Skemmtilegur kvíðasjúklingur Trausti Júlíusson skrifar 29. febrúar 2012 16:30 Tónlist. Einfaldlega flókið. Hallgrímur Oddsson. Einfaldlega flókið er fyrsta sólóplata Hallgríms Oddssonar, en hann hefur eitthvað fengist við tónlist áður. Hann var um tíma söngvari hljómsveitarinnar Stripshow og er meðlimur í Fjallabræðrum. Einfaldlega flókið er meðal annars gerð með aðstoð hljóðfæraleikara Fjallabræðra og kórstjórinn Halldór Gunnar Pálsson útsetur hana auk þess að spila á gítar. Einfaldlega flókið er þemaplata, sem að sögn höfundarins „hverfist um skuldbindingarfælinn kvíðasjúkling, ástir hans og örlög". Tónlistin er sambland af rokki, kántrí og þjóðlagatónlist. Útsetningarnar eru vel heppnaðar. Grunnurinn er traustur og svo setja aukahljóðfæri eins og fiðla og básúna skemmtilegan svip. Gítarleikurinn er oft flottur, t.d. í upphafslaginu 360 gráður og þjóðlagarokkaranum Hafðu mig hjá (hlusta má á lagið hér fyrir ofan) og orgelið kemur sömuleiðis mjög vel út. Þá er söngrödd Hallgríms líka eitt af sterkustu sérkennunum. Margar lagasmíðanna á Einfaldlega flókið eru ágætar, t.d. fjögur fyrstu lögin, en textarnir eru ekki síður skemmtilegir. Þeir eru vel skrifaðir, sem kemur ekki á óvart því Hallgrímur er verðlaunað leikritaskáld. Textarnir eru fullir af tilvistarkreppuhúmor og sögupersónan gerir óspart grín að sjálfri sér. Dæmi úr laginu Æðri máttur: „Freistingar stenst ég án verulegs voða/Og varla fell – nema það standi til boða/Tilgangur míns lífs er tilvistarkreppa/Er toppnum er náð, að engu er að keppa" … Á heildina litið er þetta flott frumsmíð. Niðurstaða: Fjallabróðir með fína sólóplötu. Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist. Einfaldlega flókið. Hallgrímur Oddsson. Einfaldlega flókið er fyrsta sólóplata Hallgríms Oddssonar, en hann hefur eitthvað fengist við tónlist áður. Hann var um tíma söngvari hljómsveitarinnar Stripshow og er meðlimur í Fjallabræðrum. Einfaldlega flókið er meðal annars gerð með aðstoð hljóðfæraleikara Fjallabræðra og kórstjórinn Halldór Gunnar Pálsson útsetur hana auk þess að spila á gítar. Einfaldlega flókið er þemaplata, sem að sögn höfundarins „hverfist um skuldbindingarfælinn kvíðasjúkling, ástir hans og örlög". Tónlistin er sambland af rokki, kántrí og þjóðlagatónlist. Útsetningarnar eru vel heppnaðar. Grunnurinn er traustur og svo setja aukahljóðfæri eins og fiðla og básúna skemmtilegan svip. Gítarleikurinn er oft flottur, t.d. í upphafslaginu 360 gráður og þjóðlagarokkaranum Hafðu mig hjá (hlusta má á lagið hér fyrir ofan) og orgelið kemur sömuleiðis mjög vel út. Þá er söngrödd Hallgríms líka eitt af sterkustu sérkennunum. Margar lagasmíðanna á Einfaldlega flókið eru ágætar, t.d. fjögur fyrstu lögin, en textarnir eru ekki síður skemmtilegir. Þeir eru vel skrifaðir, sem kemur ekki á óvart því Hallgrímur er verðlaunað leikritaskáld. Textarnir eru fullir af tilvistarkreppuhúmor og sögupersónan gerir óspart grín að sjálfri sér. Dæmi úr laginu Æðri máttur: „Freistingar stenst ég án verulegs voða/Og varla fell – nema það standi til boða/Tilgangur míns lífs er tilvistarkreppa/Er toppnum er náð, að engu er að keppa" … Á heildina litið er þetta flott frumsmíð. Niðurstaða: Fjallabróðir með fína sólóplötu.
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira