Bjartsýn í Blöndu þrátt fyrir ládeyðu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. október 2012 10:45 Aðeins 54 laxar veiddust á stangirnar þrjár í Blöndu III í sumar. Hér er veitt neðan Blöndudalshóla. Mynd / Garðar Birgitta H. Halldórsdóttir á Syðri-Löngumýri, veiðivörður við Blöndu, segir sumarið hafa verið mjög gott þó að veiðin hafi verið dræm. Seiðtalning lofi góðu. Heildarveiðin í Blöndu í sumar var 833 laxar auk þess sem 107 silungar voru færðir til bókar. Efri svæðin þrjú voru afar slök. Á svæði II veiddust 66 laxar og 58 silungar. Á svæði III komu 54 laxar og 21 silungur á land. Á efsta svæðinu náðust síðan aðeins 45 laxar og 21 silungur. Á svæði I veiddust 668 laxar og sjö silungar. Heildarveiðin í Blöndu í fyrra 2.032 laxar og árið þar á undan heilir 2.777 laxar. Veiðivörðurinn lætur þennan samanburð ekki slá sig út af laginu. "Ég verð að segja að ég átti mjög gott sumar sem veiðivörður. Veður var dásamlegt og veiðimenn til fyrirmyndar," segir Birgitta. "Vissulega var dræm veiði í ánni þetta sumar en ég hef ekki áhyggjur af framtíðinni þar sem seiðatalning í sumar lofar góðu." Þá segir Birgitta að ekki hafi allir dagar verið fullbókaðir í Blöndu. "Það er ekki óeðlilegt sökum dræmrar veiði," segir hún. Birgitta segir veiðimennina sjálfa almennt hafa verið mjög ánægða. "Enda er Blanda mjög spennandi laxveiðiá þótt eflaust hefðu menn viljað hafa meiri afla þetta sumarið. Við megum samt ekki gleyma því að þetta á við um allar ár hér norðanlands," bendir veiðivörðurinn á og hvetur menn til að að horfa fram á veginn: "Vonandi fáum við fljótlega ár eins og 2011 þar sem allt var vaðandi í fiski, að minnsta kosti erum við bjartsýn hér á Blöndubökkunum," segir Birgitta H. Halldórsdóttir. Stangveiði Mest lesið 11 kílóa urriði úr Þingvallavatni Veiði Með hátt í 200 fiska eftir helgina á Skagaheiði Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði 101 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Stóra Fossvatn komið yfir 2000 fiska Veiði Vika í árshátíð SVFR Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Pallborðsumræður um áhrif sjókvíaeldis Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Ágæt opnun í Veiðivötnum þrátt fyrir rok Veiði
Birgitta H. Halldórsdóttir á Syðri-Löngumýri, veiðivörður við Blöndu, segir sumarið hafa verið mjög gott þó að veiðin hafi verið dræm. Seiðtalning lofi góðu. Heildarveiðin í Blöndu í sumar var 833 laxar auk þess sem 107 silungar voru færðir til bókar. Efri svæðin þrjú voru afar slök. Á svæði II veiddust 66 laxar og 58 silungar. Á svæði III komu 54 laxar og 21 silungur á land. Á efsta svæðinu náðust síðan aðeins 45 laxar og 21 silungur. Á svæði I veiddust 668 laxar og sjö silungar. Heildarveiðin í Blöndu í fyrra 2.032 laxar og árið þar á undan heilir 2.777 laxar. Veiðivörðurinn lætur þennan samanburð ekki slá sig út af laginu. "Ég verð að segja að ég átti mjög gott sumar sem veiðivörður. Veður var dásamlegt og veiðimenn til fyrirmyndar," segir Birgitta. "Vissulega var dræm veiði í ánni þetta sumar en ég hef ekki áhyggjur af framtíðinni þar sem seiðatalning í sumar lofar góðu." Þá segir Birgitta að ekki hafi allir dagar verið fullbókaðir í Blöndu. "Það er ekki óeðlilegt sökum dræmrar veiði," segir hún. Birgitta segir veiðimennina sjálfa almennt hafa verið mjög ánægða. "Enda er Blanda mjög spennandi laxveiðiá þótt eflaust hefðu menn viljað hafa meiri afla þetta sumarið. Við megum samt ekki gleyma því að þetta á við um allar ár hér norðanlands," bendir veiðivörðurinn á og hvetur menn til að að horfa fram á veginn: "Vonandi fáum við fljótlega ár eins og 2011 þar sem allt var vaðandi í fiski, að minnsta kosti erum við bjartsýn hér á Blöndubökkunum," segir Birgitta H. Halldórsdóttir.
Stangveiði Mest lesið 11 kílóa urriði úr Þingvallavatni Veiði Með hátt í 200 fiska eftir helgina á Skagaheiði Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði 101 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Stóra Fossvatn komið yfir 2000 fiska Veiði Vika í árshátíð SVFR Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Pallborðsumræður um áhrif sjókvíaeldis Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Ágæt opnun í Veiðivötnum þrátt fyrir rok Veiði