26 milljóna króna tap hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur Kristján Hjálmarsson skrifar 24. nóvember 2012 20:39 Mynd/Af vef SVFR Um 26 milljóna króna tap varð á rekstri Stangveiðifélags Reykjavíkur samkvæmt ársreikningi sem kynntur var á aðalfundi félagsins í dag. "Á síðustu fjórum árum hefur rekstrarniðurstaða félagsins verið neikvæð. Eiginfjárstaða hefur veikst á undanförnum árum og er svo komið að eigið fé félagsins er neikvætt um 9,7 milljónir króna. Grunnarekstur félagsins (EBITA) á yfirstandandi rekstrarári nam 10,0 millj.kr. en afskrifaðar kröfur vegna hrunáranna vega þungt í rekstrarniðurstöðu yfirstandandi starfsári. Stjórnin hefur útbúið rekstraráætlanir sem gera ráð fyrir viðsnúningi í rekstri félagsins á næstu árum," segir í skýringu með ársreikningnum. Bjarni Júlíusson var endurkjörinn formaður SVFR en hann var einn í framboði og því sjálfkjörinn. Á vef SVFR er haft eftir Bjarna að ekki hafi verið fyrirséð hversu miklar afskriftir yrðu á árinu, sem séu mikil vonbrigði í ljósi þess að grunnreksturinn hafi skilað þessum 10 milljónum. Síðasta ár hafi verið ákaflega erfitt í sölu veiðileyfa í kjölfar hins mikla aflabrests í sumar og því hafi þessi góði árangur í grunnrekstrinum verið ákveðinn varnarsigur. "Stjórnin hefur útbúið og kynnti á fundinum varfærna rekstraráætlun fyrir næsta ár sem gerir ráð fyrir 11,7 milljón króna hagnaði," segir á vef SVFR. Ekki var kosning í stjórn á fundinum og því voru þeir stjórnarmenn sem voru í kjöri sjálfkjörin til næstu tveggja ára, þau Ragnheiður Thorsteinsson, Hörður Vilberg og Ásmundur Helgason. Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði
Um 26 milljóna króna tap varð á rekstri Stangveiðifélags Reykjavíkur samkvæmt ársreikningi sem kynntur var á aðalfundi félagsins í dag. "Á síðustu fjórum árum hefur rekstrarniðurstaða félagsins verið neikvæð. Eiginfjárstaða hefur veikst á undanförnum árum og er svo komið að eigið fé félagsins er neikvætt um 9,7 milljónir króna. Grunnarekstur félagsins (EBITA) á yfirstandandi rekstrarári nam 10,0 millj.kr. en afskrifaðar kröfur vegna hrunáranna vega þungt í rekstrarniðurstöðu yfirstandandi starfsári. Stjórnin hefur útbúið rekstraráætlanir sem gera ráð fyrir viðsnúningi í rekstri félagsins á næstu árum," segir í skýringu með ársreikningnum. Bjarni Júlíusson var endurkjörinn formaður SVFR en hann var einn í framboði og því sjálfkjörinn. Á vef SVFR er haft eftir Bjarna að ekki hafi verið fyrirséð hversu miklar afskriftir yrðu á árinu, sem séu mikil vonbrigði í ljósi þess að grunnreksturinn hafi skilað þessum 10 milljónum. Síðasta ár hafi verið ákaflega erfitt í sölu veiðileyfa í kjölfar hins mikla aflabrests í sumar og því hafi þessi góði árangur í grunnrekstrinum verið ákveðinn varnarsigur. "Stjórnin hefur útbúið og kynnti á fundinum varfærna rekstraráætlun fyrir næsta ár sem gerir ráð fyrir 11,7 milljón króna hagnaði," segir á vef SVFR. Ekki var kosning í stjórn á fundinum og því voru þeir stjórnarmenn sem voru í kjöri sjálfkjörin til næstu tveggja ára, þau Ragnheiður Thorsteinsson, Hörður Vilberg og Ásmundur Helgason.
Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði