Hefði tekið 2-3 ár að flytja Kaupþing 10. mars 2012 07:00 Vilhelm Már Þorsteinsson lýsti því yfir að alls hafi 13 stór verkefni verið í gangi innan Glitnis á árinu 2008 sem miðuðu að því að auka laust fé. Fréttablaðið/GVA Verjandi Geirs H. Haarde, Andri Árnason, kallaði fjölmarga fyrrverandi starfsmenn íslensku bankanna og menn sem sátu í skilanefndum þeirra í vitnastúku í gær til að lýsa hvers konar ástand var fyrir eignasölu á árinu 2008. Einn ákæruliðurinn á hendur Geir snýr að því að hann hafi ekki beitt sér nægjanlega gagnvart því að minnka íslenska bankakerfið í aðdraganda hrunsins. Vitnin voru öll á einu máli um að eignasala hefði verið erfið og myndi að öllum líkindum hafa mjög neikvæð áhrif á eigið fé bankanna. Þess utan myndu þau senda skilaboð út á markaðinn að bankarnir væru í vandræðum. Því hefði eignasala í raun getað haft þau áhrif að fella bankana, frekar en að bjarga þeim. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, sem situr í slitastjórn Kaupþings og starfaði hjá bankanum fyrir hrun, var spurður út í „Project Hans" og „Project Einar", endurskipulagningarhugmyndir sem Hreiðar Már Sigurðsson sagði á fimmtudag að hefðu verið á teikniborðinu hjá Kaupþingi. Jóhannes Rúnar sagði endurskipulagningar vanalega taka tvo til átján mánuði. Í tilviki Kaupþings hafi verið um fjármálafyrirtæki að ræða sem hefði verið með hlutabréf skráð í tveimur löndum (Íslandi og Svíþjóð), með mjög flókna fjármögnun og ytri aðstæður á árinu 2008 hafi verið mjög vondar. „Flækjustigið í þessu tilviki var margfalt." Auk þess snerist „Project Einar" um að flytja höfuðstöðvar bankans til Bretlands, en erlendur banki hafði aldrei gert slíkt áður. Að mati Jóhannesar myndi svona flutningur, væri hann gerlegur, því taka tvö til þrjú ár hið minnsta. Hann taldi „Project Hans", sem snerist um að flytja hluta af starfsemi bankans frá Íslandi til Danmerkur annars vegar og Bretlands hins vegar, hefði í raun ekki breytt neinu til skamms tíma fyrir Kaupþing. Landsdómur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Verjandi Geirs H. Haarde, Andri Árnason, kallaði fjölmarga fyrrverandi starfsmenn íslensku bankanna og menn sem sátu í skilanefndum þeirra í vitnastúku í gær til að lýsa hvers konar ástand var fyrir eignasölu á árinu 2008. Einn ákæruliðurinn á hendur Geir snýr að því að hann hafi ekki beitt sér nægjanlega gagnvart því að minnka íslenska bankakerfið í aðdraganda hrunsins. Vitnin voru öll á einu máli um að eignasala hefði verið erfið og myndi að öllum líkindum hafa mjög neikvæð áhrif á eigið fé bankanna. Þess utan myndu þau senda skilaboð út á markaðinn að bankarnir væru í vandræðum. Því hefði eignasala í raun getað haft þau áhrif að fella bankana, frekar en að bjarga þeim. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, sem situr í slitastjórn Kaupþings og starfaði hjá bankanum fyrir hrun, var spurður út í „Project Hans" og „Project Einar", endurskipulagningarhugmyndir sem Hreiðar Már Sigurðsson sagði á fimmtudag að hefðu verið á teikniborðinu hjá Kaupþingi. Jóhannes Rúnar sagði endurskipulagningar vanalega taka tvo til átján mánuði. Í tilviki Kaupþings hafi verið um fjármálafyrirtæki að ræða sem hefði verið með hlutabréf skráð í tveimur löndum (Íslandi og Svíþjóð), með mjög flókna fjármögnun og ytri aðstæður á árinu 2008 hafi verið mjög vondar. „Flækjustigið í þessu tilviki var margfalt." Auk þess snerist „Project Einar" um að flytja höfuðstöðvar bankans til Bretlands, en erlendur banki hafði aldrei gert slíkt áður. Að mati Jóhannesar myndi svona flutningur, væri hann gerlegur, því taka tvö til þrjú ár hið minnsta. Hann taldi „Project Hans", sem snerist um að flytja hluta af starfsemi bankans frá Íslandi til Danmerkur annars vegar og Bretlands hins vegar, hefði í raun ekki breytt neinu til skamms tíma fyrir Kaupþing.
Landsdómur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira