Vitum ekki hvort að hann geti harkað af sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2012 06:00 Jovan Zdravevski hefur aðeins spilað í tæpar 62 mínútur í deildinni í vetur. Fréttablaðið/Valli Stjarnan verður enn á ný án Jovans Zdravevski þegar liðið mætir Grindavík í toppslag Iceland Express-deildar karla í kvöld. Jovan hefur verið einn allra besti leikmaður Stjörnuliðsins undanfarin tímabil en hann hefur nánast ekkert verið með í vetur vegna meiðsla. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Jovan ekkert vera að lagast og að það líti allt út fyrir að hann verði ekkert með í vetur. Stjörnumenn hafa brugðist við þessu með því að semja við kraftframherjann Renato Lindmets sem stóð sig vel með Stjörnunni í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. „Við vitum ekki neitt og staðan á Jovan núna er nákvæmlega eins og hún var fyrir tveimur og hálfum mánuði síðan. Hann er ekkert byrjaður að æfa með okkur aftur. Við vitum ekki hvort að hann geti harkað af sér en það væri óskandi að sársaukinn verði það lítill að hann nái að spila í gegnum hann," segir Teitur en svo bíður Jovans væntanlega aðgerð eftir tímabilið. Hann skaddaði sinafestingar undir öðrum fætinum þar sem sinin festist í hælinn. „Ég er löngu kominn yfir það að vera bjartsýnn og það verður bara bónus ef við fáum hann áftur inn. Hann reynir að gera aðrar æfingar og heldur sér í formi. Hann er búinn að létta sig síðan í fyrra og það hjálpar honum. Honum er virkilega alvara að reyna að ná sér góðum," segir Teitur. Jovan hefur ekkert spilað síðan hann fór útaf í fyrsta leikhluta á móti KR í lok október. Stjarnan var þá 26-15 yfir en tapaði síðustu 32 mínútum leiksins með 19 stiga mun. Stjörnumenn hafa samt sem áður haldið velli og eru í 2. sæti deildarinnar með 8 sigra í 10 leikjum. „Það er ömurlegt að hann hafi ekkert verið með okkur. Einu leikirnir sem hann gat spilað voru á móti Val og Haukum þar sem við þurftum ekki á honum að halda," segir Teitur og bætir við: „Jovan er ofboðslega mikilvægur fyrir okkur því hann er eini maðurinn sem ég get skipt á milli þess að spila bakvörð og að spila inni í teig. Hann kann allar stöður í öllum kerfum og hefur frábæra körfuboltagreind. Hann hjálpar okkur að teygja varnir mótherjanna," segir Teitur. „Þetta er algjör snillingur og það elska allir Jovan sem hafa spilað með honum. Við krossum nú putta því það væri alveg stórkostlegt að fá hann til baka," sagði Teitur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Stjarnan verður enn á ný án Jovans Zdravevski þegar liðið mætir Grindavík í toppslag Iceland Express-deildar karla í kvöld. Jovan hefur verið einn allra besti leikmaður Stjörnuliðsins undanfarin tímabil en hann hefur nánast ekkert verið með í vetur vegna meiðsla. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Jovan ekkert vera að lagast og að það líti allt út fyrir að hann verði ekkert með í vetur. Stjörnumenn hafa brugðist við þessu með því að semja við kraftframherjann Renato Lindmets sem stóð sig vel með Stjörnunni í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. „Við vitum ekki neitt og staðan á Jovan núna er nákvæmlega eins og hún var fyrir tveimur og hálfum mánuði síðan. Hann er ekkert byrjaður að æfa með okkur aftur. Við vitum ekki hvort að hann geti harkað af sér en það væri óskandi að sársaukinn verði það lítill að hann nái að spila í gegnum hann," segir Teitur en svo bíður Jovans væntanlega aðgerð eftir tímabilið. Hann skaddaði sinafestingar undir öðrum fætinum þar sem sinin festist í hælinn. „Ég er löngu kominn yfir það að vera bjartsýnn og það verður bara bónus ef við fáum hann áftur inn. Hann reynir að gera aðrar æfingar og heldur sér í formi. Hann er búinn að létta sig síðan í fyrra og það hjálpar honum. Honum er virkilega alvara að reyna að ná sér góðum," segir Teitur. Jovan hefur ekkert spilað síðan hann fór útaf í fyrsta leikhluta á móti KR í lok október. Stjarnan var þá 26-15 yfir en tapaði síðustu 32 mínútum leiksins með 19 stiga mun. Stjörnumenn hafa samt sem áður haldið velli og eru í 2. sæti deildarinnar með 8 sigra í 10 leikjum. „Það er ömurlegt að hann hafi ekkert verið með okkur. Einu leikirnir sem hann gat spilað voru á móti Val og Haukum þar sem við þurftum ekki á honum að halda," segir Teitur og bætir við: „Jovan er ofboðslega mikilvægur fyrir okkur því hann er eini maðurinn sem ég get skipt á milli þess að spila bakvörð og að spila inni í teig. Hann kann allar stöður í öllum kerfum og hefur frábæra körfuboltagreind. Hann hjálpar okkur að teygja varnir mótherjanna," segir Teitur. „Þetta er algjör snillingur og það elska allir Jovan sem hafa spilað með honum. Við krossum nú putta því það væri alveg stórkostlegt að fá hann til baka," sagði Teitur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins