Upp á líf og dauða í beinni útsendingu Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 1. október 2012 13:10 Hermiskaði er lokakaflinn í þríleik Suzanne Collins um Katniss Everdeen og Hungurleikana. Bókaflokkurinn gerist í dystópískri framtíð þar sem Bandaríkin hafa fallið og á rústum þess er ríkið Panem risið. Panem skiptist í þrettán umdæmi. Íbúar höfuðborgarinnar Kapítól lifa í vellystingum en umdæmin í kringum hana þræla í þágu borgarinnar. Aðeins þrettánda umdæmið hefur veitt andspyrnu gegn yfirráðum Kapítól og í þessum lokakafla þríleiksins breiðist uppreisnin til allra umdæmanna. Bækurnar eru sagðar frá sjónarhorni hinnar ungu Katniss Everdeen sem valin er sem fulltrúi umdæmis 12 í Hungurleikunum. Hermiskaði er þýdd af Magneu J. Matthíasdóttur og tekst henni ágætlega að snara dystópískum heimi Suzanne Collins yfir á íslensku. En bókin sjálf er lakasti kaflinn í þríleiknum. Fyrstu tvær bækurnar eru vel uppbyggðar. Sögusviðið er afmarkað við leikvang Hungurleikanna þar sem Katniss þarf að berjast við fulltrúa annarra umdæma, að læra að drepa án þess að tapa sálu sinni. En sögusvið þessarar síðustu bókar er mun víðara. Katniss hefur leitað skjóls hjá þrettánda umdæminu og undir stjórn þess ræðst hún gegn Kapítól. Collins tekst ekki að ná böndum utan um þetta víðara sögusvið og lesendur tapa oft þræðinum í framvindu sögunnar. Söguhetjan Katniss er nefnilega eilítið pirrandi sögumaður þó hún sé með skemmtilegri söguhetjum sem komið hafa fram í fantasíubókum síðustu árin. Hún er bæði hugrökk og þver, fljót til reiði og sterk. Hún hefur þann siðferðislegan kjarna sem samfélagið í kringum hana hefur ekki til að bera, en hún er tilfinningalega óþroskuð. Hún hefur ekki því náð þeim þroska að skilja og útskýra heiminn í kringum sig og lesendur fylgjast því með raunum íbúa Panem í ákveðinni tilfinningalegri fjarlægð. Þegar Collins tekst best upp endurspeglar fyrstu persónu frásagnarformið veröld Hungurleikanna. Katniss er sködduð, líf hennar í þrældómi Kapítól hefur brotið sál hennar og frásögn hennar er spegill á skelfinguna og viðurstyggðina í Panem. En í þessari síðustu bók þríleiksins heftir þetta frásagnarform flæði sögunnar. Katniss tengist ekki söguhetjunum í kringum sig tilfinningalegum böndum og lesendur því ekki heldur. Afdrif Panem eru óljós í lok bókar, þegar á reynir verða skilin milli góðs og ills ekki alltaf skýr enda eru uppreisnarmennirnir afsprengi Hungurleikanna. Gallinn er sá að fyrir vikið verður Hermiskaði heldur endaslepp endalok á Hungurleikaþríleiknum. Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Hermiskaði er lokakaflinn í þríleik Suzanne Collins um Katniss Everdeen og Hungurleikana. Bókaflokkurinn gerist í dystópískri framtíð þar sem Bandaríkin hafa fallið og á rústum þess er ríkið Panem risið. Panem skiptist í þrettán umdæmi. Íbúar höfuðborgarinnar Kapítól lifa í vellystingum en umdæmin í kringum hana þræla í þágu borgarinnar. Aðeins þrettánda umdæmið hefur veitt andspyrnu gegn yfirráðum Kapítól og í þessum lokakafla þríleiksins breiðist uppreisnin til allra umdæmanna. Bækurnar eru sagðar frá sjónarhorni hinnar ungu Katniss Everdeen sem valin er sem fulltrúi umdæmis 12 í Hungurleikunum. Hermiskaði er þýdd af Magneu J. Matthíasdóttur og tekst henni ágætlega að snara dystópískum heimi Suzanne Collins yfir á íslensku. En bókin sjálf er lakasti kaflinn í þríleiknum. Fyrstu tvær bækurnar eru vel uppbyggðar. Sögusviðið er afmarkað við leikvang Hungurleikanna þar sem Katniss þarf að berjast við fulltrúa annarra umdæma, að læra að drepa án þess að tapa sálu sinni. En sögusvið þessarar síðustu bókar er mun víðara. Katniss hefur leitað skjóls hjá þrettánda umdæminu og undir stjórn þess ræðst hún gegn Kapítól. Collins tekst ekki að ná böndum utan um þetta víðara sögusvið og lesendur tapa oft þræðinum í framvindu sögunnar. Söguhetjan Katniss er nefnilega eilítið pirrandi sögumaður þó hún sé með skemmtilegri söguhetjum sem komið hafa fram í fantasíubókum síðustu árin. Hún er bæði hugrökk og þver, fljót til reiði og sterk. Hún hefur þann siðferðislegan kjarna sem samfélagið í kringum hana hefur ekki til að bera, en hún er tilfinningalega óþroskuð. Hún hefur ekki því náð þeim þroska að skilja og útskýra heiminn í kringum sig og lesendur fylgjast því með raunum íbúa Panem í ákveðinni tilfinningalegri fjarlægð. Þegar Collins tekst best upp endurspeglar fyrstu persónu frásagnarformið veröld Hungurleikanna. Katniss er sködduð, líf hennar í þrældómi Kapítól hefur brotið sál hennar og frásögn hennar er spegill á skelfinguna og viðurstyggðina í Panem. En í þessari síðustu bók þríleiksins heftir þetta frásagnarform flæði sögunnar. Katniss tengist ekki söguhetjunum í kringum sig tilfinningalegum böndum og lesendur því ekki heldur. Afdrif Panem eru óljós í lok bókar, þegar á reynir verða skilin milli góðs og ills ekki alltaf skýr enda eru uppreisnarmennirnir afsprengi Hungurleikanna. Gallinn er sá að fyrir vikið verður Hermiskaði heldur endaslepp endalok á Hungurleikaþríleiknum.
Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið