Þórsarar lögðu ÍR-inga í framlengdum leik | Myndir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2012 23:21 Myndir / Valgarður Gíslason Þór frá Þorlákshöfn vann dramatískan sigur á ÍR-ingum í Hertz-hellinum í 2. umferð Domino's-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölurnar urðu 92-95 en jafnt var að loknum venjulegum leiktíma 81-81. Bæði lið máttu sætta sig við tap í fyrstu umferð og ætluðu að selja sig dýrt í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Jafnt var 22-22 að loknum fyrsta leikhluta en í hálfleik leiddu gestirnir með þremur stigum 42-45. Gestirnir náðu mest níu stiga forystu í síðari hálfleik 42-51 en þá sóttu Breiðhyltingar í sig veðrið. Þeir skoruðu átján stig gegn sjö og leiddu með tveimur stigum, 60-58 að loknum þriðja leikhluta. Allt var á suðupunkti í fjórða leikhluta. Gestirnir höfðu þriggja stiga forskot þegar Eric James Palm jafnaði metin með þriggja stiga körfu tólf sekúndum fyrir leikslok. Robert Diggs brást bogalistin á hinum endanum og framlengja þurfti leikinn. Í framlengingunni komust ÍR-inga yfir 92-91 með þriggja stiga körfu Nemanja Sovic 27 sekúndum fyrir lok framlengingar. Góð nýting gestanna á vítalínunni í takt við klaufaskap heimamanna í sókninni sáu til þess að gestirnir tryggðu sér þriggja stiga sigur 95-92. Robert Diggs fór mikinn í liði gestanna og skoraði 18 stig auk þess að taka 13 fráköst. Benjamin Curtis var stigahæstur með 22 stig Guðmundur Jónsson skoraði 16 stig. Hjá heimamönnum átti Nemanja Sovic stórleik. Hann skoraði 28 stig en tók auk þess 10 fráköst. Þá hitti hann einkar vel hvort sem var fyrir innan eða utan þriggja stiga línuna eða af vítalínunni. Eric James Palm var einnig atkvæðamikill með 29 stig.ÍR-Þór Þ. 92-95 (22-22, 20-23, 18-13, 21-23, 11-14)ÍR: Eric James Palm 29/5 fráköst, Nemanja Sovic 28/10 fráköst, Hreggviður Magnússon 13/5 fráköst, D'Andre Jordan Williams 11/6 fráköst/8 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 8/4 fráköst, Hjalti Friðriksson 2/4 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 1/5 fráköst.Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 22/4 fráköst/5 stoðsendingar, Robert Diggs 18/13 fráköst/4 varin skot, Guðmundur Jónsson 16, Darrell Flake 12/13 fráköst, Darri Hilmarsson 11, Grétar Ingi Erlendsson 8, Baldur Þór Ragnarsson 8. Stöðuna í Domino's-deildinni má sjá hér. Dominos-deild karla Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Þór frá Þorlákshöfn vann dramatískan sigur á ÍR-ingum í Hertz-hellinum í 2. umferð Domino's-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölurnar urðu 92-95 en jafnt var að loknum venjulegum leiktíma 81-81. Bæði lið máttu sætta sig við tap í fyrstu umferð og ætluðu að selja sig dýrt í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Jafnt var 22-22 að loknum fyrsta leikhluta en í hálfleik leiddu gestirnir með þremur stigum 42-45. Gestirnir náðu mest níu stiga forystu í síðari hálfleik 42-51 en þá sóttu Breiðhyltingar í sig veðrið. Þeir skoruðu átján stig gegn sjö og leiddu með tveimur stigum, 60-58 að loknum þriðja leikhluta. Allt var á suðupunkti í fjórða leikhluta. Gestirnir höfðu þriggja stiga forskot þegar Eric James Palm jafnaði metin með þriggja stiga körfu tólf sekúndum fyrir leikslok. Robert Diggs brást bogalistin á hinum endanum og framlengja þurfti leikinn. Í framlengingunni komust ÍR-inga yfir 92-91 með þriggja stiga körfu Nemanja Sovic 27 sekúndum fyrir lok framlengingar. Góð nýting gestanna á vítalínunni í takt við klaufaskap heimamanna í sókninni sáu til þess að gestirnir tryggðu sér þriggja stiga sigur 95-92. Robert Diggs fór mikinn í liði gestanna og skoraði 18 stig auk þess að taka 13 fráköst. Benjamin Curtis var stigahæstur með 22 stig Guðmundur Jónsson skoraði 16 stig. Hjá heimamönnum átti Nemanja Sovic stórleik. Hann skoraði 28 stig en tók auk þess 10 fráköst. Þá hitti hann einkar vel hvort sem var fyrir innan eða utan þriggja stiga línuna eða af vítalínunni. Eric James Palm var einnig atkvæðamikill með 29 stig.ÍR-Þór Þ. 92-95 (22-22, 20-23, 18-13, 21-23, 11-14)ÍR: Eric James Palm 29/5 fráköst, Nemanja Sovic 28/10 fráköst, Hreggviður Magnússon 13/5 fráköst, D'Andre Jordan Williams 11/6 fráköst/8 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 8/4 fráköst, Hjalti Friðriksson 2/4 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 1/5 fráköst.Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 22/4 fráköst/5 stoðsendingar, Robert Diggs 18/13 fráköst/4 varin skot, Guðmundur Jónsson 16, Darrell Flake 12/13 fráköst, Darri Hilmarsson 11, Grétar Ingi Erlendsson 8, Baldur Þór Ragnarsson 8. Stöðuna í Domino's-deildinni má sjá hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins