Óttast að fyrirtæki flýi úr miðborginni 24. febrúar 2012 08:00 Borgað í baukinn Bílastæðagjöld í miðborginni munu að öllu óbreyttu hækka frá og með 15. júní. Sjálfstæðismenn gagnrýna hækkunina og telja hana geta fælt viðskipti frá miðborginni. Meirihlutinn segir takmarkið hins vegar að auka flæði bíla um miðborgina. Fréttablaðið/anton Skiptar skoðanir eru um fyrirhugaða hækkun á bílastæðagjöldum í miðborg Reykjavíkur. Fultrúi Sjálfstæðisflokks, sem er í minnihluta, segir hækkunina of bratta og óttast að hún verði til þess að hrekja fyrirtæki úr miðborginni. Formaður umhverfis- og samgönguráðs segir hins vegar að ráðstöfunin sé til þess fallin að bæta flæði í bílastæðamálum og auðvelda akandi gestum miðborgarinnar að fá stæði. Umhverfis- og samgönguráð samþykkti fyrir skemmstu að hækka tímagjald á ýmsum svæðum í miðborginni. Á svæði 1 fari gjald fyrir klukkustundardvöl í stæði úr 150 krónum í 250 krónur, en á svæðum 2 og 4 fari gjald úr 80 krónum upp í 150. Breytingarnar eiga að taka gildi 15. apríl. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafa heyrt óánægjuraddir frá rekstraraðilum í miðborginni. „Allir þeir sem ég hef talað við hafa áhyggjur af því að hækkunin gæti fælt í burtu viðskipti og þyngt róður fyrirtækja." Kjartan gerir annars vegar athugasemd við að verðið hækki of skarpt og að ekki hafi verið haft samráð við verslunareigendur og aðra rekstraraðila í miðborginni. „Ég vil ekki vera of svartsýnn, en ég óttast að ef þessi hækkun muni ríða yfir í einu vetfangi geti það jafnvel orsakað fjöldaflótta fyrirtækja úr miðborginni." Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs, svarar því hins vegar til að hækkun þessi sé einmitt til þess fallin að auka veg miðborgarinnar. „Við lítum svo á að ef fólk sem fer akandi niður í bæ þarf jafnan að leita lengi eftir stæðum, þá sé það líklegra til að leita frekar í verslunarmiðstöðvarnar, sem gerir verslun í miðbænum lítinn greiða. Með hækkun bílastæðagjalda viljum við hins vegar stýra betur nýtingu á bílastæðum og auka flæði." Karl segir að jafnan sé miðað við að 80 til 85 prósenta nýting á bílastæðum sé heppilegt hlutfall, en á gjaldsvæði sé hlutfallið hins vegar að nálgast 100 prósent. „Við viljum koma þessu í jafnvægi þannig að ef þú kemur akandi niður í bæ, séu um tvö af hverjum átta stæðum laus." Hagsmunasamtökin Miðborgin okkar mun á næstunni gangast fyrir viðhorfskönnun meðal félagsmanna sinna um bílastaæðamál og annað, en niðurstöður munu ekki liggja fyrir mjög fljótlega. Gjaldahækkunin verður að öllum líkindum tekin fyrir á fundi borgarráðs í næstu viku. [email protected] Fréttir Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um fyrirhugaða hækkun á bílastæðagjöldum í miðborg Reykjavíkur. Fultrúi Sjálfstæðisflokks, sem er í minnihluta, segir hækkunina of bratta og óttast að hún verði til þess að hrekja fyrirtæki úr miðborginni. Formaður umhverfis- og samgönguráðs segir hins vegar að ráðstöfunin sé til þess fallin að bæta flæði í bílastæðamálum og auðvelda akandi gestum miðborgarinnar að fá stæði. Umhverfis- og samgönguráð samþykkti fyrir skemmstu að hækka tímagjald á ýmsum svæðum í miðborginni. Á svæði 1 fari gjald fyrir klukkustundardvöl í stæði úr 150 krónum í 250 krónur, en á svæðum 2 og 4 fari gjald úr 80 krónum upp í 150. Breytingarnar eiga að taka gildi 15. apríl. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafa heyrt óánægjuraddir frá rekstraraðilum í miðborginni. „Allir þeir sem ég hef talað við hafa áhyggjur af því að hækkunin gæti fælt í burtu viðskipti og þyngt róður fyrirtækja." Kjartan gerir annars vegar athugasemd við að verðið hækki of skarpt og að ekki hafi verið haft samráð við verslunareigendur og aðra rekstraraðila í miðborginni. „Ég vil ekki vera of svartsýnn, en ég óttast að ef þessi hækkun muni ríða yfir í einu vetfangi geti það jafnvel orsakað fjöldaflótta fyrirtækja úr miðborginni." Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs, svarar því hins vegar til að hækkun þessi sé einmitt til þess fallin að auka veg miðborgarinnar. „Við lítum svo á að ef fólk sem fer akandi niður í bæ þarf jafnan að leita lengi eftir stæðum, þá sé það líklegra til að leita frekar í verslunarmiðstöðvarnar, sem gerir verslun í miðbænum lítinn greiða. Með hækkun bílastæðagjalda viljum við hins vegar stýra betur nýtingu á bílastæðum og auka flæði." Karl segir að jafnan sé miðað við að 80 til 85 prósenta nýting á bílastæðum sé heppilegt hlutfall, en á gjaldsvæði sé hlutfallið hins vegar að nálgast 100 prósent. „Við viljum koma þessu í jafnvægi þannig að ef þú kemur akandi niður í bæ, séu um tvö af hverjum átta stæðum laus." Hagsmunasamtökin Miðborgin okkar mun á næstunni gangast fyrir viðhorfskönnun meðal félagsmanna sinna um bílastaæðamál og annað, en niðurstöður munu ekki liggja fyrir mjög fljótlega. Gjaldahækkunin verður að öllum líkindum tekin fyrir á fundi borgarráðs í næstu viku. [email protected]
Fréttir Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira