Kynlífssvelti er óspennandi vopn Sigga Dögg skrifar 12. janúar 2012 20:00 Spurning: Mér leikur forvitni á að vita hvort það sé til afmælisgjöf fyrir frúna sem kryddar upp á kynlífið sem má samt opna fyrir framan tengdaforeldrana á afmælisdaginn?Svar: Nú eru góð ráð dýr! Eru tengdaforeldrarnir húmoristar og sæju kímnina í einum ílöngum titrara? Ef þig langar í rafknúið tæki þá eru komin á markaðinn mjög smartir titrarar sem líkjast penum nuddtækjum (enda er titrari nuddtæki!). Vinsælasti titrarinn er frá Hitachi og hann var ekki hannaður sem kynlífstól heldur sem herða- og baknuddstæki svo það mætti gjarnan fjárfesta í honum án þess að særa blygðunarkennd viðstaddra. Þá má láta fylgja með lífræna kókosolíu sem má nota innvortis sem útvortis svo hún er góð nuddolía og sleipiefni. Í rauninni má sjá tvöfalt notagildi í mörgum hlutum. Þannig geta fallegir kertastjakar skapað rómantíska stemningu inni í svefnherbergi. Þú gætir einnig keypt kynlífstæknibók og skipt um bókakápu við settlegri bók svo grunsemdir yrðu að engu. Gjafabréf á hótel gæti einnig verið kjörið því það eitt að breyta um umhverfi getur blásið lífi í loftlaust samlíf. Munúðarfullar gjafir geta einnig verið kynæsandi líkt og fínt kampavín og eðal konfektmolar. Þá gæti verið sniðugt að láta skriflegar leiðbeiningar fylgja með pakkanum, til dæmis í fallegu korti og þannig má í raun gera hvaða gjöf sem er að kynlífskryddi. Ekki væri verra að láta inneignarmiða í kelerí fylgja með. Leyfðu ímyndunaraflinu að leika lausum hala og hafðu frumlegheitin í fyrirrúmi! Spurning: Kanntu gott ráð til að plata kærasta með þér í allsherjarhreingerningu? Má hóta kynlífssvelti? Kærasti minn er bara svo agalega latur og það virðist ekkert duga til að fá hann í stórhreingerningu, matarinnkaup eða annað sem þarf að gera fyrir heimilið.Svar: Hér játa ég vanmátt minn því ég þoli ekki þrif og allra síst þrif með metnaði. Ég er þó fylgjandi því að pör hafi verkaskiptingu með heimilisþrifin og þar skuli gæta jafnræðis. Skýr verkaskipting getur dregið verulega úr óþarfa rifrildum. Á mínu heimili sé ég um þvott, matarinnkaup og eldamennsku. Tilfallandi viðbótarþrif má svo semja sérstaklega um. Þetta er því ekki spurning um að „plata" makann enda er sú nálgun á samskipti innan sambands ekki vænleg. Útskýrðu fyrir viðkomandi af hverju þátttaka hans á heimilinu sé þér mikilvæg. Þetta er ekki spurning um að „nenna" heldur að þið eruð í sambandi og báðir aðilar þurfa að sjá um ákveðna hluti og það er bara þannig, ekkert múður og mas með það. Kynlífssvelti er undarlegt hugtak enda gefur það til kynna að einn aðili ráði yfir kynlífi sambandsins og kjósi að svelta hinn hungraða og það er ekki spennandi lýsing á samlífi pars. Komdu kærastanum frekar í skilning um að þegar þú ert ánægð í hjartanu (sem þú verður þegar hann tekur virkan þátt í þrifum) þá leiðir sú ánægja niður í píku og enginn þarf að kvarta undan neinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun
Spurning: Mér leikur forvitni á að vita hvort það sé til afmælisgjöf fyrir frúna sem kryddar upp á kynlífið sem má samt opna fyrir framan tengdaforeldrana á afmælisdaginn?Svar: Nú eru góð ráð dýr! Eru tengdaforeldrarnir húmoristar og sæju kímnina í einum ílöngum titrara? Ef þig langar í rafknúið tæki þá eru komin á markaðinn mjög smartir titrarar sem líkjast penum nuddtækjum (enda er titrari nuddtæki!). Vinsælasti titrarinn er frá Hitachi og hann var ekki hannaður sem kynlífstól heldur sem herða- og baknuddstæki svo það mætti gjarnan fjárfesta í honum án þess að særa blygðunarkennd viðstaddra. Þá má láta fylgja með lífræna kókosolíu sem má nota innvortis sem útvortis svo hún er góð nuddolía og sleipiefni. Í rauninni má sjá tvöfalt notagildi í mörgum hlutum. Þannig geta fallegir kertastjakar skapað rómantíska stemningu inni í svefnherbergi. Þú gætir einnig keypt kynlífstæknibók og skipt um bókakápu við settlegri bók svo grunsemdir yrðu að engu. Gjafabréf á hótel gæti einnig verið kjörið því það eitt að breyta um umhverfi getur blásið lífi í loftlaust samlíf. Munúðarfullar gjafir geta einnig verið kynæsandi líkt og fínt kampavín og eðal konfektmolar. Þá gæti verið sniðugt að láta skriflegar leiðbeiningar fylgja með pakkanum, til dæmis í fallegu korti og þannig má í raun gera hvaða gjöf sem er að kynlífskryddi. Ekki væri verra að láta inneignarmiða í kelerí fylgja með. Leyfðu ímyndunaraflinu að leika lausum hala og hafðu frumlegheitin í fyrirrúmi! Spurning: Kanntu gott ráð til að plata kærasta með þér í allsherjarhreingerningu? Má hóta kynlífssvelti? Kærasti minn er bara svo agalega latur og það virðist ekkert duga til að fá hann í stórhreingerningu, matarinnkaup eða annað sem þarf að gera fyrir heimilið.Svar: Hér játa ég vanmátt minn því ég þoli ekki þrif og allra síst þrif með metnaði. Ég er þó fylgjandi því að pör hafi verkaskiptingu með heimilisþrifin og þar skuli gæta jafnræðis. Skýr verkaskipting getur dregið verulega úr óþarfa rifrildum. Á mínu heimili sé ég um þvott, matarinnkaup og eldamennsku. Tilfallandi viðbótarþrif má svo semja sérstaklega um. Þetta er því ekki spurning um að „plata" makann enda er sú nálgun á samskipti innan sambands ekki vænleg. Útskýrðu fyrir viðkomandi af hverju þátttaka hans á heimilinu sé þér mikilvæg. Þetta er ekki spurning um að „nenna" heldur að þið eruð í sambandi og báðir aðilar þurfa að sjá um ákveðna hluti og það er bara þannig, ekkert múður og mas með það. Kynlífssvelti er undarlegt hugtak enda gefur það til kynna að einn aðili ráði yfir kynlífi sambandsins og kjósi að svelta hinn hungraða og það er ekki spennandi lýsing á samlífi pars. Komdu kærastanum frekar í skilning um að þegar þú ert ánægð í hjartanu (sem þú verður þegar hann tekur virkan þátt í þrifum) þá leiðir sú ánægja niður í píku og enginn þarf að kvarta undan neinu.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun