Hertar kröfur vegna mengunar 21. mars 2012 10:00 Í vestmannaeyjum Sveitarfélögin í Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri þurfa að íhuga framtíð sorpbrennslna sveitarfélaganna. fréttablaðið/óskar fréttablaðið/óskar Með breytingu á reglugerð fellir umhverfisráðuneytið úr gildi sérákvæði starfandi sorpbrennslustöðva um brennslu úrgangs. Reglugerðin, sem nýlega var undirrituð, hefur í för með sér að allar íslenskar sorpbrennslustöðvar eiga nú að uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til sambærilegrar starfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu. Breytingarnar eru liður í viðbrögðum stjórnvalda í ljósi þess að mælingar á díoxíni frá sorpbrennslustöðvum á Ísafirði, í Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri gáfu tilefni til að endurskoða reglugerð um brennslu úrgangs. Þegar hefur sorpbrennslustöðvunum í Svínafelli og á Ísafirði verið lokað að frumkvæði sveitarfélaganna, og snertir reglugerðarbreytingin nú því eingöngu stöðvarnar í Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri. Með breytingunni er sorpbrennslustöðvunum gert að uppfylla öll ákvæði reglugerðarinnar eigi síðar en 1. janúar 2013. Skulu rekstraraðilar tilkynna Umhverfisstofnun eigi síðar en 1. maí hvort áframhaldandi rekstur stöðvarinnar sé fyrirhugaður. Með breytingunni er gerð krafa um reglulegar mælingar á díoxíni tvisvar á ári hjá þeim brennslustöðvum sem halda áfram rekstri. Þá er gerð krafa um samfelldar mælingar á tilgreindum efnum, til dæmis kolsýru og ryki. - shá Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Með breytingu á reglugerð fellir umhverfisráðuneytið úr gildi sérákvæði starfandi sorpbrennslustöðva um brennslu úrgangs. Reglugerðin, sem nýlega var undirrituð, hefur í för með sér að allar íslenskar sorpbrennslustöðvar eiga nú að uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til sambærilegrar starfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu. Breytingarnar eru liður í viðbrögðum stjórnvalda í ljósi þess að mælingar á díoxíni frá sorpbrennslustöðvum á Ísafirði, í Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri gáfu tilefni til að endurskoða reglugerð um brennslu úrgangs. Þegar hefur sorpbrennslustöðvunum í Svínafelli og á Ísafirði verið lokað að frumkvæði sveitarfélaganna, og snertir reglugerðarbreytingin nú því eingöngu stöðvarnar í Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri. Með breytingunni er sorpbrennslustöðvunum gert að uppfylla öll ákvæði reglugerðarinnar eigi síðar en 1. janúar 2013. Skulu rekstraraðilar tilkynna Umhverfisstofnun eigi síðar en 1. maí hvort áframhaldandi rekstur stöðvarinnar sé fyrirhugaður. Með breytingunni er gerð krafa um reglulegar mælingar á díoxíni tvisvar á ári hjá þeim brennslustöðvum sem halda áfram rekstri. Þá er gerð krafa um samfelldar mælingar á tilgreindum efnum, til dæmis kolsýru og ryki. - shá
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira