Ríflega hundrað laxar veiddust í Rangánum Trausti Hafliðason skrifar 11. október 2012 14:42 Við veiðistað númer 48 í Þverá í Fljótshlíð en þrír laxar veiddust í ánni í síðustu viku. Mynd / Trausti Hafliðason Samtals veiddust um 100 laxar í Rangánum vikuna 3. til 10 október. Botninn er hægt og rólega að detta úr laxveiðinni enda aðeins veitt í örfáum ám. Laxveiði er nú lokið í flestum af þeim 75 ám sem Landssamband veiðifélaga birtir reglulega tölur frá. Enn er veitt í sex ám en þess ber þó að geta að í Laxá í Kjós og Grímsá er fyrst og fremst verið að veiða sjóbirting þó einn og einn lax slæðist með. Sextíu laxar veiddust í Ytri-Rangá í vikuna 3. til 10. október. Heildarveiðin er nú komin í 4.312 laxa en lokatalan í fyrra var 4.961 lax. Veitt er til 20. október í Ytri-Rangá og má benda áhugasömum veiðimönnum á að enn er töluvert um laus veiðileyfi og eru stöngin á sérstöku afmælistilboði eins og sjá má á agn.is. Vikuveiðin í Eystri-Rangá var 47 laxar. Alls hafa nú veiðst 2.927 laxar í ánni en í fyrra skilaði Eystri-Rangá 4.387 löxum. Í Laxá í Kjós veiddust þrír laxar í síðustu viku er heildartalan komin í 528 laxa samanborið við 1.112 í fyrra. Í Grímsá veiddust fjórir laxar í síðustu viku og hefur áin því skilað 481 laxi í heildina samanborið við 1.344 í fyrra. Tólf laxar veiddust í Affallinu í Landeyjum í síðustu viku. Þar með hafa veiðist 469 laxar í ánni í ár sem er svipað og í fyrra þegar 476 laxar veiddust í ánni. Í Þverá í Fljótshlíð veiddust þrír laxar í síðustu viku og í heildina hefur áin því skilað 273 löxum á land. Í fyrra veiddust 119 laxar í Þverá.[email protected] Stangveiði Mest lesið 11 kílóa urriði úr Þingvallavatni Veiði Með hátt í 200 fiska eftir helgina á Skagaheiði Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði 101 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Stóra Fossvatn komið yfir 2000 fiska Veiði Vika í árshátíð SVFR Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Pallborðsumræður um áhrif sjókvíaeldis Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Ágæt opnun í Veiðivötnum þrátt fyrir rok Veiði
Samtals veiddust um 100 laxar í Rangánum vikuna 3. til 10 október. Botninn er hægt og rólega að detta úr laxveiðinni enda aðeins veitt í örfáum ám. Laxveiði er nú lokið í flestum af þeim 75 ám sem Landssamband veiðifélaga birtir reglulega tölur frá. Enn er veitt í sex ám en þess ber þó að geta að í Laxá í Kjós og Grímsá er fyrst og fremst verið að veiða sjóbirting þó einn og einn lax slæðist með. Sextíu laxar veiddust í Ytri-Rangá í vikuna 3. til 10. október. Heildarveiðin er nú komin í 4.312 laxa en lokatalan í fyrra var 4.961 lax. Veitt er til 20. október í Ytri-Rangá og má benda áhugasömum veiðimönnum á að enn er töluvert um laus veiðileyfi og eru stöngin á sérstöku afmælistilboði eins og sjá má á agn.is. Vikuveiðin í Eystri-Rangá var 47 laxar. Alls hafa nú veiðst 2.927 laxar í ánni en í fyrra skilaði Eystri-Rangá 4.387 löxum. Í Laxá í Kjós veiddust þrír laxar í síðustu viku er heildartalan komin í 528 laxa samanborið við 1.112 í fyrra. Í Grímsá veiddust fjórir laxar í síðustu viku og hefur áin því skilað 481 laxi í heildina samanborið við 1.344 í fyrra. Tólf laxar veiddust í Affallinu í Landeyjum í síðustu viku. Þar með hafa veiðist 469 laxar í ánni í ár sem er svipað og í fyrra þegar 476 laxar veiddust í ánni. Í Þverá í Fljótshlíð veiddust þrír laxar í síðustu viku og í heildina hefur áin því skilað 273 löxum á land. Í fyrra veiddust 119 laxar í Þverá.[email protected]
Stangveiði Mest lesið 11 kílóa urriði úr Þingvallavatni Veiði Með hátt í 200 fiska eftir helgina á Skagaheiði Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði 101 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Stóra Fossvatn komið yfir 2000 fiska Veiði Vika í árshátíð SVFR Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Pallborðsumræður um áhrif sjókvíaeldis Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Ágæt opnun í Veiðivötnum þrátt fyrir rok Veiði