Veitt út mánuðinn í Ytri-Rangá Trausti Hafliðason skrifar 15. október 2012 17:31 Við Klöppina í Ytri-Rangá. Sá staður er enn að gefa lax. Mynd / Trausti Hafliðason Lax-á hefur ákveðið að lengja laxveiðitímann í Ytri-Rangá um tíu daga. Veitt verður til 30. október en þess ber að geta að fyrsti vetrardagur er 27. október. „Þetta er fínt tækifæri fyrir þá sem vilja segja bless; fyrir þá sem vilja kveðja laxveiðisumarið með einum lokatúr," segir Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á. Þó veiðin hafi vissulega dvínað töluvert undanfarnar vikur er einn að reitast upp fiskur í ánni. Síðustu tvo daga hafa veiðst um tíu laxar. „Veiðin er auðvitað erfið þegar það er frost úti, það gefur augaleið," segir Stefán. „Á þessum árstíma líta menn nú líka á þetta sem góða útiveru og vilji menn hreinsa hugann aðeins er fátt betra en að standa á árbakka með veiðistöng. Það er líka ágætt að láta sér verða aðeins kalt í vöðlunum og fá sér pulsu í sjoppunni á Hellu." Verðið per stöng er á bilinu 10.500 til 15.500 krónur eins og sjá má á agn.is.[email protected] Stangveiði Mest lesið Erlendum veiðimönnum mun fjölga Veiði Fín sjóbleikjuveiði í Hraunsfirði Veiði Myndakeppni Veiðimannsins í sumar Veiði Með hátt í 200 fiska eftir helgina á Skagaheiði Veiði Snurða á söluþráðinn í Grímsnesinu Veiði 11 kílóa urriði úr Þingvallavatni Veiði Veiðisaga úr Hólsá Veiði Ytri Rangá komin á toppinn Veiði Fyrstu sjóbirtingarnir úr Leirvogsá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði
Lax-á hefur ákveðið að lengja laxveiðitímann í Ytri-Rangá um tíu daga. Veitt verður til 30. október en þess ber að geta að fyrsti vetrardagur er 27. október. „Þetta er fínt tækifæri fyrir þá sem vilja segja bless; fyrir þá sem vilja kveðja laxveiðisumarið með einum lokatúr," segir Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á. Þó veiðin hafi vissulega dvínað töluvert undanfarnar vikur er einn að reitast upp fiskur í ánni. Síðustu tvo daga hafa veiðst um tíu laxar. „Veiðin er auðvitað erfið þegar það er frost úti, það gefur augaleið," segir Stefán. „Á þessum árstíma líta menn nú líka á þetta sem góða útiveru og vilji menn hreinsa hugann aðeins er fátt betra en að standa á árbakka með veiðistöng. Það er líka ágætt að láta sér verða aðeins kalt í vöðlunum og fá sér pulsu í sjoppunni á Hellu." Verðið per stöng er á bilinu 10.500 til 15.500 krónur eins og sjá má á agn.is.[email protected]
Stangveiði Mest lesið Erlendum veiðimönnum mun fjölga Veiði Fín sjóbleikjuveiði í Hraunsfirði Veiði Myndakeppni Veiðimannsins í sumar Veiði Með hátt í 200 fiska eftir helgina á Skagaheiði Veiði Snurða á söluþráðinn í Grímsnesinu Veiði 11 kílóa urriði úr Þingvallavatni Veiði Veiðisaga úr Hólsá Veiði Ytri Rangá komin á toppinn Veiði Fyrstu sjóbirtingarnir úr Leirvogsá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði