Skemmtileg hliðarspor Susanne Bier Þorgils Jónsson skrifar 1. október 2012 11:04 Samstarf danska leikstjórans Susanne Bier og handritshöfundarins Anders Thomas Jensen hefur verið afar farsælt síðustu ár. Þau hafa getið af sér fjölmargar gæðamyndir, meðal annars Óskarsverðlaunamyndina Hævnen. Nýjasta afurð þeirra er Den skaldede frisør (Hárlausi hárskerinn), sem er kynnt sem Love is all you need utan heimalandsins. Myndir þeirra Bier og Jensen hafa jafnan verið þrungnar dramatík og átakanlegum fjölskylduaðstæðum, en Den skaldede frisør er langtum léttari vara. Raunar sagði Bier í spurningatíma fyrir myndina að þau tvö hefðu yfirleitt lagt upp með að gera gamanmyndir, en nú loks hafi það tekist. Það er hverju orði sannara því að um er að ræða hefðbundna rómantíska gamanmynd þar sem Trine Dyrholm leikur hárgreiðslukonu sem hefur barist við brjósta krabbamein og haft betur um sinn, en hún hefur þó misst hárið. Á umbrotatíma í lífi sínu heldur hún til Ítalíu til að vera viðstödd brúðkaup dóttur sinnar, og kynnist þar föður brúðgumans, sem er leikinn af Pierce Brosnan. Það er fátt nýstárlegt við söguþráðinn, þannig séð, og framvindan nokkuð fyrirsjáanleg, en Bier hefur þó tekist að skapa bráðskemmtilega kvikmynd. Persónurnar eru áhugaverðar og vel skrifaðar og samböndin þeirra á milli eru heillandi, auk þess sem leikararnir eru allir í fantaformi. Aukapersónurnar eru hver annarri skemmtilegri, en helst má nefna frammistöðu kempunnar Kim Bodnia, sem flestir þekkja sem harðhaus úr ótal kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Bodnia er hér í hlutverki trúðsins, hins afkáralega föður brúðarinnar, og fer listilega vel með sína rullu. Danski húmorinn svífur hér yfir vötnum eins og við er að búast. Dásamlega vandræðaleg augnablik í bland við ískalda brandara eru sannarlega ekkert nýtt, en hér er afbragðsvel farið með. Heilt yfir er hér um að ræða fyrirtaks kvikmynd, ljúfsára og sprenghlægilega í bland, sem er óhætt að mæla með. Þrátt fyrir að efnistök Susanne Bier séu nokkuð léttari en oft áður er Den skaldede frisør enn ein rósin í hnappagatið hjá henni. Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Samstarf danska leikstjórans Susanne Bier og handritshöfundarins Anders Thomas Jensen hefur verið afar farsælt síðustu ár. Þau hafa getið af sér fjölmargar gæðamyndir, meðal annars Óskarsverðlaunamyndina Hævnen. Nýjasta afurð þeirra er Den skaldede frisør (Hárlausi hárskerinn), sem er kynnt sem Love is all you need utan heimalandsins. Myndir þeirra Bier og Jensen hafa jafnan verið þrungnar dramatík og átakanlegum fjölskylduaðstæðum, en Den skaldede frisør er langtum léttari vara. Raunar sagði Bier í spurningatíma fyrir myndina að þau tvö hefðu yfirleitt lagt upp með að gera gamanmyndir, en nú loks hafi það tekist. Það er hverju orði sannara því að um er að ræða hefðbundna rómantíska gamanmynd þar sem Trine Dyrholm leikur hárgreiðslukonu sem hefur barist við brjósta krabbamein og haft betur um sinn, en hún hefur þó misst hárið. Á umbrotatíma í lífi sínu heldur hún til Ítalíu til að vera viðstödd brúðkaup dóttur sinnar, og kynnist þar föður brúðgumans, sem er leikinn af Pierce Brosnan. Það er fátt nýstárlegt við söguþráðinn, þannig séð, og framvindan nokkuð fyrirsjáanleg, en Bier hefur þó tekist að skapa bráðskemmtilega kvikmynd. Persónurnar eru áhugaverðar og vel skrifaðar og samböndin þeirra á milli eru heillandi, auk þess sem leikararnir eru allir í fantaformi. Aukapersónurnar eru hver annarri skemmtilegri, en helst má nefna frammistöðu kempunnar Kim Bodnia, sem flestir þekkja sem harðhaus úr ótal kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Bodnia er hér í hlutverki trúðsins, hins afkáralega föður brúðarinnar, og fer listilega vel með sína rullu. Danski húmorinn svífur hér yfir vötnum eins og við er að búast. Dásamlega vandræðaleg augnablik í bland við ískalda brandara eru sannarlega ekkert nýtt, en hér er afbragðsvel farið með. Heilt yfir er hér um að ræða fyrirtaks kvikmynd, ljúfsára og sprenghlægilega í bland, sem er óhætt að mæla með. Þrátt fyrir að efnistök Susanne Bier séu nokkuð léttari en oft áður er Den skaldede frisør enn ein rósin í hnappagatið hjá henni.
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira