Þráspurt um hæfi rannsakenda Stígur Helgason skrifar 6. desember 2012 11:10 Sakborningar málsins, þeir Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason, með verjendum sínum. Mynd/ GVA. Verjendur Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar í Vafningsmálinu hafa kallað fjóra starfsmenn sérstaks saksóknara fyrir dóminn sem vitni í morgun og þráspurt þá um rannsókn málsins, augljóslega í því skyni að finna á henni höggstað. Á meðal þeirra sem hafa komið fyrir dóminn er Björn L. Bergsson, sem um tíma gegndi stöðu setts ríkissaksóknara í málum sem heyrðu undir sérstakan saksóknara, eftir að Valtýr Sigurðsson, þáverandi ríkissaksóknari, lýsti sig vanhæfan í málum tengdum bankahruninu. Björn kom að athugun á vegum sérstaks saksóknara á því hvort störf tveggja aðalrannsakenda Vafningsmálsins fyrir þrotabú Milestone hefðu spillt sakamálinu. Hann, eins og aðrir sem könnuðu þetta fyrir saksóknara, voru spurðir ítarlega um málið af verjendunum tveimur. Símon Sigvaldason héraðdómari stöðvaði spurningaflóð Þórðar Bogasonar, verjanda Guðmundar Hjaltasonar, í miðju kafi með þeim orðum að spurningarnar væru ómarkvissar og bað hann að stytta mál sitt. Þórði var síðan leyft að halda áfram. Það var samdóma mat þeirra sem könnuðu hæfi rannsakendanna tveggja, Jóns Óttars Ólafssonar og Guðmundar Hauks Gunnarssonar, að störf þeirra fyrir þrotabúið hefðu ekki spillt rannsókn Vafningsmálsins. Jón Óttar gaf skýrslu fyrir dómi á þriðjudag og gengu verjendur afskaplega hart að honum í langan tíma - of langan tíma að mati dómaranna. Guðmundur Haukur gefur skýrslu síðar í dag og hafa verjendur boðað að þeir muni spyrja hann með sama hætti. Vafningsmálið Dómsmál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Verjendur Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar í Vafningsmálinu hafa kallað fjóra starfsmenn sérstaks saksóknara fyrir dóminn sem vitni í morgun og þráspurt þá um rannsókn málsins, augljóslega í því skyni að finna á henni höggstað. Á meðal þeirra sem hafa komið fyrir dóminn er Björn L. Bergsson, sem um tíma gegndi stöðu setts ríkissaksóknara í málum sem heyrðu undir sérstakan saksóknara, eftir að Valtýr Sigurðsson, þáverandi ríkissaksóknari, lýsti sig vanhæfan í málum tengdum bankahruninu. Björn kom að athugun á vegum sérstaks saksóknara á því hvort störf tveggja aðalrannsakenda Vafningsmálsins fyrir þrotabú Milestone hefðu spillt sakamálinu. Hann, eins og aðrir sem könnuðu þetta fyrir saksóknara, voru spurðir ítarlega um málið af verjendunum tveimur. Símon Sigvaldason héraðdómari stöðvaði spurningaflóð Þórðar Bogasonar, verjanda Guðmundar Hjaltasonar, í miðju kafi með þeim orðum að spurningarnar væru ómarkvissar og bað hann að stytta mál sitt. Þórði var síðan leyft að halda áfram. Það var samdóma mat þeirra sem könnuðu hæfi rannsakendanna tveggja, Jóns Óttars Ólafssonar og Guðmundar Hauks Gunnarssonar, að störf þeirra fyrir þrotabúið hefðu ekki spillt rannsókn Vafningsmálsins. Jón Óttar gaf skýrslu fyrir dómi á þriðjudag og gengu verjendur afskaplega hart að honum í langan tíma - of langan tíma að mati dómaranna. Guðmundur Haukur gefur skýrslu síðar í dag og hafa verjendur boðað að þeir muni spyrja hann með sama hætti.
Vafningsmálið Dómsmál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira