. ágúst 2012 19:44 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Malcolm Walker, stofnandi og eigandi Iceland Foods, segir að einfaldleiki sé lykillinn að velgengni fyrirtækisins. Walker byrjaði aðeins með 30 pund í vasanum og eina búð í bænum Oswestry á Englandi, skammt frá velsku landamærunum. Í dag er hann milljarðamæringur og á sinn eigin bát. Walker, sem er afslappaður alþýðumaður í grunninn, er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu, en í viðtalinu fer hann yfir víðan völl, allt frá frosinni matvöru til vandans á evrusvæðinu. Velgengni og vöxtur Iceland búðanna er ævintýri líkastur, en lífsskoðun Walkers er einföld. Lítil yfirbygging og einfaldleiki. Í lok dags skipti bara eitt máli, hvort meira hafi komið í kassann en hafi farið út. Þess vegna trúi hann ekki á langtíma rekstraráætlanir.Frosin matvæli aðeins þriðjungur af sölu, þvert á það sem allir halda „Þetta er þróun. Það hefur breyst í gegnum tíðina. Það eru 42 ár síðan ég stofnaði fyrirtækið og þetta var allt öðruvísi rekstur þá. En þetta snýst um að vera vakandi og breytast eftir því sem markaðurinn breytist. Við höfum aldrei verið með neina áætlun. Þegar við þurfum að afla fjár fyrir einhverju hjá bönkunum þarf maður að koma með fimm ára áætlun. En hún breytist á hverjum mánudagsmorgni, eftir því hvernig sala síðustu viku var. En staða okkar núna er þannig, og hefur verið það síðustu fimm eða sex ár, að við erum ekki frystimiðstöð við seljum ekki bara frosnar vörur. Allir halda það, en það er bara þriðjungur af sölu okkar," segir Malcolm Walker. „Frosinn matur er það sem við hugsum um, það sem við auglýsum, hann er ástæða þess að við erum til. En tveir þriðju af sölunni hjá okkur er ófrosin vara." Walker fer í viðtalinu yfir aðdraganda þess að hann snéri aftur til Iceland árið 2005 en áður hafði Baugur eignast fjórðungshlut í fyrirtækinu. „Baugur kom inn og keypti 25% og þegar ég sá verðgildið halda áfram að lækka hafði ég samband við Jón Ásgeir. Ég hitti hann á skrifstofu hans í London. Skrýtinn náungi. Sítt hár, leðurjakki. Ekki venjulegur breskur kaupsýslumaður. En okkur kom mjög vel saman," segir Walker. Walker segir að samskiptin við Landsbankinn hafi gengið ágætlega eftir gjaldþrot Baugs, en Landsbankinn átti 67 prósenta hlut í Iceland Foods. Það sem er merkilegt er að hann segist eiginlega aldrei hafa hitt Lárentsínus Kristjánsson hjá skilanefnd Landsbankans. Öll samskipti hafi farið í gegnum Baldvin Valtýsson, „Badda." Viðtalið í heild sinni má finna hér.
Klinkið Tengdar fréttir "Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru" "Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru," segir Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods, en hann er í viðtali í nýjasta þættinum af Klinkinu. 13. ágúst 2012 13:57 Malcolm Walker: Greiði fyrir Baugsfeðga Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt. 12. ágúst 2012 19:44 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
"Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru" "Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru," segir Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods, en hann er í viðtali í nýjasta þættinum af Klinkinu. 13. ágúst 2012 13:57
Malcolm Walker: Greiði fyrir Baugsfeðga Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt. 12. ágúst 2012 19:44