Allt samkvæmt áætlun í Ásgarðslandi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. október 2012 11:30 Árni Baldursson í Lax-á hefur þegar greitt helming kaupverðs veiðiréttinda í Soginu fyrir landi Ásgarðs. Oddviti Grímsness- og Grafningshrepps segir ekki rétt að snurða hafa hlaupið á þráðinn varðandi sölu á Ásgarðslandinu. Lax-á muni hafa eignast veiðiréttinn í Soginu í síðasta lagi um áramót. Á Veiðivísi í gær kom fram að Grímsness- og Grafningshreppur er enn skráður eigandi Ásgarðslandsins þrátt fyrir að sveitarstjórnin hafi samþykkt fyrir hálfu ári að ganga að hæsta tilboðinu af sjö í veiðirétt og veiðihús þar. Sagt var að salan væri ekki gengin í gegn. "Sá sem átti hæsta tilboðið og gengið var til samninga hefur staðið við allt sitt," segir Gunnar Þorgeirsson oddviti. Kaupsamningur sé því löngu frágenginn. Eins og sagði á Veiðivísi í gær nam hæsta tilboðið 181 milljónum króna. Hlutur sveitarfélagsins í söluverðinu er 126,7 miljónir króna á móti einkahlutafélaginu Búgarði. Helmingur söluverðsins hefur þegar verið greiddur. Seinni helminginn átti að greiða fjórum mánuðum síðar. Að sögn Gunnars er kaupandinn fyrirtækið Lax-á. "Það gengur allt eftir samkvæmt því tilboði sem lá fyrir. Það á eftir að borga seinni greiðsluna samkvæmt samningi og þá verður gefið út afsal og eigninni þinglýst á eigandann," segir hann. Nokkrar tafir hafa þó orðið á framgangi málsins. "Þetta tók bara aðeins lengri tíma í lóðamálum og skipulagsvinnu en við reiknuðum með í upphafi en þetta er í fullu samráði við Árna Baldusson í Lax-a. Málið klárast innan örfárra vikna og í allra síðasta lagi fyrir áramót. Það er engin snurða á þessum þræði," segir Gunnar. Þegar Lax-á hefur tekið við veiðiréttindinum í Soginu fyrir Ásgarðslandi og veiðihúsinu þar er komin upp sú staða að fyrirtækið verður orðið leigusali eins helsta keppinautar síns í veiðileyfasölu, Stangaveiðifélags Reykjavíkur, sem er með leigusamning um ánna út næsta sumar. Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði
Oddviti Grímsness- og Grafningshrepps segir ekki rétt að snurða hafa hlaupið á þráðinn varðandi sölu á Ásgarðslandinu. Lax-á muni hafa eignast veiðiréttinn í Soginu í síðasta lagi um áramót. Á Veiðivísi í gær kom fram að Grímsness- og Grafningshreppur er enn skráður eigandi Ásgarðslandsins þrátt fyrir að sveitarstjórnin hafi samþykkt fyrir hálfu ári að ganga að hæsta tilboðinu af sjö í veiðirétt og veiðihús þar. Sagt var að salan væri ekki gengin í gegn. "Sá sem átti hæsta tilboðið og gengið var til samninga hefur staðið við allt sitt," segir Gunnar Þorgeirsson oddviti. Kaupsamningur sé því löngu frágenginn. Eins og sagði á Veiðivísi í gær nam hæsta tilboðið 181 milljónum króna. Hlutur sveitarfélagsins í söluverðinu er 126,7 miljónir króna á móti einkahlutafélaginu Búgarði. Helmingur söluverðsins hefur þegar verið greiddur. Seinni helminginn átti að greiða fjórum mánuðum síðar. Að sögn Gunnars er kaupandinn fyrirtækið Lax-á. "Það gengur allt eftir samkvæmt því tilboði sem lá fyrir. Það á eftir að borga seinni greiðsluna samkvæmt samningi og þá verður gefið út afsal og eigninni þinglýst á eigandann," segir hann. Nokkrar tafir hafa þó orðið á framgangi málsins. "Þetta tók bara aðeins lengri tíma í lóðamálum og skipulagsvinnu en við reiknuðum með í upphafi en þetta er í fullu samráði við Árna Baldusson í Lax-a. Málið klárast innan örfárra vikna og í allra síðasta lagi fyrir áramót. Það er engin snurða á þessum þræði," segir Gunnar. Þegar Lax-á hefur tekið við veiðiréttindinum í Soginu fyrir Ásgarðslandi og veiðihúsinu þar er komin upp sú staða að fyrirtækið verður orðið leigusali eins helsta keppinautar síns í veiðileyfasölu, Stangaveiðifélags Reykjavíkur, sem er með leigusamning um ánna út næsta sumar.
Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði