Bleikjan horfin úr Tungufljóti? 11. desember 2012 22:00 Það er víða fallegt við Tungufljót í Biskupstungum. Mynd / Tungufljot.is Laxarækt í Tungufljóti í Biskupstungum er sögð hafa hafa hrakið bleikju sem þar var meira og minna á braut. Deilur hafa verið um svokallaða Tungufljótsdeild á vatnasvæðinu. Í frétt frá í sumar á vefnum tungufljot.is er greint frá því að síðustu tíu árin hafi reglulega verið kafað niður í Tungufljótið fyrir landi Bergsstaða. Sé það meðal annars gert til að kanna hvort kominn sé fiskur og hvar hann haldi til. "Fyrstu árin var hægt að ganga að bleikjunni vísri á sínum stöðum en það breyttist eftir að laxinum var sturtað í ánna. Í vikunni var kafað niður ánna, skyggni var gott og helstu veiðistaðir skoðaðir sérstaklega, því miður var áin líflaus auðn – ekki einn einasti fiskur. Á þeim stöðum þar sem bleikjan hefur haldið sig var ekkert að sjá," sagði á tungufljot.is. Í annarri frétt rúmri viku síðar var greint frá "árlegum könnunarleiðangri" fyrir landi Bergsstaða. Útkoman var ekki uppörvandi: "Að vanda var áin ísköld en einstaklega tær. Helst bar fyrir augu sóðaskap eftir golfara en golfkúlur eru niður eftir allri á. Í stuttu máli þá sást ein bleikja á einum helsta laxveiðistaðnum annars var engan fisk að finna," segir á tungufljot.is. Eigandi Bergsstaða er Vilhjálmur Einarsson. Hann segir að vegna stofnunar sérstakra deildar um veiðina í Tungufljóti sem hafi allur silungur verið hrakinn af vatnasvæðinu. Með nýju frumvarpi um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði standi til að auka sjálfstæði deilda innan veiðifélaga, þannig að þær geti tekið yfir nær öll verkefni veiðifélaga. "Ekki verður annað séð en þetta sé gert til að reyna að réttlæta starfsemi deilda sem hafa farið langt út fyrir það sem gildandi lög leyfa," segir á tungufljot.is, sem er vefur er Vilhjálmur heldur úti. Hann segir að breytingin feli í sér að stofna megi sér deildir sem ákveði fjölda seiða og allir verði að vera með. "Síðan er þetta leigt út á okurverði," segir Vilhjálmur.[email protected]Aths. Það skal áréttað að Vilhjálmur Einarsson er ekki eini eigandi Bergsstaða. Meðeigendur hans að jörðinni eru Jónína G Einarsdóttir, Ólafur G E Sæmundsen og Einar E Sæmundsen. - gar Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði
Laxarækt í Tungufljóti í Biskupstungum er sögð hafa hafa hrakið bleikju sem þar var meira og minna á braut. Deilur hafa verið um svokallaða Tungufljótsdeild á vatnasvæðinu. Í frétt frá í sumar á vefnum tungufljot.is er greint frá því að síðustu tíu árin hafi reglulega verið kafað niður í Tungufljótið fyrir landi Bergsstaða. Sé það meðal annars gert til að kanna hvort kominn sé fiskur og hvar hann haldi til. "Fyrstu árin var hægt að ganga að bleikjunni vísri á sínum stöðum en það breyttist eftir að laxinum var sturtað í ánna. Í vikunni var kafað niður ánna, skyggni var gott og helstu veiðistaðir skoðaðir sérstaklega, því miður var áin líflaus auðn – ekki einn einasti fiskur. Á þeim stöðum þar sem bleikjan hefur haldið sig var ekkert að sjá," sagði á tungufljot.is. Í annarri frétt rúmri viku síðar var greint frá "árlegum könnunarleiðangri" fyrir landi Bergsstaða. Útkoman var ekki uppörvandi: "Að vanda var áin ísköld en einstaklega tær. Helst bar fyrir augu sóðaskap eftir golfara en golfkúlur eru niður eftir allri á. Í stuttu máli þá sást ein bleikja á einum helsta laxveiðistaðnum annars var engan fisk að finna," segir á tungufljot.is. Eigandi Bergsstaða er Vilhjálmur Einarsson. Hann segir að vegna stofnunar sérstakra deildar um veiðina í Tungufljóti sem hafi allur silungur verið hrakinn af vatnasvæðinu. Með nýju frumvarpi um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði standi til að auka sjálfstæði deilda innan veiðifélaga, þannig að þær geti tekið yfir nær öll verkefni veiðifélaga. "Ekki verður annað séð en þetta sé gert til að reyna að réttlæta starfsemi deilda sem hafa farið langt út fyrir það sem gildandi lög leyfa," segir á tungufljot.is, sem er vefur er Vilhjálmur heldur úti. Hann segir að breytingin feli í sér að stofna megi sér deildir sem ákveði fjölda seiða og allir verði að vera með. "Síðan er þetta leigt út á okurverði," segir Vilhjálmur.[email protected]Aths. Það skal áréttað að Vilhjálmur Einarsson er ekki eini eigandi Bergsstaða. Meðeigendur hans að jörðinni eru Jónína G Einarsdóttir, Ólafur G E Sæmundsen og Einar E Sæmundsen. - gar
Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði