Umhverfisvænir bílar í öllum stærðarflokkum hjá Opel 19. september 2012 16:20 Opel býr yfir traustum, fallegum og dugandi bílum sem ár eftir ár tróna í efstu sætum yfir söluhæstu bíla Evrópu. Það segir sitt um endingu og gæði Opel og því fagnaðarefni að fá aftur nýja bíla frá Opel í BL," segir Hörður Þ. Harðarson, sölustjóri Opel hjá BL. Í tilefni innreiðar Opel á Íslandsmarkað hefur BL opnað glæsilegan Opel-sýningarsal í Ármúla 17. Þar má sjá nýjustu línur Opel Corsa, Opel Astra, Opel Zafira og Opel Insigna sem kosinn var bíll ársins 2009 í Evrópu og hefur ekki sést áður á Íslandi. "Síðast en ekki síst má nefna rafbílinn Opel Ampera sem hefur bensínvél sem drægnisauka sem aka má allt að 560 kílómetra á fullri hleðslu og fullum tanki sem síðan er fyllt á aftur og áfram haldið án þess að þurfa að stinga í samband. Annars fer bíllinn allt að 80 kílómetra. á hleðslunni einni saman en hver hleðsla kostar ekki nema rúmar 100 krónur. Þannig að ef bíllinn er einungis notaður á rafhlöðunni kostar það ekki nema 36.500 krónur á ári." Hörður segir BL bjóða upp á breiða vörulínu frá Opel en bílarnir eiga það sameiginlegt að vera sparneytnir og glæsilega hannaðir. "Við bjóðum upp á sparneytna bíla í öllum stærðarflokkum, allt frá smábílum til sjö manna bíla. Það telst vissulega til tíðinda hérlendis að umboðin bjóði upp á jafn fjölbreytt úrval þegar kemur að sparneytnum "grænum" bílum." Hörður nefnir sem dæmi Opel Corsa sem er bæði seldur sem bensín- og dísilbíll. "Dísilbíllinn er umhverfisvænni og með aðeins 95 grömm í útblæstri. Bensínbílinn er einnig svokallaður klukkubíll með eyðslu upp á 5,1 lítra. Þetta eru því umhverfisvænir bílar." Opel Astra er annað dæmi um umhverfisvænan bíl segir Hörður. "Astra er í boði sem 5-dyra hlaðbakur og 5-dyra wagon. Dísilbílinn er 130 hestöfl en engu að síður með 95 grömm í útblæstri sem er ansi lítið fyrir svo stóran bíl auk þess sem hann hefur eyðslu upp á 3,7 lítra." Opel Insigna var kosinn bíll ársins í Evrópu árið 2009. Bíllinn hefur ekki áður verið í sölu hérlendis segir Hörður. "Insigna hefur meðal annars tveggja lítra vél og er 130 hestöfl. Hann hefur einungis 114 grömm í útblástur og eyðir bara 4,4 lítrum á hundraði og fær frítt í stæði í höfuðborginni." Bíllinn er einnig í boði með stærri 160 hestafla vél og sjálfskiptur. Insignia er í boði 4-dyra og 5-dyra og einnig í wagon-útgáfu. Opel leggur einnig mikið upp úr hagkvæmum en öflugum dísilvélum. Þannig eru flestir grænir bílar í dag með 1,5-1,7 lítra vél en Opel-bílarnir eru með 2,0 lítra vél. "Þetta er alvöru afl en samt um leið grænar vélar." Einn af nýju bílunum í Opel-flotanum er Opel Zafira Tourer. Um er að ræða sjö manna bíl sem er mun rúmbetri en forverinn auk þess að hafa nýtt útlit. "Bíllinn er komin í sölu hjá okkur. Hann er beinskiptur og um leið grænn bíll með tveggja lítra mótor, 130 hestöfl og 4,5 lítra í eyðslu sem er ansi gott fyrir sjö manna bíl." Zafiran er líka í boði sjálfskiptur og í Cosmo-útgáfu sem er með panorama-framrúðu og glerþaki ásamt að vera með flottara sætafyrirkomulagi. Bíllinn verður til sýnis um helgina. Að sögn Harðar eru neytendur almennt að verða umhverfisvænni þegar kemur að ákvörðunum um bílakaup. "Fólk spáir miklu meira í þessum þætti en áður. Fjármögnunarfyrirtækin verðlauna líka lántakendur sem kaupa græna bíla enda engin lántökugjöld á slíkum bílum. Þetta er umtalsverður sparnaður eða um 70.000-100.000 krónur." Opel-bílar hafa ekki verið seldir hérlendis síðan árið 2008. Hörður segir marga fagna endurkomu bílanna enda nutu þeir mikilla vinsælda áður fyrr. Opel-bílar eru þýskir í gegn enda hannaðir og smíðaðir í Þýskalandi. Frágangur og efnisval Opel er einfaldlega í lúxusflokki og hægt að fullyrða að gæði Opel eru eins og þau gerast best að sögn Harðar. "Hönnun bílanna er frábær og mikið er lagt upp úr öryggisþættinum og allir bílarnir með fimm stjörnur í árekstrarprófunum. Einangrunin er líka mjög góð. Þetta er góð, þýsk gæðavara út í gegn. Margar spennandi nýjungar eru á leiðinni þannig að viðskiptavinir okkar eiga von á góðu í vetur." Nýr sýningarsalur var opnaður í Ármúla 17 fyrr á þessu ári. Þar má skoða fjölbreytt úrval Opel-bíla en aðra þjónustu, viðgerðir og varahluti sækja bíleigendur til höfuðstöðva BL við Sævarshöfða. Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Opel býr yfir traustum, fallegum og dugandi bílum sem ár eftir ár tróna í efstu sætum yfir söluhæstu bíla Evrópu. Það segir sitt um endingu og gæði Opel og því fagnaðarefni að fá aftur nýja bíla frá Opel í BL," segir Hörður Þ. Harðarson, sölustjóri Opel hjá BL. Í tilefni innreiðar Opel á Íslandsmarkað hefur BL opnað glæsilegan Opel-sýningarsal í Ármúla 17. Þar má sjá nýjustu línur Opel Corsa, Opel Astra, Opel Zafira og Opel Insigna sem kosinn var bíll ársins 2009 í Evrópu og hefur ekki sést áður á Íslandi. "Síðast en ekki síst má nefna rafbílinn Opel Ampera sem hefur bensínvél sem drægnisauka sem aka má allt að 560 kílómetra á fullri hleðslu og fullum tanki sem síðan er fyllt á aftur og áfram haldið án þess að þurfa að stinga í samband. Annars fer bíllinn allt að 80 kílómetra. á hleðslunni einni saman en hver hleðsla kostar ekki nema rúmar 100 krónur. Þannig að ef bíllinn er einungis notaður á rafhlöðunni kostar það ekki nema 36.500 krónur á ári." Hörður segir BL bjóða upp á breiða vörulínu frá Opel en bílarnir eiga það sameiginlegt að vera sparneytnir og glæsilega hannaðir. "Við bjóðum upp á sparneytna bíla í öllum stærðarflokkum, allt frá smábílum til sjö manna bíla. Það telst vissulega til tíðinda hérlendis að umboðin bjóði upp á jafn fjölbreytt úrval þegar kemur að sparneytnum "grænum" bílum." Hörður nefnir sem dæmi Opel Corsa sem er bæði seldur sem bensín- og dísilbíll. "Dísilbíllinn er umhverfisvænni og með aðeins 95 grömm í útblæstri. Bensínbílinn er einnig svokallaður klukkubíll með eyðslu upp á 5,1 lítra. Þetta eru því umhverfisvænir bílar." Opel Astra er annað dæmi um umhverfisvænan bíl segir Hörður. "Astra er í boði sem 5-dyra hlaðbakur og 5-dyra wagon. Dísilbílinn er 130 hestöfl en engu að síður með 95 grömm í útblæstri sem er ansi lítið fyrir svo stóran bíl auk þess sem hann hefur eyðslu upp á 3,7 lítra." Opel Insigna var kosinn bíll ársins í Evrópu árið 2009. Bíllinn hefur ekki áður verið í sölu hérlendis segir Hörður. "Insigna hefur meðal annars tveggja lítra vél og er 130 hestöfl. Hann hefur einungis 114 grömm í útblástur og eyðir bara 4,4 lítrum á hundraði og fær frítt í stæði í höfuðborginni." Bíllinn er einnig í boði með stærri 160 hestafla vél og sjálfskiptur. Insignia er í boði 4-dyra og 5-dyra og einnig í wagon-útgáfu. Opel leggur einnig mikið upp úr hagkvæmum en öflugum dísilvélum. Þannig eru flestir grænir bílar í dag með 1,5-1,7 lítra vél en Opel-bílarnir eru með 2,0 lítra vél. "Þetta er alvöru afl en samt um leið grænar vélar." Einn af nýju bílunum í Opel-flotanum er Opel Zafira Tourer. Um er að ræða sjö manna bíl sem er mun rúmbetri en forverinn auk þess að hafa nýtt útlit. "Bíllinn er komin í sölu hjá okkur. Hann er beinskiptur og um leið grænn bíll með tveggja lítra mótor, 130 hestöfl og 4,5 lítra í eyðslu sem er ansi gott fyrir sjö manna bíl." Zafiran er líka í boði sjálfskiptur og í Cosmo-útgáfu sem er með panorama-framrúðu og glerþaki ásamt að vera með flottara sætafyrirkomulagi. Bíllinn verður til sýnis um helgina. Að sögn Harðar eru neytendur almennt að verða umhverfisvænni þegar kemur að ákvörðunum um bílakaup. "Fólk spáir miklu meira í þessum þætti en áður. Fjármögnunarfyrirtækin verðlauna líka lántakendur sem kaupa græna bíla enda engin lántökugjöld á slíkum bílum. Þetta er umtalsverður sparnaður eða um 70.000-100.000 krónur." Opel-bílar hafa ekki verið seldir hérlendis síðan árið 2008. Hörður segir marga fagna endurkomu bílanna enda nutu þeir mikilla vinsælda áður fyrr. Opel-bílar eru þýskir í gegn enda hannaðir og smíðaðir í Þýskalandi. Frágangur og efnisval Opel er einfaldlega í lúxusflokki og hægt að fullyrða að gæði Opel eru eins og þau gerast best að sögn Harðar. "Hönnun bílanna er frábær og mikið er lagt upp úr öryggisþættinum og allir bílarnir með fimm stjörnur í árekstrarprófunum. Einangrunin er líka mjög góð. Þetta er góð, þýsk gæðavara út í gegn. Margar spennandi nýjungar eru á leiðinni þannig að viðskiptavinir okkar eiga von á góðu í vetur." Nýr sýningarsalur var opnaður í Ármúla 17 fyrr á þessu ári. Þar má skoða fjölbreytt úrval Opel-bíla en aðra þjónustu, viðgerðir og varahluti sækja bíleigendur til höfuðstöðva BL við Sævarshöfða.
Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira