Laxá í Laxárdal: Stórurriðamok á þurrflugu! 12. ágúst 2012 20:55 Bæði ofan og neðan stíflu er Laxá, hvort sem er í Laxárdal, Mývatnssveit eða Aðaldal, stórfengleg veiðivatn. Mynd/Svavar Þrátt fyrir að veðráttan norðan heiða að undanförnu sé laxveiðimönnum ekki að skapi, þá blóta menn ekki blíðunni á urriðasvæðunum ofan virkjunar. Á heimasíðu SVFR segir frá því að hver stórurriðinn á fætur öðrum hefur glatt veiðimenn í Laxá í Laxárdal undanfarna daga – og flestir taka þurrflugur! Mikill fjöldi urriða á bilinu 5-7 pund hafa látið glepjast af þurrflugum veiðimanna og segir að óvenju mikið sé um stórfisk þetta sumarið. Engu að síður er veiðinni nokkuð misskipt, því þeir sem beita þurrflugu eru í stöðugum stórfiskum á meðan veiðimenn sem kjósa straumflugur og púpur eru í harki. Því ræður ekki síst að slýrek hefur aukist mikið í hitunum og því erfitt að beita öðru en þurrflugu. „Málið vandast hins vegar þegar að stórfiskar taka fluguna því þeir leita mikið í slýið og slíta sig lausa. Hins vegar er urmull af stórurriðum að koma á land og meðaþyngd í Laxárdal svipuð og í smálaxaám á Vesturlandi," segir í fréttinni.Hér má kynna sér laus veiðileyfi og veiðitilhögun í urriðaparadísinni fyrir norðan á vef SVFR. [email protected] Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði
Þrátt fyrir að veðráttan norðan heiða að undanförnu sé laxveiðimönnum ekki að skapi, þá blóta menn ekki blíðunni á urriðasvæðunum ofan virkjunar. Á heimasíðu SVFR segir frá því að hver stórurriðinn á fætur öðrum hefur glatt veiðimenn í Laxá í Laxárdal undanfarna daga – og flestir taka þurrflugur! Mikill fjöldi urriða á bilinu 5-7 pund hafa látið glepjast af þurrflugum veiðimanna og segir að óvenju mikið sé um stórfisk þetta sumarið. Engu að síður er veiðinni nokkuð misskipt, því þeir sem beita þurrflugu eru í stöðugum stórfiskum á meðan veiðimenn sem kjósa straumflugur og púpur eru í harki. Því ræður ekki síst að slýrek hefur aukist mikið í hitunum og því erfitt að beita öðru en þurrflugu. „Málið vandast hins vegar þegar að stórfiskar taka fluguna því þeir leita mikið í slýið og slíta sig lausa. Hins vegar er urmull af stórurriðum að koma á land og meðaþyngd í Laxárdal svipuð og í smálaxaám á Vesturlandi," segir í fréttinni.Hér má kynna sér laus veiðileyfi og veiðitilhögun í urriðaparadísinni fyrir norðan á vef SVFR. [email protected]
Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði