Fanginn sem strauk af Litla-Hrauni fyrr í dag heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára gamall. Hann var dæmdur á dögunum fyrir tilraun til manndráps. Hann réðst á stjúpmóður sína og veitti henni alvarlega áverka.
Matthías er 171 sentimetri á hæð, um 70 kílógrömm og grannvaxinn. Hann var íklæddur grárri hettupeysu, með svarta prjónahúfu á höfði, í dökkum buxum.
Vísbendingar eru um að hann hafi fengið far á Selfoss um kl. 13:30 í dag, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Það hefur hinsvegar ekki fengist staðfest og því óskar lögreglan eftir öllum upplýsingum sem tengst geta stroki hans. Sími lögreglu er 480 1010