Fylla bæinn af beikonilmi 24. ágúst 2012 16:00 Marshall Porter úr Beikonfélaginu í Iowa og Bogi Guðmundsson, formaður Beikonfélagsins, undirrituðu samstarfssamning í Höfða í gær. Á bak við má sjá lukkudýrið Óðin sem er hið íslenska lukkudýr hátíðarinnar, en hann er faðir Blue, sem er lukkudýr hátíðarinnar í Iowa. Stjórn Beikonfélagsins í Iowa er stödd hérlendis til að taka þátt í hátíðinni Reykjavík Bacon Festival sem verður haldin á Skólavörðustígnum á morgun. "Ég titra, þetta er mjög tilfinningarík stund en við viljum bara sameina heiminn í ást, gleði og beikoni," sagði Marshall Porter við undirritun samstarfssamnings Beikonfélagsins íslenska og þess frá Iowa í Höfða í gær. Marshall þessi er tengiliður félagsins í Iowa við Ísland. Þetta er í annað skipti sem Reykjavík Bacon Festival er haldin en hún er töluvert stærri í sniðum í ár en fyrra. Brooks Reynolds er formaður og stofnandi Beikonfélagsins í Iowa og segir hann samstarfið við íslenska félagið hafa gengið mjög vel. "Við erum yfir okkur ánægðir með að vera komnir til Íslands en við erum með hátíðina á þremur mismunandi stöðum í Bandaríkjunum. Stærst er hún heima í Iowa og er hún álitin mekka beikonhátíða," segir Brooks en beikonhátíðin í Iowa verður haldin í sjötta skiptið þann 9. febrúar og verður þá tileinkuð Íslandi. "Við vitum að Íslendingar elska beikon og vonumst til að fá íslensk fyrirtæki til að kynna mat, drykk og menningu á hátíðinni," segir Brooks en reiknað er með að um átta þúsund manns mæti á hana. Þeir félagar gera þó meira en að borða beikon og halda hátíðir og vinnur Brooks til að mynda sem framkvæmdastjóri hjá tryggingafélagi. "Ég er í jakkafötum alla daga," segir hann og hlær. Þar að auki lætur félagið gott af sér leiða og hefur gefið yfir 30.000 dollara í góðgerðarfélög á undanförnum fimm árum, eða frá því að það var stofnað. Sjö félagar stjórnarinnar komu til landsins í gærmorgun og komu þeir ekki tómhentir. "Við fluttum inn fimmtíu kíló af fyrsta flokks beikoni frá Iowa en það eru um það bil 1.700 sneiðar," segir Brooks en til þess þurftu þeir sérstakt leyfi frá landbúnaðarráðuneytinu og fleiri stöðum. Beikonhátíðin verður haldin á Skólavörðustígnum á milli klukkan 14 og 17 á morgun og heldur svo áfram á Kexi Hosteli um kvöldið. "Við steikjum fjórar mismunandi gerðir af beikoni úti á götu og nokkrir veitingastaðir bjóða upp á smakk af beikonréttum, Klaufarnir sjá um tónlist, alls kyns beikonlist verður til sýnis og margt fleira. Um kvöldið höldum við svo áfram að steikja beikon á Kexinu og ætlum bara að hafa gaman," segir Benedikt Ingi Tómasson, sem er einn meðlima íslensku stjórnarinnar. "Við vonumst til að beikonilmurinn fylli miðbæinn." [email protected] Matur Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið
Stjórn Beikonfélagsins í Iowa er stödd hérlendis til að taka þátt í hátíðinni Reykjavík Bacon Festival sem verður haldin á Skólavörðustígnum á morgun. "Ég titra, þetta er mjög tilfinningarík stund en við viljum bara sameina heiminn í ást, gleði og beikoni," sagði Marshall Porter við undirritun samstarfssamnings Beikonfélagsins íslenska og þess frá Iowa í Höfða í gær. Marshall þessi er tengiliður félagsins í Iowa við Ísland. Þetta er í annað skipti sem Reykjavík Bacon Festival er haldin en hún er töluvert stærri í sniðum í ár en fyrra. Brooks Reynolds er formaður og stofnandi Beikonfélagsins í Iowa og segir hann samstarfið við íslenska félagið hafa gengið mjög vel. "Við erum yfir okkur ánægðir með að vera komnir til Íslands en við erum með hátíðina á þremur mismunandi stöðum í Bandaríkjunum. Stærst er hún heima í Iowa og er hún álitin mekka beikonhátíða," segir Brooks en beikonhátíðin í Iowa verður haldin í sjötta skiptið þann 9. febrúar og verður þá tileinkuð Íslandi. "Við vitum að Íslendingar elska beikon og vonumst til að fá íslensk fyrirtæki til að kynna mat, drykk og menningu á hátíðinni," segir Brooks en reiknað er með að um átta þúsund manns mæti á hana. Þeir félagar gera þó meira en að borða beikon og halda hátíðir og vinnur Brooks til að mynda sem framkvæmdastjóri hjá tryggingafélagi. "Ég er í jakkafötum alla daga," segir hann og hlær. Þar að auki lætur félagið gott af sér leiða og hefur gefið yfir 30.000 dollara í góðgerðarfélög á undanförnum fimm árum, eða frá því að það var stofnað. Sjö félagar stjórnarinnar komu til landsins í gærmorgun og komu þeir ekki tómhentir. "Við fluttum inn fimmtíu kíló af fyrsta flokks beikoni frá Iowa en það eru um það bil 1.700 sneiðar," segir Brooks en til þess þurftu þeir sérstakt leyfi frá landbúnaðarráðuneytinu og fleiri stöðum. Beikonhátíðin verður haldin á Skólavörðustígnum á milli klukkan 14 og 17 á morgun og heldur svo áfram á Kexi Hosteli um kvöldið. "Við steikjum fjórar mismunandi gerðir af beikoni úti á götu og nokkrir veitingastaðir bjóða upp á smakk af beikonréttum, Klaufarnir sjá um tónlist, alls kyns beikonlist verður til sýnis og margt fleira. Um kvöldið höldum við svo áfram að steikja beikon á Kexinu og ætlum bara að hafa gaman," segir Benedikt Ingi Tómasson, sem er einn meðlima íslensku stjórnarinnar. "Við vonumst til að beikonilmurinn fylli miðbæinn." [email protected]
Matur Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið