Syngjum saman klukkan ellefu 30. nóvember 2012 10:15 Dagur íslenskrar tónlistar er á morgun og líkt og í fyrra verður margt um dýrðir að því tilefni. Verkefnið Syngjum Saman sem hrundið var af stokkunum í fyrra verður nú endurtekið þar sem landsmenn allir geta kveikt á útvarpinu og sungið með þremur skemmtilegum lögum. Þar sem að Dagur íslenskrar tónlistar lendir á laugardegi í ár verður hann haldinn hátíðlegur í dag, svo að sem flestir geti tekið þátt - þar með taldir skólar og tónmenntaskólar sem voru hvað litríkastir í fyrra en þá vakti verkefnið mikla lukku um land allt og voru viðbrögð framar vonum. Sérstök athöfn verður í Hörpu klukkan 11 í dag þar sem þrjú lög verða í brennidepli og er þjóðin hvött til að syngja með þeim. Lögin sem valin voru til leiks eru: Jólakötturinn eftir Ingibjörgu Þorbergs Spáðu í mig eftir Megas Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Gríms Thomsen. Útvarpsstöðvar landsins verða allar með útsendingu frá athöfninni í Hörpu. Hér á Vísi er hægt að hlusta á Bylgjuna, X977 og FM957 í beinni og hvetjum við alla lesendur til að vera með og hlusta. Hlusta á Bylgjuna í beinni hér Hlusta á FM957 í beinni hér Hlusta á X977 í beinni hér Hlusta á LéttBylgjuna (Jólastöðina) í beinni hér Í fyrra var haldin samkeppni á Facebook-síðu Syngjum Saman um skemmtilegasta myndbandið af syngjandi fólki og voru það nemendur Sjálandsskóla, Alþjóðaskólans og leikskólans Sjálands sem báru sigur úr býtum með myndbandinum sem hægt er að horfa á hér fyrir ofan. Samkeppnin verður haldin aftur nú í ár og eru söngglaðir Íslendingar hvattir til að senda inn myndbönd á Facebook-síðu Syngjum saman. Í Hörpu verða einnig veitt sérstök verðlaun - Lítill fugl - fyrir fjölmiðlamann/konu sem hefur þótt styðja vel við íslenska tónlist í gegnum tíðina. Jafnframt munu forsvaramenn Íslensku tónlistarverðlaunanna kynna tilnefningar til verðlaunanna ásamt því að boðið verður upp á lifandi tónlist. Textar og gítargrip laganna þriggja eru aðgengileg á Facebooksíðu Syngjum Saman og er því ekkert því til fyrirstöðu að syngja með alþjóð núna klukkan ellefu. Dagskráin í Hörpu: 11.03 Ræða formanns Samtóns 11.07 Kjartan Ólafs afhendir fjölmiðlamanni Lítinnn Fugl fyrir stuðning við íslenska tónlist. 11.10 Fjölmiðlamaður þakkar fyrir sig. 11.15. Sungið saman, Jólakötturinn, Spáðu í mig og Á Sprengisandi. 11. 30. Kynntar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. 11. 50. Formlegri dagskrá lokið. Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Dagur íslenskrar tónlistar er á morgun og líkt og í fyrra verður margt um dýrðir að því tilefni. Verkefnið Syngjum Saman sem hrundið var af stokkunum í fyrra verður nú endurtekið þar sem landsmenn allir geta kveikt á útvarpinu og sungið með þremur skemmtilegum lögum. Þar sem að Dagur íslenskrar tónlistar lendir á laugardegi í ár verður hann haldinn hátíðlegur í dag, svo að sem flestir geti tekið þátt - þar með taldir skólar og tónmenntaskólar sem voru hvað litríkastir í fyrra en þá vakti verkefnið mikla lukku um land allt og voru viðbrögð framar vonum. Sérstök athöfn verður í Hörpu klukkan 11 í dag þar sem þrjú lög verða í brennidepli og er þjóðin hvött til að syngja með þeim. Lögin sem valin voru til leiks eru: Jólakötturinn eftir Ingibjörgu Þorbergs Spáðu í mig eftir Megas Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Gríms Thomsen. Útvarpsstöðvar landsins verða allar með útsendingu frá athöfninni í Hörpu. Hér á Vísi er hægt að hlusta á Bylgjuna, X977 og FM957 í beinni og hvetjum við alla lesendur til að vera með og hlusta. Hlusta á Bylgjuna í beinni hér Hlusta á FM957 í beinni hér Hlusta á X977 í beinni hér Hlusta á LéttBylgjuna (Jólastöðina) í beinni hér Í fyrra var haldin samkeppni á Facebook-síðu Syngjum Saman um skemmtilegasta myndbandið af syngjandi fólki og voru það nemendur Sjálandsskóla, Alþjóðaskólans og leikskólans Sjálands sem báru sigur úr býtum með myndbandinum sem hægt er að horfa á hér fyrir ofan. Samkeppnin verður haldin aftur nú í ár og eru söngglaðir Íslendingar hvattir til að senda inn myndbönd á Facebook-síðu Syngjum saman. Í Hörpu verða einnig veitt sérstök verðlaun - Lítill fugl - fyrir fjölmiðlamann/konu sem hefur þótt styðja vel við íslenska tónlist í gegnum tíðina. Jafnframt munu forsvaramenn Íslensku tónlistarverðlaunanna kynna tilnefningar til verðlaunanna ásamt því að boðið verður upp á lifandi tónlist. Textar og gítargrip laganna þriggja eru aðgengileg á Facebooksíðu Syngjum Saman og er því ekkert því til fyrirstöðu að syngja með alþjóð núna klukkan ellefu. Dagskráin í Hörpu: 11.03 Ræða formanns Samtóns 11.07 Kjartan Ólafs afhendir fjölmiðlamanni Lítinnn Fugl fyrir stuðning við íslenska tónlist. 11.10 Fjölmiðlamaður þakkar fyrir sig. 11.15. Sungið saman, Jólakötturinn, Spáðu í mig og Á Sprengisandi. 11. 30. Kynntar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. 11. 50. Formlegri dagskrá lokið.
Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira