Landið, fólkið, tungan og tæknin Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. janúar 2012 12:00 Jarðlag í tímanum eftir Hannes Pétursson. Bókmenntir. Jarðlag í tímanum - Minningamyndir úr barnæsku. Hannes Pétursson. Opna. Hannes Pétursson hefur frá upphafi ferils síns verið þekktur fyrir kröftugt og litríkt tungutak og næmni á sögu, fólk og náttúru. Á það jafnt við um ljóð hans og prósa og minningabrotin Jarðlag í tímanum eru engin lykkja á þeirri leið. Hér lýsir skáldið uppvaxtarárum sínum á Sauðárkróki fyrir miðja síðustu öld, bregður upp myndum af staðháttum, náttúru, híbýlum og fólkinu sem plássið byggir. Sá heimur sem hann lýsir er nútímalesanda nánast eins framandi og heimur Íslendingasagna: Sjávarkauptún með dönskum blæ, þar sem sýslumaðurinn sprangar um í fullum embættisskrúða, skrifstofumenn vinna á fleiri en einni skrifstofu, konur klæðast betri fötum seinni part dags og daglaunamenn safnast saman á götuhornum í lok vinnudags og spjalla. Allt þetta minnir fremur á norrænar kvikmyndir sem gerast eiga um síðustu aldamót en íslenskan raunveruleika. Eitt er þó óbreytt. Uppgötvanir barnsins á umhverfi sínu og veruleika virðast ekki taka mið af umhverfi og staðháttum heldur eigin huga og þeirri barnslegu sýn að heimurinn sé undraland þar sem ævintýrin leynast við hvert fótmál og stuttur göngutúr býður upp á óvæntar uppákomur og nýjar uppgötvanir. Lýsingarnar á heimi barnsins eru það sem upp úr stendur að lestri bókarinnar loknum og hefðu að ósekju mátt fá meira rúm á kostnað lýsinga á umhverfi, staðháttum og fólkinu í kauptúni og sveit, þótt þær lýsingar séu sannarlega listavel gerðar og opni lesanda nýjan heim. Margt af því sem þar kemur fram mætti flokka sem þjóðlegan fróðleik. Hér er til haga haldið ýmsum þáttum úr daglegu lífi Íslendinga á horfinni öld þegar veröldin sem var stóð á hengiflugi breytinganna. Það er fleira en heimurinn sem bókin lýsir sem tilheyrir horfnum tíma. Tungumálið er gullaldartungumál íslenska sveitasamfélagsins og aftur og aftur grípur lesandi andann á lofti yfir krafti og fegurð þessa tungutaks, sem er eins langt frá því að vera uppskrúfað og mögulega er hægt að komast. Hver hugsun er fullkomlega mótuð og skilað í einföldum, knöppum stíl þar sem hvert orð hefur vægi. Svona texti sést ekki lengur á prenti, hvað þá að þetta tungumál heyrist í daglegu tali. Eiginlega ætti að skylda alla sem senda frá sér texta á íslensku til að lesa þessa bók og lesa hana vel. Melta hverja setningu og skynja þá möguleika sem tungumálið býður upp á. Niðurstaða: Blanda af þjóðlegum fróðleik og minningabrotum úr heimi barns á öndverðri síðustu öld. Gullaldartexti sem ætti að vera skyldulesning. Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bókmenntir. Jarðlag í tímanum - Minningamyndir úr barnæsku. Hannes Pétursson. Opna. Hannes Pétursson hefur frá upphafi ferils síns verið þekktur fyrir kröftugt og litríkt tungutak og næmni á sögu, fólk og náttúru. Á það jafnt við um ljóð hans og prósa og minningabrotin Jarðlag í tímanum eru engin lykkja á þeirri leið. Hér lýsir skáldið uppvaxtarárum sínum á Sauðárkróki fyrir miðja síðustu öld, bregður upp myndum af staðháttum, náttúru, híbýlum og fólkinu sem plássið byggir. Sá heimur sem hann lýsir er nútímalesanda nánast eins framandi og heimur Íslendingasagna: Sjávarkauptún með dönskum blæ, þar sem sýslumaðurinn sprangar um í fullum embættisskrúða, skrifstofumenn vinna á fleiri en einni skrifstofu, konur klæðast betri fötum seinni part dags og daglaunamenn safnast saman á götuhornum í lok vinnudags og spjalla. Allt þetta minnir fremur á norrænar kvikmyndir sem gerast eiga um síðustu aldamót en íslenskan raunveruleika. Eitt er þó óbreytt. Uppgötvanir barnsins á umhverfi sínu og veruleika virðast ekki taka mið af umhverfi og staðháttum heldur eigin huga og þeirri barnslegu sýn að heimurinn sé undraland þar sem ævintýrin leynast við hvert fótmál og stuttur göngutúr býður upp á óvæntar uppákomur og nýjar uppgötvanir. Lýsingarnar á heimi barnsins eru það sem upp úr stendur að lestri bókarinnar loknum og hefðu að ósekju mátt fá meira rúm á kostnað lýsinga á umhverfi, staðháttum og fólkinu í kauptúni og sveit, þótt þær lýsingar séu sannarlega listavel gerðar og opni lesanda nýjan heim. Margt af því sem þar kemur fram mætti flokka sem þjóðlegan fróðleik. Hér er til haga haldið ýmsum þáttum úr daglegu lífi Íslendinga á horfinni öld þegar veröldin sem var stóð á hengiflugi breytinganna. Það er fleira en heimurinn sem bókin lýsir sem tilheyrir horfnum tíma. Tungumálið er gullaldartungumál íslenska sveitasamfélagsins og aftur og aftur grípur lesandi andann á lofti yfir krafti og fegurð þessa tungutaks, sem er eins langt frá því að vera uppskrúfað og mögulega er hægt að komast. Hver hugsun er fullkomlega mótuð og skilað í einföldum, knöppum stíl þar sem hvert orð hefur vægi. Svona texti sést ekki lengur á prenti, hvað þá að þetta tungumál heyrist í daglegu tali. Eiginlega ætti að skylda alla sem senda frá sér texta á íslensku til að lesa þessa bók og lesa hana vel. Melta hverja setningu og skynja þá möguleika sem tungumálið býður upp á. Niðurstaða: Blanda af þjóðlegum fróðleik og minningabrotum úr heimi barns á öndverðri síðustu öld. Gullaldartexti sem ætti að vera skyldulesning.
Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira