„Fyrir jólin baka ég alltaf lakkrístoppa með mömmu - alveg ómissandi partur af jólaundirbúningnum," segir Kristín Ruth Jónsdóttir, háskólanemi og útvarpskona, sem gefur okkur uppskrift að lakkrístoppum úr Stóru köku- & brauðbók Disney.
Uppskriftin
3 eggjahvítur
200 g púðursykur
150 g rjómasúkkulaði
250-300 g súkkulaðihúðað lakkrískur
Aðferðin
Hitið ofninn í 175 gráður.
Stífþeytið eggjahvítur og bætið sykri smátt og smátt saman við. Þeytið áfram á mesta hraða þar til sykurinn er alveg uppleystur.
Saxið súkkulaðið og lakkrískurlið smátt. Bætið varlega út í eggjahvítuna með sleif. Setjið með teskeið á pappírsklædda bökunarplötu og bakið í 12-14 mínútur.
Edda.is
Ómótstæðilegir lakkrístoppar
